Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 27
Jóla- og villibráðahlaðborð27. september 2019 KYNNINGARBLAÐ Jólamatseðill Kol og sívinsæl villibráðarsúpa Veitingastaðurinn Kol opnaði dyr sínar fyrir sex árum síðan. „Frá árinu 2014 höfum við boðið gestum okkar upp á jólamatseðil og í ár verður hann með svipuðu sniði og undanfarin ár. Villibráðarsúpan okkar vinsæla verður að sjálfsögðu á boðstólum og svo fylgja í kjölfarið gómsætir réttir með hæfilegu jólaívafi,“ segir Gunnar Rafn Heiðarsson, einn eigenda Kol Restaurant. Aðrir eigendur eru Óli Már Ólason, Andri Björn Björnsson og Sævar Lárusson. Kol minnir á jólin Jólin á Kol byrja hátíðlega þann 21. nóvember og standa fram til 23. desember. „Við pössum okkur á að vera ekkert að jóla yfir okkur eða gesti okkar. Staðurinn er smekklega skreyttur í anda jólanna og nokkurn veginn fimmta hvert lag á spilunarlistanum er jólalag. Það er vel hægt að finna fyrir jólaandanum á Kol en við virðum líka þá sem eru með smá ofnæmi fyrir jólunum. Hingað eru allir velkomnir. Maturinn minnir sömuleiðis á jólin án þess að vera nákvæmlega það sem fólk er sjálft með í matinn á jólunum. Hugmyndafræðin á bak við matseðilinn er þá að blanda saman einfaldlega góðum hráefnum við hluti og bragð sem fólk tengir við jólin. Þannig náum við að setja okkar „tvist“ á jólin. Samhliða jólamatseðlinum er svo hægt að panta af hefðbundna matseðlinum.“ Þann 21. nóvember lendir jólakokteill Kol á barborðinu með pomp og prakt. „Við erum alltaf með einn til tvo jólakokteila í boði sem og heitan jóladrykk sem er okkar eigin útúrsnúningur á jólaglöggi.“ Villibráðarsúpa sem slær árlega í gegn „Við byrjum að vanda á villibráðarsúpunni okkar víðfrægu, en súpan er það vinsæl að margir hafa forvitnast um hvort hægt sé að kaupa af okkur pott af súpunni fyrir jólaboð. Það er sjaldgæft að við höfum mikinn aukatíma í að skella í aukapotta af súpu en við látum uppskriftina fúslega af hendi til þeirra sem vilja búa hana til sjálfir.“ Næst á eftir villibráðarsúpunni er jólaplattinn borinn fram. „Þetta er stór forréttaplatti með ýmsu góðgæti úr sjó og lofti og af landi. Þá erum við með grafna rjúpu og tvíreyktan hangikjötstartar ásamt ýmsu gómsætu fiskmeti. Þá er graflaxtartar með sýrðum lauk og sinnepssósu, grillaðar tígrisrækjur, laxaceviche, kolaður túnfiskur og íslensk bláskel. Í aðalrétt berum við fram hreindýrafillet og andarconfit með sætkartöflu- og svarthvítlauksmauki, steiktum sveppum og möndlum, rósmarín-kartöflumús og rósmarín- velutésósu. Fyrir þá sem vilja frekar fara í fiskinn er hægt að velja laxinn okkar í aðalrétt.“ Dýrindis piparkökuostakaka með rauðeplasorbet, möndlum og tilheyrandi slær svo botninn í þennan girnilega jólamatseðli hjá Kol. Jólin í hádeginu Jólamatseðillinn á Kol er í boði öll kvöld fram að 23. desember, en í hádeginu er seðillinn með örlítið breyttri áherslu. „Við byrjum að sjálfsögðu á villibráðarsúpunni. Næst kemur léttur forréttur sem samanstendur af tvíreyktum hangikjötstartar og graflaxi. Í aðalrétt er ljúffeng purusteik og svo er piparkökuostakakan í eftirrétt. Jólahádegin hjá Kol eru afar eftirsótt hjá smærri fyrirtækjahópum sem og vinahópum sem langar að hittast aðeins fyrir jólin.“ Kol er opið alla daga fram til 23. desember. Lokað er 24. og 25. desember en staðurinn opnaður aftur 26. desember. „Þá berum við aftur fram hefðbundna seðilinn. Fólk er nú þegar byrjað að bóka jólamatseðilinn hjá okkur, af þeim pöntuðu þónokkrir í desember í fyrra.“ Kol er staðsettur að Skólavörðustíg 40, 101 Reykjavík Bókaðu borð á vefsíðu staðarins, kolrestaurant.is Fylgstu með á Facebook: Kol Restaurant Twitter: @kolrestaurant Sími: 517-7474. Vefpóstur: info@kolrestaurant.is Myndir: Gunnar Rafn Heiðarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.