Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 58
58 FÓKUS 29. nóvember EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Hvað er aðventa? n Aðventukransar eru þýskur siður n Aðventa var áður jólafasta og ekki mátti borða kjöt n Biðin eftir jólunum V ið kveikjum einu kerti á, er gjarnan sungið á aðventunni, en á sunnu- daginn næstkomandi er einmitt fyrsti í aðventu. En hvað er aðvent- an og hvers vegna tendrum við ljós á að- ventukrönsum í tilefni hennar? Aðventa, jólafasta Aðventa var áður fyrr kölluð jólafasta. Hún hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag. Orðið aðventa hefur verið notað á Íslandi allt frá 14. öld, en orðið kemur frá latneska orðinu adventus sem merkir tilkoma, en fram eft- ir öldum virðast Íslendingar heldur hafa talað um jólaföstu. Jólafasta kemur frá þeim kaþólska sið að fasta síðustu vikur fyrir jól, en á öldum áður neytti fólk ekki kjöts á föstunni. Jóla- föstunnar er getið í hinni fornu lögbók Ís- lendinga, Grágás, sem er talin hafa verið skrifuð á 13. öld. Þar segir: Jólaföstu eigum vér að halda. Vér skul- um taka til annan dag viku að varna við kjöti, þann er drottins dagar verða 3 á millum og jóladags hins fyrsta. Þá skal eigi eta kjöt á þeirri stundu, nema drottins daga og messudaga lögtekna. Latneska orðið adventus kemur frá latnesku sögninni advenio eða „ég kem til“ og er aðventan því biðin eftir jólunum, eða biðin eftir endurkomu Krists. Aðventukransinn Í Húsfreyjunni, tímariti Kvenfélagssam- bands Íslands, birtist árið 1952 pistill eft- ir Guðrúnu Sveinsdóttur þar sem hún lýsti þeim þýska sið að tendra ljós á aðventu- kransi. „Sunnudagsmorgun í byrjun desem- bermánaðar hafði Kate Schiller farið snemma á fætur og út í skóg, og kom nú heim með fangið fullt af furugreinum. Eftir nokkra stund var hún búin að hnýta krans og hengja hann með rauðum silkiböndum upp í loftið. 4 kerti voru fest á kransinn. Nú kynntist ég hinum fagra sið Þjóðverja, að fagna jólunum um leið og jólafastan (að- venta) hefst og hnýta aðventukrans. Fyrsta sunnudaginn í jólaföstu, þegar rökkva tók var kveikt á einu kerti á kransinum, næsta sunnudag tveimur kertum, svo þremur, og seinasta fjórum, eftir því hvort 3 eða 4 sunnudagar voru í jólaföstunni. Hin upp- runalega hugsun, sem liggur til grundvall- ar fyrir aðventuhelginni er sú, að þegar fæðingarhátíð frelsarans er í nánd, eigi söfnuðurinn að vera við búinn að veita honum móttöku, eins og hann kæmi þá að nýju til þess að úthella sínum andlega krafti til þeirra, sem vilja veita honum mót- töku. Þessa stund, á meðan kertin loga, eru sungnir sálmar, leikið á hljóðfæri, lesnar helgisagnir eða á einhvern hátt reynt að gera þá stund helga og hátíðlega. Ef til vill er aðeins setið í kyrrð og horft á ljósin loga. Mér þótti þessi siður svo yndislegur, að árum saman, þegar ég hef getað náð mér í efni í aðventukrans, höfum við haldið að- ventuhátíð á heimili mínu. Ég hef veitt því eftirtekt, að aðventukransar hafa fengist í blómabúðum í Reykjavík, en fáum mun víst kunnugt um til hvers þeir eru ætlaðir.“ Svo virðist því sem aðventukransar hafi byrjað að sjást á Íslandi um miðja síð- ust öld og fljótlega notið mikilla vinsælda hérlendis. Aðeins sex árum eftir að ofan- greindur pistill birtist í Húsfreyjunni sagði í Morgunblaðinu: „Í dag er fyrsti sunnu- dagur í jólaföstu og þá er fyrsta jólaljósið. Kveikt er á fyrsta kertinu í jólaföstu- eða Aðventukransinum. Þessi skemmtilegi sið- ur er að verða útbreiddur hér og er það vel. Hann gefur fólkinu tækifæri til þess að njóta jólaljósanna í ró og næði, löngu áður en sjálft jólahaldið byrjar í algleymingi.“ Siðurinn, að tendra ljós á aðventukrans- inum, er talinn eiga rætur sínar að rekja til þess hve börnum þótti erfitt að bíða eftir jólunum. Siðurinn hefur verið eignaður þýskum presti, Johann Hinrich Wichern, sem tók eftir óþolinmæði þeirra barna sem hann var að kenna. Hann gerði því fyrsta aðventukransinn árið 1839 til að auðvelda börnunum biðina. Því mætti segja að að- ventukransinn sé forveri jóladagatalanna sem njóta mikilla vinsælda í dag. Kertin fjögur á kransinum Aðventukransinn er táknrænn. Sígrænt grenið og hringurinn merkir eilíft líf en einnig bera kertin hvert sitt nafn. Það fyrsta er Spádómakertið sem minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins sem spáðu fyrir um komu Jesú Krists. Annað kertið er Betlehemkertið eftir þorpinu sem Jesús fæddist í. Þriðja kertið er Hirðakertið, en fjárhirðar voru þeir fyrstu sem færð voru tíðindin af fæðingu Jesú. Það síðasta er svo Englakertið, en það voru englarnir sem samkvæmt Nýja testamentinu færðu heiminum fréttirnar um fæðingu frelsar- ans. Í dag er aðventan og aðventukransinn tvímælalaust órjúfanlegur hluti jólahá- tíðarinnar, þó svo að merkingin að baki orðunum sé kannski önnur í dag, en þó ekki það frábrugðin. Aðventan merkir biðin eftir Kristi, eða biðin eftir jólunum. Þótt trúarleg merking orðsins sé líklega minni í nútíma málvitund þá tendrum við á kertunum, einu á eftir öðru, og bíðum jól- anna. Hins vegar virðist jólafastan gleymd- ur siður, enda þætti mörgum Íslendingn- um sárt að fórna ketinu í desember. n Börnum þótti erfitt að bíða jólanna og því var að- ventukransinn fundinn upp. Erla Dóra erladora@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.