Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Síða 14
14 FÓKUS - VIÐTAL 29. nóvember Þ ingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, hefur verið óspar á stóru orðin í gegnum tíðina og ekki hik- að við að gagnrýna störf annarra þingmanna. Nýlega vakti hann athygli þegar hann opnaði síðu í þeim tilgangi að safna saman spillingarsögum til að sýna og fræða Íslendinga um tíðni og mis- munandi birtingarmyndir spill- ingar. Blaðamaður settist nið- ur með Birni og ræddi daginn og veginn. Barnið Björn „Ég var voðalega ljúfur sem krakki. Ég ólst upp úti á landi, hér og þar, ég var svona flökku- krakki. Þorlákshöfn fyrst, Grundarfjörður, Þorlákshöfn aftur, Grundarfjörður aftur, Sauðárkrókur og aftur Grundar- fjörður.“ Allt frá barnæsku hef- ur Björn verið mikið í íþróttum og hefur í þrígang hlotið silfur á Íslandsmeistaramótum, hvert í sinni greininni. „Fyrst í kringlu- kasti. Maður var í öllu þarna úti á landi. Svo handbolta, þegar ég kom í bæinn og svo núna nýlega í bogfimi.“ Að loknum grunnskóla hélt Björn til Reykjavíkur þar sem hann fór í Fjölbrautaskólann í Ár- múla á íþróttabraut. „Ég ætlaði að fara í íþróttakennaranám, það voru ákveðin áhrif sem íþrótta- kennari á Grundarfirði hafði á mig. Í lok íþróttatíma einhvern tímann tók hann okkur í svona heimspekilegt spjall og ég ákvað að fara þá leið.“ Björn var lagður í einelti sem barn og telur hann það hafa mót- að hann mikið sem einstakling. „Ég var eineltiskrakki svo maður hafði ekkert svigrúm til að vera til vandræða. Eineltið hófst svona um átta ára aldurinn og stóð eitt- hvað fram eftir aldri. Það var hitt og þetta sem olli, til dæmis Leví- -nafnið og líka þar sem ég var oft nýi krakkinn á svæðinu þar sem ég var mikið á flakki. Maður varð alveg utangarðs og ekki með fjöl- skyldu á svæðinu, bakland eða þvíumlíkt. Það var ansi röff.“ Telur þú að eineltið hafi mót- að þig mikið sem einstakling? „Rosalega mikið. Þetta var svo óréttlátt og það er dálítið þannig sem spólar upp réttlæt- iskenndina hjá manni og ger- ir það að verkum í seinni tíð að þegar maður verður vitni að álíka óréttlæti þá segir maður nei, það kannski sést svona svolítið á mér, en það er eiginlega þaðan sem það kemur. Maður sér sjálf- an sig sem góða manneskju í dag en hugsar, væri ég það ef ég hefði ekki lent í þessu? Væri ég önnur manneskja ef ég hefði ekki lent í þessu og myndi mér líka við þá manneskju?“ Heiðarleiki barna Eftir framhaldsskóla voru það menntavísindin sem heilluðu. „Ég fór svolítið í menntavís- indi fyrst. Fyrsta starfið mitt eft- ir framhaldsskóla var starfsmað- ur á leikskóla. Þar eiginlega ólst ég svolítið upp með krökkunum. Þar hitti maður fyrst aftur heiðar- legt fólk. Börnin eru einlæg og segja það sem þau meina. Það er ástæða þess að ég segi oft að ég myndi frekar vilja fá fimm ára krakka á þing en fólkið sem er þar núna. Það er vinsælt fyrirbæri á internetinu í dag sem kallast „út- skýrðu þetta eins og ég sé fimm ára“ en það er nokkuð sem þarf að gera í stjórnmálum. Þingmenn eiga ekki að vera sérfræðingar í öllu, það á að vera hægt að út- skýra fyrir almenningi og þing- mönnum með skiljanlegum hætti hvað er að eiga sér stað.“ Tölvunarfræðin heillaði Björn einnig. Hann fór í kvöldskóla og lærði tölvufræði, byrjaði í grunn- námi í Kennaraháskólanum en færði sig svo alveg út í tölvunar- fræði í háskólanum og í kjölfarið fór hann í doktorsnám erlendis „ÞETTA ER SPILLING OG ÞETTA BER AÐ TAKA ALVARLEGA“ n Þingmenn eru nettröll í morfískeppni n Neitar að klæða sig upp í virðingu og vill ekki vera í skóm á þingi n Segir spillingu á Alþingi Erla Dóra erladora@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.