Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 33
Góð kaup29. nóvembert 2019 KYNNINGARBLAÐ
HÚÐIN SKIN CLINIC:
Ljómandi húð sem geislar af heilbrigði
Við hjá HÚÐIN skin clinic fögnum fjölbreytileikanum og vonum innilega að sem flestir
hafi áttað sig á að birtingarmynd út-
lits á samfélagsmiðlum er víðs fjarri
raunveruleikanum. Það er ekkert til
sem heitir fullkomin húð. Sumir njóta
þess þó að húðin helst frekar slétt
og fín fram á efri ár á meðan aðrir
fá snemma öldrunareinkenni eða
húðvandamál. Við höfum öll eitthvað
sem við getum verið hreykin af og
gott er að minna sig á það sem gott
er. Við hjá Húðinni leggjum áherslu
á að vinna með það sem hver og
einn hefur og bæta, en ekki breyta
náttúrulegu útliti.
Undanfarinn áratug hefur orðið
vitundarvakning um hversu margt er
hægt að gera til að auka heilbrigði
húðarinnar. Sú vinna – ef vinnu skyldi
kalla – byrjar heima og því fyrr sem
hún hefst, því betra. Auk þess hefur
heilbrigður lífsstíll heilmikil áhrif þegar
kemur að heilbrigði og útliti húðarinn-
ar, og er sú vísa aldrei of oft kveðin!
Við hjá Húðinni heyrum frá okkar
frábæru viðskiptavinum hversu vel
upplýstir Íslendingar eru orðnir um
skaðsemi sólarinnar fyrir húðina og
það þykir okkur virkilega ánægjulegt.
Hvort sem húðin hefur fengið þá
umönnun og næringu í gegnum tíð-
ina sem hún þarf eða verið vanrækt,
geta nærandi krem og húðmeð-
ferðir sem henta hverjum og einum
hjálpað heilan helling. Við leggjum
metnað í að auka sífellt við þekkingu
okkar og leggjum áherslu á að vera
með nýjungar, bæði í meðferðum
sem og að taka inn nýjar vörur. Með-
al annars er von á nýjung hjá okkur
eftir áramót. Við vitum öll að það
eru ekki til neinar töfralausnir, en
það er svo sannarlega hægt að gera
heilmargt til að hressa upp á húðina.
Ef þú ert ekki viss um hvaða
meðferð hentar er einfalt að panta
tíma hjá okkur í ráðgjöf. Við skoðum
í sameiningu hverju þú ert að leita
eftir og hvaða meðferðir henta þér.
Við leggjum áherslu á að taka vel
á móti viðskiptavinum okkar svo
að þeim líði vel hjá okkur og nái að
slaka á. Við bjóðum upp á með-
ferðir sem sýnt hefur verið fram á
að skili tilætluðum árangri,“ segir
dr. Lára G. Sigurðardóttir, læknir
hjá HÚÐIN skin clinic.
Það er frábær hugmynd að gefa
bætta húðheilsu í jólagjöf!
Gjafabréf í húðmeðferðir hjá
HÚÐIN skin clinic hafa notið mik-
illa vinsælda allan ársins hring og
þá sérstaklega fyrir jólin þar sem
sú hugmynd er kærkomin í allt of
algengum vandræðum fólks við
að finna hina fullkomnu gjöf fyrir
manneskjuna sem á allt,“ segir Sig-
ríður Arna, hjúkrunarfræðingur hjá
HÚÐIN. „Við finnum mjög mikið fyrir
því að fólki líkar orðið sífellt betur
að gefa ástvinum sínum gjafabréf
(til dæmis í húðmeðferðir) og upp-
lifun í jólagjöf, frekar en að auka
á hið sístækkandi safn hluta sem
flestir virðast eiga nóg af. Að líða
vel í húðinni er ómetanleg tilfinning
og alltaf notalegt að gefa gjöf sem
stuðlar að vellíðan fólksins okkar,“
segir Sigríður Arna og bendir á að
í desember bjóðist gjafabréf frá
HÚÐIN skin clinic með 15% afslætti.
Laser fyrir framtíðina
Fljótlega eftir 25 ára aldur byrjar
kollagen að minnka í húðinni um 1%
á ári en kollagen er það sem gefur
húðinni styrk og heldur henni unglegri.
Á fyrstu fimm árum tíðahvarfa kon-
unnar minnkar kollagenframleiðsla
enn hraðar, eða um 30%. „Húðin er
eins og vöðvarnir okkar að því leyti að
líkt og við förum í leikfimi til að styrkja
vöðvana þá er hægt að byggja upp
húðina með ýmsum leiðum. Öflugasta
meðferðin til að hægja á öldrunarferl-
inu er laserlyfting sem er oft þekkt
sem andlitslyfting án skurðaðgerðar.
Laserlyfting er vísindalega viðurkennd
meðferð og sýna rannsóknir ótvíræðan
árangur. Meðferðin örvar nýmyndun
kollagens og elastíns í húðinni, jafnar
áferð, þéttir húðina og fækkar andlits-
línum þannig að húðin verður unglegri
og heilbrigðari.“
Cinderella húðþétting
Þessi vinsæla meðferð eykur þéttni
og ljóma í húð og kemur árangur
strax fram. Meðferðin byggir á inn-
rauðri tækni sem hefur verið vinsæl í
Bandaríkjunum og á Bretlandi. Húðin
er hituð upp í ákveðið hitastig í nær-
innrauðu ljósi. Meðferðin setur ferli af
stað sem örvar frumurnar í framleiðslu
á kollageni. „Meðferðin skilar þéttari
húð og við mælum sérstaklega með
henni fyrir þá sem vilja smá „búst“ fyrir
sérstök tilefni, eins og hátíðirnar.“
Fyllt upp í djúpar línur með áhrifa-
ríkum hætti
Notkun á Restylane fylliefnum til að
minnka og fjarlægja djúpar línur í
húðinni er ein vinsælasta húðmeð-
ferðin í dag enda algengt að heyra hve
úthvíldur maður sé eða líti vel út eftir
þessa meðferð. Restylane, sem er gert
úr náttúrulegu rakaefni húðarinnar, er
sett rétt undir húðina og við það sléttist
úr henni, línur hverfa eða verða minna
sýnilegar. Restylane er einnig vinsælt
efni til að setja í varir eða kinnbein til að
gefa meiri fyllingu, sérstaklega ef hún
hefur minnkað með aldrinum.
Á vandaðri heimasíðu HÚÐAR-
INNAR hudin.is er að finna ítarlegar
upplýsingar um allar meðferðir.
Facebook: Húðin
Instagram: Húðin.is
Sími 519-3223.
HÚÐIN skin clinic - Hátúni 6b, 105 Rvk.
55 ára kona sem hefur af og til komið til
okkar húðmeðferðir síðastliðin tvö ár
Hér var notað 1 ml af Restylane Lyft
fylliefni í fellinguna frá nefi að munnvikum.
Ljósmyndari: Saga Sig. Frá vinstri eru: Drífa,
Esther, Lára, Sigríður Arna, Rakel og Arndís.
Húðmeðferðarstöðin HÚÐIN skin
clinic býður upp á fjölbreyttar
húðmeðferðir og faglega þjón-
ustu. Þar starfa dr. Lára; Sigríður
Arna Sigurðardóttir, hjúkrunar- og
förðunarfræðingur, Drífa Ísabella
Davíðsdóttir hjúkrunarfræðingur,
Arndís Ágústsdóttir hjúkrunar-
fræðingur, Rakel Guðmundsdóttir
móttökuritari og Esther Helga
Ólafsdóttir, móttökuritari og
snyrtifræðingur.
Aðspurð hvort Kertasníkir hafi
eitthvað leitað á náðir þeirra hjá
Húðinni undanfarin ár, þá svarar
Sigríður Arna því bæði fljótt og vel:
„Já! Hann er eldklár þessi sveinn
sem síðastur kemur til byggða!“ segir
hún brosandi og bætir við að hann
sé líka alveg með það á hreinu að í
desember bjóðist gullfalleg gjafa-
bréf frá Húðinni með 15% afslætti.