Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Page 35
Rafiðnaðarblaðið27. september 2019 KYNNINGARBLAÐ RAFMAGNSVERKSTÆÐI JENS OG RÓBERTS: Fagmenn á sviði raftækni Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts er fyrirtæki sem leggur ríka áherslu á að veita viðskiptavinum sínum alhliða þjónustu. Hvort sem þú þarft að fara í smá lagfæringar eða meiriháttar breytingar þá eru þeir með lausnina. Víðtæk þjónusta Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts var upphaflega stofnað árið 1987 af Jens Pétri, en árið 2006 sameinuðu hann og sonur hans, Róbert Einar, krafta sína og stofnuðu þá Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts. Rafmagnsverkstæði þeirra veitir mikla þjónustu á sviði raftækni. „Við erum í flestu sem tengist rafmagni, allt frá nýbyggingum, þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga, brunavarnarkerfi, aðgangskerfi og margt fleira,“ segir Róbert Einar. Stærsti hluti verkefna þeirra varðar þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki, þó svo að inni á milli sé líka vinna við nýbyggingar. Þeir feðgar hafa víðtæka reynslu á sviði raftækni og veita ráðgjöf í flestu sem spurt er um. Þeir vinna mikið við að að finna lausnir á vandamálum og veita ráðgjöf varðandi breytingar á húsnæði, til dæmis lýsingu, lagnaleiðum og fleira í þeim dúr. Fá fagmann í verkið Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts leggur mikla áherslu á að tryggja ánægju viðskiptavina með vönduðum vinnubrögðum, trausti og áreiðanleika í viðskiptum. Kostirnir við að láta fagmenn vinna verkið eru ótvíræðir. Oft á tíðum er það ekki alltaf ódýrast til að byrja með, en þegar upp er staðið þá má spara háar fjárhæðir með því að fá fagmenn í verkin. Hægt er að hafa samband við Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts í síma 899-9554 (Róbert) eða senda tölvupóst á robbiraf@simnet.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.