Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 8
8 UMRÆÐA 29. nóvember
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
xxx xxx
Barnamálaráðherra upp á punt
E
in af stóru fréttum vikunn-
ar var umfjöllun Kompáss
um hina sautján ára gömlu
Margréti Lillý Einarsdóttur.
Það var erfiður lestur, að lesa um
lífshlaup Margrétar sem ólst uppi
hjá móður sem glímir við and-
leg veikindi og áfengisfíkn. Móðir
Margrétar drap gæludýrið hennar
fyrir framan hana og dó áfengis-
dauða svo oft fyrir framan dóttur
sína að það var orðið „eðlilegt“.
Hún lamdi dóttur sína og svelti.
Samt var ekkert gert. Samt fékk
Margrét að búa hjá móður sinni.
Allt kerfið brást þessari ungu
stúlku og þarf hún að taka þetta
veganesti, þessa hræðilegu æsku,
með sér inn í lífið.
Þetta er klassísk saga. Barna-
verndaryfirvöld voru algjörlega
meðvituð um heimilisaðstæð-
ur Margrétar því sagan um geð-
og áfengisvanda móðurinnar var
löng. Íbúar í bæjarfélagi Mar-
grétar, Seltjarnarnesbæ, litu und-
an og skólinn gerði ekkert til að
hjálpa. Enginn þorði að rétta Mar-
gréti hjálparhönd. Og aldrei fékk
faðir hennar svo mikið sem sím-
tal þegar móðirin var tilkynnt til
barnaverndaryfirvalda.
Það versta við frásögn Mar-
grétar er að hún kemur ekki á
óvart. Hún er ekkert einsdæmi.
Þessar sögur eru úti um allt, allt í
kringum okkur. Foreldrar eru til-
kynntir sí og æ til barnaverndar-
yfirvalda og ekkert gerist. Meira
að segja þó að nærumhverfi
barnsins taki sig saman og nýti
sína tilkynningarskyldu þá ger-
ist ekkert. Kerfið heldur börnum
hjá foreldrum sínum í lengstu
lög, jafnvel þó að foreldrar gangi
svo í skrokk á þeim að þau halda
vart lífi, úthúði þeim á hverjum
einasta degi, sendi þau nestis-
laus og allslaus í skólann, drekki
sig blindfulla upp á hvern einasta
dag og rústi heimilinu á tyllidög-
um.
Hvenær ætlum við sem samfé-
lag að fara að horfast í augu við að
þó að fjölmargir geti eignast börn
þá eru ekki nærri því allir sem eru
færir um að vera foreldrar, með
tilheyrandi ást, hlýju, siðferðis-
kennslu og aga? Oft þegar svona
dæmi, eins og Margrétar, koma
upp eða illvígar forræðisdeilur,
þá er gripið í Barnasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna. Að barn eigi
rétt á að umgangast báða foreldra
sína. Þessi punktur er yfirleitt not-
aður sem vopn en skautað fram-
hjá öllum hinum punktunum
í þessum sáttmála sem Ísland
hreykir sig af að fylgja, en hend-
ir svo ítrekað í ruslið. Þessi sátt-
máli er nefnilega ansi langur og
ítarlegur. Vissulega er þar minnst
á rétt barns til að umgangast for-
eldra, en þar er einnig farið ítar-
lega yfir það, að ávallt eigi að gera
það sem barni er fyrir bestu. Barn
á nefnilega ekki að umgangast
báða foreldra sína ef það er stríðir
gegn hagsmunum barnsins. Allar
ákvarðanir yfirvalda eiga að vera
byggðar á því sem er börnum
fyrir bestu. Hvernig getum við þá
sem þjóð fullyrt að við förum eft-
ir þessum ágæta sáttmála ef barn
eins og Margrét þarf að þola ólíð-
andi heimilisaðstæður svo árum
skiptir?
Það er löngu kominn tími til
að yfirvöld vakni. Margrét er bara
eitt af hundruðum barna sem
þurfa að sætta sig við það að vera
ekki hjálpað. Eitt af hundruðum
barna sem fengu ekki að upp-
lifa ánægjulega barnæsku. Eitt af
hundruðum barna sem fara brot-
in út í lífið. Það er ekki nóg að
vera með sérstakan barnamála-
ráðherra sem mætir á barnaþing
og reynir að vera sniðugur. Býr til
starfshópa og nefndir sem skrif-
ar skýrslur og álit sem mallar í
kerfinu án þess að nokkur skap-
aður hlutur gerist. Það þarf rót-
tækar aðgerðir til að bjarga öll-
um þessum börnum. Það þarf að
taka börn fyrr af foreldrum sínum
og setja þau í tímabundið fóstur.
Nærumhverfið þarf að styðja
þessi börn. Þau þurfa ást og hlýju,
en einnig aðstoð sérfræðinga til
að takast á við tilfinningar sínar
og brotna sjálfsmynd. Þau þurfa
hjálp. Þetta er ekki flókið. n
Spurning vikunnar Handa hverjum er erfiðast að kaupa jólagjöf?
Mesta áskorunin fyrir jólin er að finna jólagjöf
handa syni mínum sem er núna átta ára. Ég er
alltaf mjög spennt yfir gjöfinni hans, aðfangadags-
kvöld gengur út á það, en samt hefur mér þó tekist
að skjóta framhjá markinu. Á síðasta ári keypti ég
handa honum skíði og þar sem hann hafði ekki far-
ið áður á skíði upplifði hann gjöfina eins og ég hefði
gefið honum tvær trjáspýtur. Bara ekki neitt. En svo
fórum við fljótlega á skíði og hann hafði aldrei gert
neitt eins skemmtilegt á ævinni, svo á endanum
varð þetta besta jólagjöf sem hann hafði fengið.
Svo já, ég var smá blúsuð yfir fyrstu viðbrögðum,
en mjög ánægð með mig um leið og fyrsti snjórinn
kom og hann byrjaði strax að bruna skellihlæjandi
niður brekkur. En nú er ég strax byrjuð að fá smá
jólasting, hvað ég eigi að kaupa, því 46 ára kona er
ekki alltaf alveg með á nótunum hvað er mest kúl í
kolli átta ára drengs.
Auður
Mér finnst erfiðast að kaupa fyrir unglingana og
var jafnvel að spá í að gefa þeim bara gjafakort
Kringlunnar eða Smáralindar í ár, í fyrra keypti ég
fatnað sem ég var æðislega glöð með og hélt að
myndi hitta í mark en áttaði mig ekki á að kannski
er ekki kúl lengur að mamma velji fötin, og svo er
tískan svo fljót að breytast hjá þeim að það er erfitt
að fylgja þessu eftir. Þannig að best er leyfa þeim
að velja sjálfum það getur ekki klikkkað.
Margrét
Ég á sennilega erfiðast með að kaupa jólagjöf fyrir
kærustuna. Eftir að hafa gefið henni hjarta mitt,
virðist allt svo lítið í samanburði við það. Enda er ég
með óhemju stórt hjarta.
Júlían
Ég er í bullandi vandræðum með að finna jólagjöf
fyrir manninn minn Hlyn. Það væri eitthvað svo
glatað ef ég tæki upp á því að mála handa honum
mynd því allir veggir heima eru nú þegar dekkaðir
með verkum eftir mig eða þá framtíðarspádóm.
Ellý
J
ólin eru á næsta leiti og ekki seinna
vænna að fara að huga að gjöfum fyrir
ástvini. Valið getur oft verið hin mesta
þraut, flest viljum við vanda valið vel
svo gjöfin hitti í mark, en oftar en ekki eru
einn eða tveir ástvinir sem vefjast helst fyrir
manni. DV fór á stúfana og forvitnaðist um
handa hverjum væri eiginlega erfiðast að
kaupa jólagjöf.
Sendiherra
og hinn
flokkslausi
Lítt þekkt
ættartengsl
A
lþingismaðurinn Andr-
és Ingi Jónsson vakti
heldur betur athygli í
miðri viku þegar hann
sagði sig úr flokki sínum, Vinstri
grænum. Andrés hefur ekki far-
ið í launkofa með að hann sé
ósammála Vinstri grænum og
hefur setið á þingi síðustu tvö
árin fyrir flokkinn. Hafa margir
gengið svo langt að segja að
þessi ákvörðun hans marki
tímamót og gæti farið með
flokkinn – jafnvel þýtt endalok
ríkisstjórnarinnar. Föðurbróðir
Andrésar er Hjálmar Waag,
fyrrverandi sendiherra og einn
forystumanna Þjóðræknisfé-
lags Íslendinga. Sá ferðaðist vítt
og breitt um heiminn þar sem
hann settist að í sínum sendi-
herrastörfum, til að mynda í
Þýskalandi, Kanada og Banda-
ríkjunum. Andrés á því ekki
langt að sækja hugsjónir og
diplómatatakta og því gæti vel
verið að stóri frændi kynni að
leiðbeina honum á þessum
tímamótum.
Leiðari
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is