Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 51
PRESSAN 5129. nóvember hann því á bug að Greta væri mál- pípa hans. „Ég er ekki fyrirmynd hennar. Þegar ég ræði við hana er það næstum eins og að ræða við sam- starfsmann á sviðinu.“ Gjörbreytt líf Líf Thunberg- fjölskyldunnar hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Fyrir nokkrum árum tóku þau þátt í lífsgæðakapphlaupinu eins og svo margir aðrir. Móðir Gretu er óperu söngkona og fylgdi fjölskyldan henni á ferðum henn- ar um heiminn þegar hún söng í hinum ýmsu óperuhúsum. „Við flugum, við borðuðum kjöt, ókum um á stórum bíl,“ hef- ur faðir Gretu látið hafa eftir sér. Í bók, sem móðir Gretu, Malene Ernman, skrifaði um ferðalag fjölskyldunnar frá því að vera þátttakendur í lífsgæðakapp- hlaupinu yfir í að vera meðvitað baráttufólk í umhverfismálum, kemur fram að vendipunkturinn hjá fjölskyldunni hafi verið þegar Greta var 11 ára. Hún var þá á góðri leið með að svelta sig í hel. Farið var með hana á milli lækna sem gekk illa að sjúkdómsgreina hana en að lokum tókst það. Hún hafði orðið fyrir svo mikl- um áhrifum af mynd sem hún sá í skólanum. Mynd sem hafði mik- il áhrif á þá viðkvæmu mann- eskju sem hún er. Myndin fjall- aði um rusl í heimshöfunum og stóru plasteyjuna sem flýtur um Kyrrahafið. Greta grét á meðan myndin var sýnd og hélt áfram að gráta í mötuneytinu þegar „dauð dýr“ voru snædd á meðan rætt var um merkjafatnað og farsíma. Eftir þetta hefur líf fjölskyldunnar ekki orðið samt. Þau hættu að fljúga, rafmagns- bíll var keyptur, kjöt er ekki leng- ur á boðstólum á heimilinu og er öll fjölskyldan nú grænkerar. Greta las allt sem hún komst yfir um loftslagsbreytingarnar. For- eldrar hennar sögðu störfum sín- um upp, að hluta til, til að þurfa ekki að fljúga meira og að hluta til til að geta verið meira með börn- unum, sem eru tvö. Þau eru bæði með greiningar. Malene segir í bók sinni að einhverfan færi Gretu hæfileika sem aðrir hafa ekki: „Greta er með greiningu en það útilokar ekki að það sé hún sem hefur rétt fyrir sér og við hin höfum rangt fyrir okkur. Hún sá það sem við hin vildum ekki sjá. Greta tilheyrir fámenn- um minnihluta sem sá koltvísýr- ing með berum augum. Hún sá gróðurhúsalofttegundir stíga upp úr skorsteinum, aðskilja sig frá vindinum og breyta gufuhvolfinu í risastóran ruslahaug.“ n September 2018 – Greta fór í skólaverkfall og settist fyrir framan sænska þingið og mótmælti aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Arnold Schwarzenegger bauð henni á loftslagsráðstefnu í Austurríki. Nóvember 2018 – Skóla- verkföll Gretu breiddust út um heiminn. Desember 2018 – Hún hitti Antonio Gueterres, aðal- ritara Sameinuðu þjóðanna, og ávarpaði þjóðarleiðtoga á lofts- lagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. Time Magazine sagði hana meðal áhrifamesta fólks heims. Janúar 2019 – Hún ávarp- aði World Economic Forum í Davos. Febrúar 2019 – Ávarpaði fé- lags- og efnahagsmálaráð ESB og hitti Jean-Claude Juncker, formann framkvæmdastjórn- ar ESB. Mars 2019 – Tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels af norskum þingmönnum. Út- nefnd kona ársins af Swea International. Apríl 2019 – Fékk norsk tján- ingarfrelsisverðlaun. Heiner Koch, erkibiskup í Berlín, hyllti hana og líkti henni við Jesú. Hitti Frans I páfa á Péturstorginu í Róm. Var á lista Time yfir áhrifamesta fólk heims. Barack Obama hrósaði henni og sagði hana ungan, hugrakkan og einbeittan leið- toga. Maí 2019 – Ræður hennar voru gefnar út í bók. Var á for- síðu Time Magazine. Útnefnd heiðursdoktor við háskólann í Mons í Belgíu. Júní 2019 – Dalai Lama sendi henni þakkarbréf. Fékk verð- laun frá Amnesty International. Var meðal aðalræðumanna á ráðstefnunni Brilliant Minds. Meðal annarra aðalræðumanna má nefna Barack Obama. Júlí 2019 – Angela Merkel, kannslari Þýskalands, þakkaði henni fyrir framlag hennar og sagði það eiga þátt í að ríkis- stjórn hennar vinni hraðar að umhverfis- og loftslagsmálum. Ávarpaði franska þjóðþingið. Var á forsíðu Vogue sem ein af 15 áhrifamestu konum heims. Ágúst 2019 – Hyllt af Hillary og Chelsea Clinton í bók um frægar konur. September 2019 – Breska tímaritið Prospect segir hana meðal mestu hugsuða heims- ins. Hitti Barack Obama. Ávarp- aði bandaríska þingið. Ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Leiðin á toppinn Menntastoðir Menntastoðir er undirbúningur til áframhaldandi náms og miðar við Háskólabrú Keilis og frumgreinadeildir við Bifröst og H.R. Einnig má nýta einingar úr Menntastoðum inn í nám í framhaldsskóla s.s. grunn að iðnnámi. Nýtt ár, ný tækifæri Nám með minni viðveru en sömu gæðum Nánari upplýsingar veitir Áslaug Bára 412 5952 eða á aslaug@mss.is Þekking í þína þágu Hristir upp í hlutunum Greta Thun- berg er orðin heimsþekkt. M Y N D IR : G ET T Y IM A G ES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.