Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Qupperneq 2
2 27. september 2019FRÉTTIR atriði sem þú vissir ekki um ríkislögreglustjóra Mikill styr hefur staðið um störf og embætti Haraldar Johannes­ sen ríkislögreglustjóra undan­ farnar vikur. Haraldur steig fram í umdeildu viðtali í Morgunblað­ inu sem leiddi til þess að í dag hafa átta af níu lögreglustjórum landsins lýst yfir vantrausti á hann sem og Landssamband lögreglumanna. Haraldur hefur þó neitað að stíga til hliðar af sjálfsdáðum. DV tók af því tilefni saman fimm lítið þekkt atriði úr ferli Haraldar áður en hann varð einn umdeildasti embættismaður landsins. Haraldur lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 22 ára gamall (1976) og lögfræðinámi frá Háskóla Íslands 29 ára (1983). Hann útskrifaðist með II. einkunn í lögfræði, eða 7,16. Þegar Haraldur kom heim frá Flórída var hann atvinnulaus en komst í starfsnám hjá ÍSAL í gegnum Versl- unarráð Íslands, og var þar eini starfsneminn sem hafði þegar lokið háskólaprófi. Að starfsnámi loknu var hann ráðinn inn sem ráðunautur fram- kvæmdastjórnar. Hann nam afbrota- fræði við Florida State-háskólann í Tallahassee, Flórída, í sömu borg og Hilmar Skagfield, góðvinur föður hans, var með ræðismannsskrifstofu sína. Engum sögum fer af hvort Haraldur hafi lokið náminu. Árið 1986 stofnaði Haraldur fyrirtækið Íslensk listmiðlun með Ólafi Kvaran, Gunnari B. Kvaran, þá titlaður sem lögfræðingur, en ekki lögmaður Ári síðar þegar Haraldur var skipaður varamaður í Barnaverndarráð Íslands var hann þó titlaður lögmaður og starfaði svo sem slíkur hjá nýstofnuðu emb- ætti ríkislögmanns til 1988. Þann 27. september, 1590, andaðist Urban VII páfi aðeins þrettán dögum eftir að hafa verið tilnefndur. Honum entist ekki aldur til að verða krýndur. Urban VII hét Giovanni Battista Castagna og fæddist 4. ágúst árið 1521 í Róm. For- eldrar hans tilheyrðu aðlin- um og státaði Giovanni af ágætlega farsælum ferli hvort tveggja innan stjórnsýslunnar og kirkjunnar. Þrátt fyrir stutta viðveru í embætti páfa afrekaði hann að koma á reykingabanni, því fyrsta opinbera í heimi. Bann- aði hann alla notkun tóbaks „í fordyri kirkju eða inni í kirkju, hvort sem það væri tuggið, reykt í pípu eða tekið í nefið.“ Urban VII hugðist ekki taka þá vettlingatökum sem bannið brytu því refsingin var hvorki meira né minna en bannfær- ing; útskúfun úr kirkjulegu samfélagi, sem í þá daga var eitthvað sem taldist ekki létt- vægt. Urban VII var þekktur fyrir gæsku sína og velgjörðir í þágu fátækra. Hann styrkti bakara í Róm svo þeir gætu selt brauð undir kostnaðarverði. Slíkt hið sama gerði hann varðandi ýmsar framkvæmdir innan Páfaríkjanna, sem þá voru. Eftir því var tekið að Urban VII var fullkomlega mótfall- inn frænddrægni og lagði blátt bann við slíku innan stjórn- sýslu páfadóms. Það var ekki elli sem gerði Urban VII jafn skammlífan í embætti og raun bar vitni heldur dró malaría hann til dauða. Þetta vafasama met hans hefur ekki enn verið slegið. Fyrra met átti Celestine IV páfi, en hann andaðist 10. nóvember, 1241, 16 dögum eftir tilnefningu og missti, líkt og Urban VII, af eigin krýn- ingu. Á þessum degi, 27. september Celestine IV Urban VII Friðar- teikningar barna prýða hringleika- húsið fræga n Friðarhlaupið flutti teikn- ingarnar frá Íslandi til Ítalíu n Tilgangur að efla frið, vin- áttu og skilning U m síðustu helgi voru til sýningar yfir fimm þús- und friðarteikningar barna frá um 128 lönd- um í hinu víðfræga hringleikahúsi Colosseum í Róm. Þar á meðal voru teikningar barna frá Ís- landi. Tilefni sýningarinnar var alþjóðlegur friðardag- ur Sameinuðu þjóðanna þann 21. september. Verk- efnið nefndist Litir friðar og er um að ræða heimsins stærstu og fjölþjóðlegustu sýningu á slíkum teikning- um. Það voru fulltrúar frá Friðarhlaupinu, Sri Chinmoy Oneness Home Peace Run, sem tóku á móti teikning- um íslenskra barna og sendu áfram til Ítalíu. Friðar- hlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem fer fram um allan heim. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning milli manna og menningarheima. Yfir 100 lönd taka þátt í hlaupinu í öllum heimsálfum. Friðarhlaupið er nú að taka saman teikningar fyrir sýninguna á næsta ári og heimsótti því grunnskólann í Þorlákshöfn síðastliðinn mánudag þar sem nemend- ur 6. bekkjar afhentu teikningar sínar í íþróttahúsinu. Litir friðar Mynd/Scry Chinmoy Oneness-Hime Peace Run. Krýsuvíkurleiðin Friðarhlaupið hófst um síðustu helgi til að fagna alþjóðlegum friðardegi Sameinuðu þjóðanna. Stór stund Nemendur 6. bekkjar grunnskólans í Þorlákshöfn afhenda myndir fyrir sýninguna á næsta ári. Mynd: Nirbhasa Magee

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.