Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Síða 9
KYNNING Inntaka á glúk­ ósamíni eykur framboð þess í líkam­ anum sem þýðir að viðgerðarhæfni hans eykst umfram það sem annars væri mögulegt. Hrönn Hjálmarsdóttir Eitt af algengustu vandamálum stoðkerfisins eru verkir í liðum. Mismunandi er í hvaða liðum verkirnir eru en oft eru það hnén eða fingurnir sem láta mest finna fyrir sér. Margir hafa líka verki í mjöðmum, ökklum eða öðrum liðum en sama hvar er þá skal ávallt hafa í huga að kyrrseta er aldrei til bóta og það er ýmis- legt hægt að gera til að láta sér líða betur. Leiðir til úrbóta Það er ýmislegt í lífsstílnum sem hefur áhrif á liðheilsu og því er um að gera að huga vel að ákveðnum þáttum sem geta haft jákvæð áhrif og jafnvel dregið úr verkjum. Þar ber helst að nefna mataræði og hreyfingu. „Mikilvægt er að borða sem mest af hreinni fæðu og taka inn bæði D-vítamín og ómega-3,“ segir Hrönn Hjálmarsdóttir, heilsu- markþjálfi hjá Artasan. „Sykur er alltaf slæmur og getur oft verið orsök liðverkja. Gott ráð er að taka hann alveg út sem og að draga sem mest úr brauðmeti og því sem inniheldur einföld (og oftast nær- ingarsnauð) kolvetni. Mín reynsla er sú að þegar við einblínum á að borða eingöngu hreina fæðu, getur það haft gríðarlega jákvæð heilsu- farsleg áhrif. Borða sem mest af ávöxtum, grænmeti, fræjum, hnetum, berjum og baunum ásamt því að borða egg, kjöt og fisk eins og hentar. Hver og einn verður þó að hlusta á eigin líkama og velja matvæli sem henta. Þegar við tökum mataræðið í gegn getur það leitt til þess að við létt- umst, sem er í f lestum tilfellum jákvætt því ofþyngd reynir meira á liðina. Ofþyngd leiðir oft af sér hreyfingar- leysi eða minni hreyfingu en annars og þannig myndast víta- hringur þar sem þyngd, verkir og hreyfingarleysi ýta undir hvert annað,“ segir Hrönn. „Stundaðu hreyfingu við hæfi og styrktu vöðvana kringum liðina. Köld böð geta hjálpað en númer 1, 2 og 3 er að hafa mataræðið í lagi því það sem við látum ofan í okkur hefur lang- mestu áhrifin á líðan okkar.“ Glúkósamín í lausasölu Glúkósamín er nú loksins leyft í lausa- sölu hér á landi en fjölmargir læknar hafa um langa hríð mælt með því fyrir bætta liðheilsu. „Glúkósamín er amínósykra sem þýðir að það er gert úr prótínsameind sem blönduð er við sykursameind. Líkam- inn framleiðir sjálfur glúkósamín en sú framleiðsla minnkar þó með aldrinum. Inntaka á glúkósamíni eykur framboð þess í líkamanum sem þýðir að viðgerðarhæfni hans eykst umfram það sem annars væri mögulegt,“ útskýrir Hrönn. Glukósamín og kondrotín bætiefnablanda Glucosamin & chondroitin comp- lex frá Natures Aid er magnað liðbætiefni þar sem tekið er á fjölmörgum þáttum sem tengjast liðverkjum. Auk glúkósamíns inni- heldur þetta bætiefni kond rótín súlfat sem er byggingarefni brjósks og eru þessi tvö efni því afar góð blanda fyrir liðina en dags- skammtur inniheldur 1000 mg af glúkósamíni og 200 mg af kond- rótíni ásamt engifer, túrmerik, C-vítamíni og rósaldini (rosehips). Engifer og túrmerik eru þekkt fyrir bólgueyðandi eiginleika og C-víta- mín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi brjósks. Í hverjum dagskammti er einnig 25 mg af rósaberjum (rosehips). Þegar rósaberin eru unnin eru ákveðin efni í þeim enn til staðar og hafa flestar rann- sóknir sýnt fram á að þau dragi úr verkjum og stífleika og auki virkni fólks með slitgigt. Vinnur saman „Misjafnt er hvað hentar til að vinna bót á liðvandamálum og verkjum en fjölmargir notast við liðbætiefni ýmiss konar. Ég tel að samhliða heilbrigðu mataræði og réttri hreyfingu, komi Glucosamin & Chondroitin complex sterkt þar inn og ég held að það geti gert stór- kostlega hluti,“ segir Hrönn. Nýtt fyrir liðina loksins á Íslandi! Glúkósamín, sem hefur verið eitt vinsælasta liðbætiefnið erlendis um langa hríð, fæst nú í bæti- efnaformi hér á landi. Það eykur viðgerðarhæfni líkamans og getur dregið úr liðverkjum. Glúkósamín er nú loksins leyft í lausasölu hér á landi en fjölmargir læknar hafa um langa hríð mælt með því fyrir bætta liðheilsu. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. 2mánaða skammtur PRÓGASTRÓ GULL innheldur gall- og sýruþolna mjólkursýrugerla með asídófílus sem margfaldar sig í þörmunum. Öflugir gerlar bæta þarmaflóruna og eru góðir gegn: • Meltingarvandamálum • Magaónotum • Uppþembu • Erfiðum hægðum • Sveppasýkingum • Húðvandamálum • Andlegri vanlíðan 1 hylki á dag – 2 mánaða skammtur Án: mjólkurafurða, glúteins, gers, soya og rotvarnarefna Öflugur asídófílus Progastro Gull 5x10 NEW copy.pdf 1 18/12/2017 12:48

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.