Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Qupperneq 53
FÓKUS 5327. september 2019 Uppruni áhrifavaldanna Fylgjendur á Instagram: 43.000S unneva Einarsdóttir hefur átt mikilli velgengni að fagna á Instagram. Hún birti fyrstu myndina á miðlinum árið 2012 og var þá eins og meðal Jóninn, með nokkur læk á hverri mynd. Það var svo árið 2017 sem fylgjendafjöldinn fór að aukast fyrir alvöru, ári eftir að hún útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Sund. Eftir útskrift ákvað hún að taka sér ársfrí frá námi og réð sig sem samfélagsmiðlastjóri hjá um- boðsskrifstofunni Eylenda. Um mitt ár 2017 var hún komin með hátt í sextán þúsund fylgjendur á Instagram. „Ég hef alltaf verið mjög virk á Instagram frá því að ég byrjaði árið 2012 og hef síðan þá verið dugleg að pósta myndum úr daglega lífinu. Instagramið mitt hefur stækkað mikið á sama tíma og þessi miðill hefur orðið vin- sælli. Ég byrjaði að taka eftir að fylgjendum fjölgaði frekar hratt í fyrra og flæðið á síð- unni er búið að verða meira og meira sein- asta árið,“ sagði hún í viðtali við Smartland árið 2017. Þeir sem hafa áhuga á snyrtivörum hafa stutt dyggilega við bakið á Sunnevu og árið 2018 bauð snyrtivörufyrirtækið Inglot henni út til Las Vegas þar sem hún hitti sjálfa Jenni- fer Lopez. „Það er í raun draumur allra áhrifavalda að fá að fara í svona brandtrip eins og þetta er kallað, og fá líka að hitta J-Lo í leiðinni er frábært. Ég var ekki að trúa þessu allan tímann. Við töluðum um nýju línuna og ég hrósaði henni fyrir hana. Henni fannst mjög magnað að vera frá Íslandi. Hún vissi af mér, teymið hennar þurfti að samþykkja mig til að ég mætti fara út. Við vorum mjög fá sem Fylgjendur á Instagram: 16.400 V eiðimaðurinn Snorri Rafnsson, bet-ur þekktur sem Vargurinn, byrjaði á Instagram árið 2016 en fylgjenda- fjöldinn margfaldaðist árið 2017, sérstaklega þegar hann birti myndband af sér að hoppa af jeppa á trampólín og þaðan út í sjó. Áður en Vargurinn byrjaði á Instagram var hann vinsæll á Snapchat og vakti athygli fyrir að sýna frá lífi sínu sem veiðimaður. Hann veiðir að mestu leyti mink, en einnig önnur dýr og hefur oft komist í fréttirnar fyrir að bjarga dýrum í neyð. Snorri er Ólsari í húð og hár og búsettur í Ólafsvík á Snæfellsnesi. Hann er mjög hrifinn af Ólafsvík og er veiðieðlið í blóð borið. „Allir mínir forfeður eru veiðimenn og ég var ungur byrjaður að veiða fisk með pabba. Við áttum svo hund sem segja má að hafi ýtt okkur í minkaveiðina. Hann var mikill veiðihundur án þess að vera þjálfaður sérstaklega í það eða það hafi verið ætlunin. Þegar við fórum með hann í fjöruferðir var hann alltaf strax farinn að leita að minkum. Það má einnig segja að hann hafi kveikt áhuga minn á veiði- hundum. Þegar hann drapst vildu mamma og pabbi ekki fá nýjan og ég var alveg veikur í að eignast hund og keypti mér sjálfur hund um leið og ég gat,“ sagði Snorri í viðtali við Skessuhorn árið 2017. Snorri hefur gert það gott sem áhrifavaldur og var tekjuhæstur í greininni árið 2018 með tæplega eina og hálfa milljón á mánuði. Fylgjendur á Instagram: 27.300 C amilla Rut, eða Camy Klikk, byrjaði á Snapchat þegar hún var að koma sér upp úr fæðingarþunglyndi eftir að hafa eign- ast sitt fyrsta barn árið 2015. „Ég fékk rosalegt fæðingarþunglyndi og átti mjög erfitt fyrstu mánuðina. Í orlofinu hafði ég gaman af því að fylgjast með öðrum á samfélagsmiðlum og fljótlega kvikn- aði sú hugmynd að kannski hefði fólk áhuga á því sem ég hefði að segja,“ sagði Camilla í forsíðuviðtali við Vikuna í fyrra. Camilla fetaði í fótspor vinkonu sinnar, Sólrúnar Diego, í byrjun þessa árs – hætti á Snapchat og lagði þungann í Instagram. Camilla er mikil söngkona og má rekja gospeláhuga hennar til tíma hennar í trúarsöfnuðinum Krossinum, en Gunnar Þorsteinsson í Krossinum er afi hennar. „Það að vera í Krossinum átti mikinn hlut í mínu þroskaferli. Á ákveðnu tímabili var ég frekar þunglynd og fannst sambandið við pabba minn til dæmis mjög erfitt. En ástæðan fyrir því að það var svo þægilegt að fara í Kross- inn eftir þetta uppreisnartímabil var það að ég gat alltaf mætt á samkomur og ef mér leið illa þá bara sat ég og grét og allir sýndu því fullan skilning,“ sagði Camilla í viðtali við Monitor árið 2014. Í dag starfar Camilla við tónlist samhliða áhrifavaldaframanum og hefur komið fram í ýmsum sýningum. Fylgjendur á Instagram: 33.200 T anja Ýr vakti fyrst athygli árið 2013 þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland. Í kjölfarið varð hún dugleg á sam- félagsmiðlum. Hún byrjaði á Snapchat árið 2014, eftir að hafa haldið bloggsíðunni tanjayr.com úti um nokkurt skeið. Hún opnaði Instagram-síðu árið 2012 sem varð ekki vinsæl fyrir alvöru fyrr en árið 2017. Tanja Ýr tók síðan samfélagsmiðlaveldið sitt skrefinu lengra árið 2016 þegar hún stofnaði umboðsskrif- stofu fyrir áhrifavalda, Eylenda, árið 2016 ásamt Maríu Hólm- grímsdóttur. Lítið hef- ur farið fyrir Eylenda undanfarið ár en til- gangur þess var að tengja saman fyrirtæki og fólk sem var áber- andi á samfélagsmiðl- um. Meðal áhrifavalda sem voru á mála hjá Eylenda voru Sólrún Diego, Lína Birgitta, Binni Glee og Tinna Alavis. Tanja Ýr er mikil bisnesskona og er með sína eigin snyrtivöru- línu og vasast í alls kyns öðrum viðskipta- tækifærum. Fylgjendur á Instagram: 9.366 F anney Dóra er talin vera einn af þeim áhrifavöldum sem eru hvað mest upp-rennandi og eiga nóg inni. Hún byrj- aði með bloggsíðu fyrir fjórum árum. Í kjöl- farið stundaði hún förðunarnám í Reykjavík Makeup School og byrjaði með Snapchat og Instagram sem gekk nær eingöngu út á förðun. Árið 2017 byrjaði hún að kenna í skólanum og varð „Brand Ambassador“ fyrir snyrtivörufyrir- tækið Maybelline. Hún hefur ekki aðeins vakið athygli fyrir förðunarráð og -myndir á samfélags- miðlum heldur hefur einnig opnað umræðu um líkamsvirðingu. „Ég áttaði mig á því að það skipti engu máli þó ég grennist um þessi tuttugu kíló, ég þarf að elska manneskjuna sem ég er, því ég verð alltaf ég. Hvort sem ég breytist í framtíðinni eða ekki. Þannig varð sjálfstraust mitt svo miklu betra og ég er allt önnur manneskja í dag. Fólk getur núna leitað uppi fólk eins og mig á samfé- lagsmiðlum. Það getur auðvitað leitað uppi þetta fullkomna fólk en það getur líka skoðað mig sem vil bara vera ég sjálf,“ sagði hún í viðtali við Ísland í dag í fyrra. Sunneva Eir Einarsdóttir Sunneva í dag. Mynd: Skjáskot Instagram @sunneva- einars Snorri Rafnsson (Vargurinn) Nýleg mynd af Varginum á hreindýraveiðum. Mynd: Skjáskot Instagram @vargurinn Fanney Dóra Veigarsdóttir Fanney Dóra í dag. Mynd: Skjá- skot Instagram @fanneydora Camilla Rut Rúnarsdóttir Camilla Rut hefur látið að sér kveða í tónlistinni. Mynd: Skjá- skot/YouTube Tanja Ýr Ástþórsdóttir Tanja Ýr árið 2012. Mynd: Skjáskot Instagram @ tanjayr Tanja Ýr árið 2015. Mynd: Skjáskot Instagram @tanjayr Tanja Ýr í dag. Mynd: Skjáskot Instagram @tanjayr Mynd af Sunnevu árið 2013. Mynd: Skjáskot Instagram @sunneva- einars Svona leit Sunneva út árið 2016. Mynd: Skjáskot Instagram @sunnevaeinars fengum að fara í eftirpartý inni í bún- ingsherbergi hennar,“ sagði Sunneva í viðtali við Brennsluna í apríl árið 2018.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.