Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Page 72

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Page 72
29. nóvember 48. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Verð aðeins kr. 6.800.- HÖNNUÐUR: SANNE LUND TRABERG Jólaóróinn í ár Harpa / Skeifan 6 / Kringlan / Laugavegur 70 / 5687733 / www.epal.is Loksins ... íslenskir konungar! N íunda og nýjasta kvikmynd leikstjórans Quentins Tarant­ ino hefur notið mikilla vin­ sælda frá útgáfu hennar í sum­ ar. Á hinum ýmsu sjóræningjasíðum svonefndum hafa margir ólmir beðið eftir því að geta sótt umrædda kvik­ mynd án greiðslu. Vakti það annars vegar athygli þegar í ljós kom að fyrsta eintakið af myndinni sem lekið var, og var afritað af stafrænni útgáfu, er upp­ runnið frá Íslandi. Notendur ráku ýmsir upp stór augu þegar í ljós kom að skráin sem var hlaðin upp innihélt íslenskan texta og uppskar það nokkrar kvartanir af ummælum að dæma. Kvikmyndin var gefin út á Íslandi á stafrænu formi þann 14. nóvember, heilli viku áður en hún var fáanleg í öðrum löndum á heimsvísu. Má geta þess að Once Upon a Time in Hollywood er hlaðin hinum ýmsu Íslandstengingum. Til að mynda fer leikkonan María Birta með staðgeng­ ilshlutverk sem Playboy­kanína og glittir jafnframt í förðunarmeistarann Hebu Þórisdóttur sem fer einmitt með hlutverk förðunarkonu með framandi hreim. Íslenskir sjóræningjar fyrstir til að leka Tarantino Kóngar undir bölvun Í slensku stórleikararnir Jó­ hannes Haukur Jóhannes­ son og Ólafur Darri Ólafsson hafa verið ráðn­ ir til að fara með hlutverk í sjón­ varpsþáttunum Cursed á vegum streymisveitunnar Netflix. Þættirnir eru byggðir á sam­ nefndri myndasögu eftir hinn virta Frank Miller og Tom Wheeler og tekur nýjan snún­ ing á goðsögnina um Artúr konung. Streymisveitan hefur lýst þáttaröðinni sem nýstár­ legri þroskasögu. Þættirnir verða tíu tals­ ins og fer Jóhannes með hlut­ verk ískonungsins Cumber í þremur þáttum á meðan Ólafi bregður fyrir í aðeins einum þætti sem konungi að nafni Rugen, sem sagður er holds­ veikur og er lauslega byggður á Baldvini, fjórða konungi Jer­ úsalem. Íslendingarnir eru á með­ al góðs fólks í sjónvarpsþátt­ unum, en með aðalhlutverk­ ið fer Sebastian Armesto, sem margir þekkja úr sjónvarps­ seríunum Broadchurch og Poldark. Einnig fer sænski leikarinn Gustaf Skarsgård með stórt hlutverk, en hann er einn af sonum Stellans Skars­ gård og bróðir þeirra Bills og Alexanders, sem hafa gert garðinn frægan á undanförnum árum. Reikn­ að er með að Cursed fari í loftið á næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.