Fréttablaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 6
Bankaslitum fagnað
Anne Osborn Krueger, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og Lee Buchheit,
sem stýrði samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni og síðar losun gjaldeyrishafta, voru meðal gesta for-
sætisráðherra í kvöldverði í gær til að fagna því að slitum gömlu bankanna er lokið. Fréttablaðið/anton brink
Viðskipti Þær miklu sveiflur sem ein-
kenndu hlutabréfamarkaði heimsins
fyrstu tvo mánuði ársins hafa staðn-
að í bili. Alþjóðamarkaðir hafa tekið
við sér frá því að þeir náðu lægstu
lægðum fyrir mánuði.
Frá 11. febrúar hefur FTSE 100
vísitalan í London hækkað um tæp
ellefu prósent, úr 5.536,97 stigum í
6.135,42 stig (um eftirmiðdaginn á
föstudag). Vísitalan er nú hærri en í
byrjun árs. Dax vísitalan í Þýskalandi
hefur hækkað um tæplega 12 prósent
úr 8.752,87 stigum í 9.799,48 stig, en
hefur ekki náð sömu hæð og í byrjun
árs.
Á sama tímabili hafa markaðir í
Asíu rétt úr sér á ný, en eiga langt í
land með að ná sama gengi og í byrj-
un árs. Shanghai hlutabréfavísitalan
hefur hækkað um 2,3 prósent og
Nikkei 225 í Japan um 13,3 prósent.
Bandaríski hlutabréfamarkaður-
inn náði lægð þann 11. febrúar og
hafði þá ekki verið lægri í tvö ár. Dow
Jones hefur síðan þá hækkað um tíu
prósent.
Ýmsar ástæður eru fyrir því að
markaðurinn sé farinn að róast. Olíu-
verð hefur hækkað á ný, þó að það sé
enn þá mjög lágt. Jafnframt hefur
Alþjóðaorkumálastofnunin lýst því
yfir að ýmislegt bendi til þess að
olíuverð hafi náð ákveðinni lægð og
komi til með að hækka á ný á árinu.
Annar áhrifaþáttur er að ekkert virð-
ist benda til þess að úr verði úr spáðu
gengisstríði í Kína.
Búist er við einungis tveimur stýri-
vaxtahækkunum í Bandaríkjunum í
stað fjögurra sem hefur einnig róað
markaði.
Ákvörðun Evrópubankans um að
lækka stýrivexti á fimmtudaginn í
núll prósent og auka við skuldabréfa-
kaup bankans um 20 milljarða evra í
mánuði hefur hingað til einungis haft
jákvæð áhrif á markaði. Dax hækkaði
um rúmlega þrjú prósent í kjölfarið
og FTSE 100 um tæplega tvö prósent.
Óvíst er þó um framhaldið á
hlutabréfamörkuðum. Ákvarðanir
seðlabanka Bandaríkjanna, Japans
og Evrópusambandsins á fundum
sínum í næstu viku gætu haft veru-
lega áhrif á markaðinn. saeunn@
frettabladid.is
Markaðir komnir í ró
Síðustu mánuði hafa hlutabréfavísitölur í Evrópu og Bandaríkjunum hækkað
um rúmlega tíu prósent og markaðir í Asíu tekið við sér eftir miklar lægðir.
Dow Jones vísitalan hefur hækkað um tíu prósent frá lægstu lægðum 11. febrúar.
Fréttablaðið/aFP
Ákvarðanir seðlabanka
Bandaríkjanna, Japans og
Evrópusambandsins í næstu
viku gætu haft verulega áhrif
á markaðinn.
1 2 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð