Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 16
16 FÓKUS - VIÐTAL 29. nóvember Ég er 25 ára gaur sem vill kynnast konu á svipuðum aldri. Er með blæti fyrir fallegri hönnun og útiveru. Trúnaður í fyrirrúmi og stóla á það sé gagnkvæmt. frá slíkri menningu. „Ég er al- gjört nörd og viðurkenni það fús- lega. Ég myndi segja að kjarninn að lögum, stjórnmálum og svona komi frá nördisma. Það er að segja, það að fara í gegnum reglu- bækurnar í spunaspilunum þar sem maður er að skoða ákveðna setningu og reyna að skilja hver ætlunin með tiltekinni reglu er, hver er birtingarmynd hennar í tilteknum aðstæðum og hvern- ig skal túlka hana. Þetta er ekkert annað en lagalestur. Um daginn var ég með með syni mínum að spila monopoly. Þar stendur í reglum að það megi kaupa hús hvenær sem er. Svo þegar sonur minn lenti á reit sem ég átti, þá keypti ég hús áður en ég rukkaði hann um leigu. Sem er líklega mjög ósanngjarnt og allt það, en út frá því sem reglurnar segja þá virðist það vera hægt. Og ef allir nota sömu reglur þá er kannski jafnræði í því, en ekki endilega ætlunin þegar reglan var skrifuð. Það kom alveg góð rök- ræða þarna á eftir þar sem son- ur minn fór á netið til að kanna hvort þetta virkaði í raun og vera svona. Nördismi er nákvæm- ur, nákvæm þekking á einhverju sem er kannski ekki alveg það vinsælasta í samfélaginu og þess háttar. Mín nördamenning er í spunaspili og borðspilum, en var áður í tölvuleikjum.“ Jólin Nú eru jólin á næsta leiti. Björn segir jólahefðir fjölskyldunnar ekkert sérstaklega strangar. „Ætli það sé ekki bara risalamande sem maður gerir. Það er sérgrein hjá mér að skella í einn svoleið- is. Ég kenndi fjölskyldu konunnar minnar að hafa möndlugraut, þá erum við með möndlugjöf sem er pakkað inn og enginn veit hvað er, yfirleitt eitthvert spil.“ Eins ákveður fjölskyldan yfir- leitt hver jólin fyrir sig hvað skuli hafa í matinn. „Það er bara það sem við ákveðum með skömmum fyrir- vara. Það er anarkismi þar. Kon- an mín er ekki mikið fyrir reyktan mat, annars væri líklega hangi- kjöt, en við höfum prófað ýmis- legt, það er engin hefð þar. Ef eitt- hvað er, þá er bara gaman að prófa eitthvað nýtt. Við erum heima á jólunum sjálfum, en förum líka í jólaboð hjá fjölskyldunni. Helsta hefðin hefur verið að fara til ömmu minnar á annan í jólum en þetta árið verður boðið óvenju snemma í desember.“ Í æsku Björns voru jólin öllu hefðbundnari, en hann dvaldi til skiptis hjá móður sinni og föð- ur á jólunum. „Þegar ég var barn skipti ég á milli þess að vera hjá mömmu og pabba á aðfangadag og jóladag. Sitt á hvað. Það var í raun bara mín ákvörðun, mér fannst það sanngjarnast þannig. Svo var það annar í jólum hjá ömmu.“ Björn er ekki mikið fyrir að klæða sig upp fyrir þingið. Það sama gildir um jólin. Helst myndi hann vilja halda þau á náttfötun- um, og kannski endar það þannig í framtíðinni. „Við fluttum til útlanda og höfðum ekki fjölskylduna hjá okkur. Þá gerðum við okkur grein fyrir að fyrst við værum komin með barn þá þyrftum við kannski að fara að koma okkur upp ein- hverjum jólahefðum. Það eru oft krakkarnir sem búa til hefðirnar og nú hefur sonur minn ákveðið að gerast grænmetisæta svo ég veit ekki alveg hvernig jólin verða. En þetta snýst um að hafa gam- an.“ Útúrsnúningar á þingi „Stjórnmálamenn bera ábyrgð á því að hafa umræðuna málefna- lega. Það er allt í lagi að gantast af og til, en ef pólitíkin er í sífelldri útúrsnúningarökræðu þá er aldrei verið að ræða kjarna máls- ins,“ segir Björn og bendir á að á Alþingi skipti miklu máli hvaðan hugmyndir og tillögur komi. Jafn- vel þó svo meirihluta þingmanna finnist viss tillaga góð þá getur hún verið felld einfaldlega vegna þess að hún stafaði ekki frá rétt- um aðila. „Við höfum alveg séð það, að það hefur komið hug- mynd, til dæmis í fjárlögunum, breytingatillaga frá minnihluta sem er hafnað en síðan er sama breytingatillagan lögð aftur fram af meirihlutanum og er þá sam- þykkt. Þetta er kerfi þar sem þú vilt ekki gefa andstæðingum þín- um plús í kladdann og eiga það á hættu að árangur annarra komi niður á þér.“ Þetta gildi ekki aðeins um minnihluta gegnt meirihluta Al- þingis. „Það var eitt mál, margir nefndarstarfsmenn að baki því, um rafrænar þinglýsingar. Málið var komið á lokaúttökudag, síð- asti nefndarfundurinn, og það átti að klára þetta mál úr nefnd. Þá kemur einn svokallaður sam- starfsmaður úr minnihlutanum og stöðvar málið. Segir bara „nei, það þarf að skoða þetta betur“. Þá reyndist flokkur þessa manns ekki vera með fleiri mál til að koma í gegn, þarna þarf nefnilega að vera visst jafnvægi líka. Ef Píratar fengju þrjú mál í gegn þyrftu all- ir hinir úr minnihlutanum líka að fá þrjú mál í gegn, alveg óháð því hversu góð málin væru. Meirihlutinn vill að við fáum eins fá mál út og við getum. Svo þeir stjórna í rauninni heildar- fjöldanum, en svo er líka innri barátta innan stjórnarandstöð- unnar um að enginn fái meira en hinir. Það er náttúrlega sorglegt, en svona virkar kerfið, bauna- talning. Ég hef ekki fyrirgefið við- komandi þingmanni þetta enn- þá, langt í frá.“ Ekkert heyrt frá siðanefnd Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, var talin hafa brotið siðareglur Alþingis vegna ummæla hennar um að rökstudd- ur grunur væri á að þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, hefði dregið sér al- mannafé með akstursgreiðslum. Björn Leví hefur einnig sagt slík- an rökstuddan grun á ferðinni, en ekki hlotið ávítur siðanefndar. „Nei, ég hef ekki hlotið slíkar og ég skil ekki af hverju.“ Telur þú að það sé vegna kyns þíns ? „Ég sé ekki aðra útskýr- ingu á því, það er bara þannig. Siðanefndir sem slíkar geta al- veg virkað og hafa gert það er- lendis, við erum bara ekki kom- in nógu langt í dag. Hérna ætti siðanefnd að vísa málum til þar til bærra yfir valda til að auka traust og eyða efasemdum. Varðandi akstursgreiðslur Ásmundar hefði vel geta orðið niðurstaðan að ekk- ert misjafnt hefði átt sér stað, það lítur ekki út fyrir að vera það og til að eyða þessum efa hefði verið rétt að láta þar til bæra aðila, sak- sóknara eða aðra klára þetta. Það var hins vegar ekki gert.“ Björn segir þetta ríma við spill- ingarsögurnar sem hann safni saman. Þar sé að finna sögur sem ekki margir tengi við spillingu. Líkt og símtal sjávarútvegsráð- herra til Þorsteins Más Baldvins- sonar vegna Samherjamálsins. „Það er viðurkennt líka, í svör- um þingsins, að ráðherrar fá borgaða dagpeninga fyrir að fara út á flugvöll, og fá líka far með ráð- herrabílnum á sama tíma. Þarna er verið að tvíborga og þetta eru hlunnindi sem samkvæmt regl- um ber að greiða til baka. En það er ekki gert. Þetta eru hlunnindi sem eru laun og ber að borga skatt af. En eftir því sem ég best veit er það ekki gert. Þarna eru þeir með hærri laun í hvert sinn sem þeir fara til útlanda, allavega fyrir dag- peningana, til að komast til og frá flugvelli, en svo fá þeir líka matarpening, en fá svo frían mat í matarboðum í opinberum heim- sóknum. Þarna er alveg hvati í kerfinu til að fara til útlanda, því þarna fá ráðherrar pening í vas- ann. Í öllum skilgreiningum spill- ingar gæti þetta vel flokkast sem spilling. Í svari þingsins um þessa hefð var sagt að fyrir þessu hefði myndast hefð, hefð fyrir að fara ekki eftir lögum reglum.“ Margt sem Íslendingar þurfa að læra „Það er margt í þessu sem við þurf- um að læra og að hluta til vona ég að spillingarsögurnar geti byrjað umræðuna. Við þurfum að ræða þetta meira, við erum svo nátengt og lítið samfélag að við þurfum virkilega að vera með þessi atriði á hreinu og gæta okkar hvað þau varðar. Kunna að stíga til hliðar, það er ekkert vandamál að segja af sér sem ráðherra eða eitthvað svoleiðis. Ég tek oft dæmið um Hönnu Birnu, hefði hún stigið til hliðar strax í stað þess að fara að skipta sér af lögreglunni og því, þá efast ég ekki um að hún væri formaður Sjálfstæðisflokksins í dag, en þetta er list sem við kunn- um ekki og því hvarflaði þetta ekki að henni. Það er bara neitað og neitað fram í rauðan dauðann, eða þagað.“ n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.