Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Page 47
FÓKUS - VIÐTAL 4727. september 2019 var mikil spenna á setti og um- hverfið og fordómarnir sem við fengum hjálpuðu alls ekki. Svona vandræði eru ekki heillandi á neinn veg, en þau eru nauðsynleg til þess að hægt sé að koma verki til skila.“ Bíóið í útrýmingarhættu Katja veltir fyrir sér framtíð kvik- myndaformsins og bíóupplifunar eins og hún leggur sig, hvort yngri áhorfendur séu almennt farnir að sýna þeirri athöfn minni áhuga; að setjast í opinn sal og njóta góðrar kvikmyndaupplifunar með ókunn- ugu fólki. „Hvernig getum við fengið áhorfendur til að horfa aftur á öðruvísi bíómyndir í kvikmynda- húsum frekar en bandarískt af- þreyingarefni? Hefur eitthvað upp á sig að reyna? Ættum við frekar að hugsa út fyrir þann ramma og finna nýjar leið til að gefa út listrænar kvikmyndir?“ spyr framleiðandinn og segir það ljóst að ungmenni séu ólíklegri til að njóta listrænna mynda, eða kvikmynda almennt í bíósal og kjósi frekar spjaldtölv- ur, síma og streymisveitur. „Þegar ég fer í kvikmyndahús vil ég vera flutt í annan heim og skemmta mér. Heima í stofu sækist ég meira í sjónvarp,“ segir Katja. „Svo er spurning með verðið í bíó. Það gæti verið til of mikils mælst ef unglingar eru stöðugt að velja á milli þess sem er í kvik- myndahúsum, þannig að eðlilega er samkeppnin mikil, en sem bet- ur fer hefur verið að opnast góður flötur fyrir stærra efni með öðrum leiðum, til dæmis streymisveitum. Það vantar svo sannarlega ekki úrvalið af efni sem er í boði, held- ur snýst þetta meira um hvar á að leita.“ Danskan breytti öllu Hvernig varð kvikmyndagerðin fyrst fyrir valinu? „Ég ætlaði mér í raun aldrei að verða kvikmyndagerðarkona, og þaðan af síður framleiðandi, en fagið valdi mig og áætlanirn- ar stækkuðu og stækkuðu,“ svar- ar Katja og bætir við að hún hafi upphaflega nánast slysast inn í starf framleiðanda. „Þegar ég bjó í Berlín á yngri árum vann ég sem aðstoðar- maður framleiðenda fyrir fyrir- tæki sem reyndar kom illa fram við mig, en kenndi mér margt. Svo flutti ég til Nýja-Sjálands til að komast burt frá því og komst að því að ég var skyndilega farin að finna fyrir fráhvörfum frá þess- um bransa. Þá ákvað ég að sækja um alls konar stöður og eina fyrir tækið sem sýndi mér áhuga var danska framleiðslufyrirtæk- ið Zentropa. Einu fyrirmælin sem ég fékk þar voru: „Lærðu dönsku og þá færðu vinnu.“ Þá lagði ég áherslu á það næstu þrjá mánuði að læra dönsku og fékk stöðu sem aðstoðarmaður. Hægt og rólega fór ég að framleiða stuttmyndir í frítíma mínum og þá small allt framhaldið saman. Þegar ég byrj- aði langaði mig til að gera listræn- ar myndir, þessar sem færu inn á þessar klassísku kvikmyndahá- tíðir – Toronto, Berlinale, Cannes, allt svoleiðis. Núna hefur þetta breyst og ég stuðla meira að sýn gefins leikstjóra og markmið- ið er að vinna verkefni sem gera listrænar myndir að afþreyingar- myndum, sem er spennandi millivegur. Það besta við mína vinnu er annars vegar að veita ráðgjöf og hins vegar innblástur,“ segir hún. Ísland, hestar og loftslagsmál næst á dagskrá Um þessar mundir vinnur Katja að kvikmynd í fullri lengd sem gerð er fyrir meira fjármagn en hún er vön og fjallar um mál- efni sem er mikið í umræðunni. Myndin heitir The Dying Branch og situr danska leikstýran Annika Berg við stjórnvölinn, en þær Katja unnu áður saman við Team Hurricane. Að sögn framleiðand- ans er þetta kvikmynd sem sýnir hvernig mannfólk er verk náttúr- unnar og snýr myndin að lofts- lagsmálsmálum. „Þetta er mynd sem sýnir hvernig náttúran berst alltaf á móti á meðan manneskjan verður alltaf fyrr til að deyja út.“ Fyrir utan að hafa unnið mikið í Danmörku og Þýskalandi hefur framleiðandinn starfað meðal annars í Frakklandi, Rússlandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Úkraínu og á Nýja-Sjálandi. Það fylgir starfinu að ferðast víða og er hún öllu vön í slíku, en Katja seg- ir, án þess að hugsa sig um, að Ís- land sé á meðal allra uppáhalds- staða hennar í heiminum. Segist hún þó vera hlutdræg sökum þess að hún sé mikil hestamanneskja en hún á sjálf tvo íslenska hesta. Um það sem heilli hana mest og sé aðalástæða þess að hún ákvað nýverið að framlengja heimsókn sína umfram RIFF-há- tíðina, segir Katja: „Ég ferðað- ist eitt sinn hringveginn og hafði sjaldan upplifað náttúru í hreinni mynd. Auk þess dýrka ég birtuna og litina. Ferðin þá var hin dá- samlegasta; róin og kyrrðin var svo mikil og ég fann fyrir mikl- um mun á sjálfri mér eftir ferðina, bæði líkamlega og andlega. Ég myndi aftur á móti ekki taka mig vel út um miðjan hávetur þegar birtan öll farin.“ n „Aðferða- fræði mín gengur út á það að ögra“ The Orphanage (2019) Fjölhæf Katja stuðlar að hugmyndaríkum lausnum og nýjungum í kvikmyndagerð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.