Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 68
68 FÓKUS 29. nóvember Var með tvö lítil tattú fyrir sjö árum n „Ég spurði hvort hjartað gæti hætt að slá út af sársauka“ n Lýsir því þegar Jason, eiginmaður hennar, fékk heilablóðfall Á sthildur Björt Hannesdóttir er gestur Föstudagsþáttarins Fókuss, hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV. Ásthildur er tveggja barna móð­ ir, fyrirtækjaeigandi og vinnur einnig í bók­ haldi. Fyrir sjö árum var Ásthildur með tvö lítil tattú. Í dag er hún þakin fallegu flúri, gift tattúlistamanni og rekur eina stærstu tattústofuna á Íslandi með eiginmanni sín­ um, Jason Thompson. Í lok janúar fékk Jason heilablóðfall sem var mikið áfall fyrir fjölskylduna og reksturinn. Þó svo að það hafi verið tvísýnt um skeið þá stækkuðu þau stofuna um tveimur mánuðum eftir að þau voru næstum búin að skella í lás. Alls ekki planið „Mig grunaði náttúrlega aldrei að ég yrði svona mikið flúruð. Það var aldrei planið, pældi ekki einu sinni í því,“ segir Ásthildur. Hún er með báða handleggina alveg flúraða, allt bakið, mikið af fótleggjunum og alla síðuna hægra megin. Það er því ekki mikið pláss eftir. En hvar var verst að fá flúr? „Mjóbakið var hræðilegt. Á þeim tíma­ punkti dáðist ég að stelpum sem fengu sér „druslustimpill“ (e. tramp stamp) á sínum tíma, því þetta var algjört ógeð,“ segir Ást­ hildur og bætir við að það hafi líka verið vont að fá sér tattú á hryggjarsúluna. „Ég spurði hvort hjartað gæti hætt að slá út af sársauka. Ég er mjög fegin að ég sé búin með þetta.“ Furðulegar beiðnir „Maðurinn minn, sem hefur verið í tattú­ bransanum í 20 ár, gerði eitt fáránleg­ asta tattú sem ég hef heyrt um. Þetta var í Bandaríkjunum og stelpa vildi fá höfrung komandi út úr einkasvæði hennar. Hann sagðist aldrei ætla að gera þetta aftur,“ segir Ásthildur og hlær. „Það sem hefur verið skrýtnasta tímabil á Black Kross var þegar við fengum til okk­ ar gestaflúrara. Konu sem er algjör meist­ ari og sérhæfir sig í kynfæraflúri. Hún hefur flúrað inn í leggöng,“ segir Ásthildur. „Ég skil þetta ekki. Þetta er eitthvað sem ég mun ekki gera. Hún sérhæfir sig í þessu. Hún sýndi okkur myndamöppu þar sem hún sést flúra fólk í alls konar stellingum. Það er mjög vinsælt að fólk vilji láta flúra í kringum endaþarmsopið.“ Ásthildur segir að þrátt fyrir sérhæfni hennar hafi hún ekki flúrað eitt einasta kynfæri hér á landi. Black Kross Ásthildur og Jason opnuðu stofuna fyrir tveimur árum. Fljótlega urðu þau mjög áberandi innan tattúsenunnar á Íslandi og segir Ásthildur að velgengni hennar megi rekja til þjónustulundar sem þau leggja mikið upp úr og listamannanna sem vinna á stofunni. „Við erum mjög alþjóðleg stofa. Jason er frá Ameríku, Julian er frá Kólumbíu, Adrian er frá Taívan og svo erum við með tvo ís­ lenska lærlinga hjá okkur. Sem ég myndi ekki skilgreina sem lærlinga í dag, þau eru orðin svo fær. Við fáum líka gestalistamenn til okkar alls staðar að úr heiminum,“ seg­ ir hún. Listamennirnir á Black Kross unnu til sjö verðlauna á Icelandic Tattoo Con­ vention fyrr í nóvember. Mikið áfall Jason fékk heilablóðfall í lok janúar og var það mikil áfall fyrir alla fjölskylduna og reksturinn. „Það var hræðilegt. Við vorum bara tvö á stofunni á þessum tíma og bara með gestalistamenn, sem voru svo æðislegir. Þeir framlengdu tímann sinn á Íslandi til að hjálpa okkur,“ segir hún. „Jason var frá vinnu í 6–8 vikur. Þetta var alveg tvísýnt á tímabili, upp á stofuna að gera. Heilbrigðiskerfið okkar er ekki nógu gott. Og ég mæli með að fólk kynni sér tryggingarnar sem það er með, því mér voru seldar mjög góðar tryggingar, en þegar þetta gerðist fengum við ekki neitt. Við vorum tekjulaus í allan þennan tíma. Ég mæli með að smáa letrið sé lesið.“ Man þetta eins og þetta hafi gerst í gær „Ég man þetta eins og þetta hafi verið í gær. Hann sat uppi í sófa með stóru stelpunni okkar og þau voru að horfa á mynd. Hann byrjaði að fá alveg svaðalegt aðsvif á með­ an hann sat í sófanum. Ekkert búinn að vera að reyna á sig. Það hætti ekki og hann dreif sig inn á klósett og kastaði upp. Hann kastaði upp það miklu að hann stoppaði ekki,“ segir Ásthildur. „Hann hélt engum fókus. Ég var að fylgj­ ast mikið með honum, fá hann til að horfa á mig, gretta sig, lyfta höndum, kreista putt­ ana og allt það. Og allt í góðu. Ég hringdi upp á læknavakt og mér var sagt að það væri svæsin gubbupest í gangi og ég ætti að fylgjast með honum yfir nóttina. Morgun­ inn eftir var hann alveg eins, þoldi engin ljós og í hvert skipti sem hann reisti sig upp ældi hann. Ég gerði aftur þessar æfingar og fór svo í vinnu. Svo fékk ég þessa sterku til­ finningu að eitthvað væri að. Ég hringdi í sjúkrabíl og bað þá um að mæta strax og ég brunaði sjálf heim. Þarna var hann orðinn það slappur að hann var náfölur og lýsti þessu þannig að honum liði eins og hann væri sjóveikur. Síðan fórum við upp á spít­ ala og hann var settur í einangrun því þeir töldu þetta vera gubbupest. Það voru tekn­ ar blóðprufur, en ég var allan tímann að biðja læknana um að setja hann í segul­ ómun og kanna á honum hausinn. Það var ekki gert fyrr en á laugardagskvöldinu klukkan sex, en við komum upp á spítal­ ann fyrri part föstudags,“ segir Ásthildur. Hún lýsir því hvernig augu Jasons byrj­ uðu að hristast og hálft andlitið hans lam­ aðist. „Hann gat ekki lokað auganu, hann gat ekki brosað. Þarna fór ég í kleinu. Þarna fékk hann strax lyf og var svo á spítalanum í tíu daga. Guð minn almáttugur hvað þetta var hræðilegur tími. Óttinn sem skellur á manni er skelfilegur,“ segir Ásthildur. „Sem betur fer er hann mjög góður í dag, hann fær ennþá stundum aðsvif og höfuðverk.“ Erfiður tími „Yngri stelpunni fannst afar óþægilegt að hitta pabba sinn uppi á spítala og vita af honum þar. Stóra stelpan tók þessu betur, enda eldri og auðveldara að útskýra fyrir henni. En sem eiginkona og móðir þá var þetta svo erfitt. Auðvitað langar mann bara að vera á spítalanum og fylgjast með og sýna stuðning. En maður þarf að sinna börnunum og sýna þeim að þetta sé allt í lagi. Ég svaf ekkert rosalega mikið á þess­ um tíma,“ segir Ásthildur. Ásthildur segir að það hafi ekki verið neinar áberandi vísbendingar um yfirvof­ andi heilablóðfall vikurnar áður, annað en að Jason hafi fengið aðsvif af og til. „En það sem kveikti á viðvörunarbjöll­ um hjá mér var að hann var að kasta upp vegna þess að hann svimaði og lýsti því sem sjóveiki. Þá er eitthvað í gangi í heil­ anum. Læknarnir sögðu að hann svim­ aði því hann væri ekki með neina næringu í sér, en ég sagði að það væri kjaftæði því hann sat upp í sófa að horfa á mynd þegar þetta allt byrjaði. Ég var brjáluð út í lækn­ ana fyrir að hlusta ekki á mig. Við komum á spítalann á föstudeginum um tvö leytið og það var ekki fyrr en laugardagskvöldinu sem tekið var mark á mér og hann sendur í segulómun og það kom í ljós að hann væri með heilablóðfall. Í svona málum skiptir hver einasti klukkutími miklu máli, ef hann hefði farið strax hefði hann ekki orðið svona slæmur.“ n Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Líkamshlutarnir sem Ásthildi fannst verst að láta flúra eru mjóbakið og hryggjarsúlan. Ásthildur Björt ásamt listamönnum Black Kross Tattoo og verðlaunum þeirra frá Icelandic Tattoo Convention. F.v. Íris Hrefna, Jason Thompson, Ásthildur Björt, Adrian og Julian. M Y N D IR : E Y Þ Ó R Á R N A S O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.