Fréttablaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 40
Tónlistarkonan Brynhildur Odds- dóttir hefur vakið nokkra athygli undanfarin tvö ár, bæði sem gítar leikari og söngvari blús- og rokksveitarinnar Beebee and the bluebirds og sem einn meðlimur Spaðadrottninganna sem gáfu út plötu með Bubba Morthens fyrir síðustu jól. Næstu vikur eru annasam- ar hjá Brynhildi en hljómsveitin gefur út nýtt lag seinna í mánuð- inum, spilar á Blús- og rokkhá- tíð Hornafjarðar í kvöld auk þess sem hún kemur fram á nokkrum tónleikum í Chicago í næstu viku ásamt Axel Flóvent og Cease- tone. Næsta sumar kemur sveit- in auk þess fram á einni stærstu tónlistarhátíð heims, Summer- fest, sem haldin er í Bandaríkj- unum. Að sögn Brynhildar er Bee- bee and the bluebirds tónlistar- verkefni sem hún byrjaði með árið 2010 og hefur unnið að síðan. „Tónlistin okkar er svo- lítil blanda af ýmsum tónlistar- stefnum, m.a. rokki, poppi og blús- og sálartónlist. Öðlingarn- ir sem eru með mér í bandinu eru Tómas Jónsson, snillingur á píanó, Rhodes og fleiri hljóðfæri, Brynjar Páll Björnsson, sá mikli bassafantur, og Ási Jóhanns, sem rokkar sándið okkar upp með góðum trommugrúvum.“ Nýtt lag tilbúið Sjálf semur Brynhildur bæði lög og texta sveitarinnar en hefur þó listrænt frelsi að eigin sögn. „Þannig leggja allir sitt af mörkum fyrir lokaútgáfuna enda sjá augu betur en auga. Eða eyru heyra betur en eyra í þessu tilfelli. Text- arnir eru blanda af sögum úr eigin lífi auk þess sem ég sem oft lög byggð á einhverri tilfinningu sem ég fæ. En ég sæki oft innblást- ur úr kvikmyndum, aðallega splatt- erum og einnig annarri tónlist.“ Fyrsta plata sveitarinnar kom út haustið 2014 og bar nafnið Burning heart. Í fyrra gáfu þau út smáskíf- una Easy ásamt myndbandi. „Nú erum við búin að taka upp nýtt lag sem ber heitið Out of the dark en það kemur út síðar í þessum mán- uði. Síðan er stefnan sett á nýja plötu síðar á árinu, jafnvel næsta haust.“ Tók niður punkta Tíminn með Spaðadrottningunum var eftirminnilegur að sögn Bryn- hildar og hún segir það hafa verið mikinn heiður að vinna með Bubba Morthens. „Hann er auðvitað al- gjört legend í bransanum og hefur svo sannarlega sett sitt mark á tón- listarsöguna. Upptökuferlið var mjög lærdómsríkt og það var frá- bært að sjá hvernig hann vinnur. Ég fylgdist auðvitað með af at- hygli og tók niður punkta. Kannski fer ég að dæla út hitturum í kjölfarið.“ Fram undan eru tónleikar í Bandaríkjunum sem Icelandair og Iceland Naturally standa fyrir þar sem Brynhildur kemur fram ásamt fleiri íslensku tónlistarmönnum. „Í sumar spilum við svo á Summerfest sem er ein stærsta tónlistarhátíð heims. Árlega koma þar fram mörg af stærstu nöfnum heims og hlökk- um við mikið til að spila þar og sjá fleiri listamenn.“ Hægt er að fylgja hljómsveitinni eftir á Facebook (Beebee and the bluebirds), Snapchat (bibiblueb- ird) og Instagram (@beebeeandt- hebluebirds) auk þess sem hægt er að hlusta fyrstu plötu sveitarinnar á Soundcloud. „Tónlistin okkar er svolítil blanda af ýmsum tónlistarstefnum, m.a. rokki, poppi og blús- og sálartónlist,“ segir Brynhildur Oddsdóttir. MYND/GÍGJA D. EINARSDÓTTIR „Í sumar spilum við svo á Summerfest sem er ein stærsta tónlistarhá- tið heims. Árlega koma þar fram mörg af stærstu nöfnum heims,” segir Bryn- hildur Oddsdóttir, söngkona og laga- og textahöfundur Beebee and the bluebirds. MYND/VILHELM Sögur úr eigiN lífi Miklar annir eru framundan hjá Brynhildi Oddsdóttur, söngkonu og gítarleikara Beebee and the bluebirds. Sveitin spilar á einni stærstu tónlistarhátíð heims í sumar og stefnt er á nýja plötu í haust. www.lyfja.is Lágmúla Laugavegi Nýbýlavegi Smáralind Smáratorgi Borgarnesi Grundarfirði Stykkishólmi Búðardal Patreksfirði Ísafirði Blönduósi Hvammstanga Skagaströnd Sauðárkróki Húsavík Þórshöfn Egilsstöðum Seyðisfirði Neskaupstað Eskifirði Reyðarfirði Höfn Laugarási Selfossi Grindavík Keflavík Amorolfin ratiopharm fæst án lyfseðils í apótekum Lyfju 20% afslátturgildir til 31. mars 2016 Amorolfin er breiðvirkt sveppalyf sem er mjög virkt gegn algengum tegundum af naglsveppum og er ætlað á bæði fingur- og táneglur. Amorolfinið smýgur úr lyfjalakkinu inn í og í gegnum nöglina og getur þar af leiðandi útrýmt sveppnum sem er illa aðgengilegur í naglbeðnum. Þar sem meðferðin er staðbundin eru aukaverkanir mjög sjaldgæfar og þá aðallega svæðisbundnar, sem er mikill kostur fyrir notandann. Amorolfin ratiopharm er einungis notað einu sinni í viku - munið að lesa leiðbeiningar í fylgiseðli. Lyfjalakk á neglur Notkunarsvið: Amorolfin ratiopharm lyfjalakk inniheldur amorolfin og er notað til meðferðar við sveppasýkingum í nöglum sem áður hafa verið greindar af lækni eða til meðferðar á endurteknum sveppasýkingum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir amorolfini eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Varúð: Forðast skal að lyfjalakkið komist í snertingu við augu, eyru og slímhúðir. Sjúklingar með undirliggjandi sjúkdóma sem eru móttækilegir fyrir sveppasýkingum í nöglum ættu að ræða viðeigandi meðferð við lækni. Slíkir sjúkdómar eru útlægir blóðrásarkvillar, sykursýki og ónæmisbæling. Sjúklingar með visnaðar neglur og ónýtar neglur ættu að ræða viðeigandi meðferð við lækni. Eldfimt. Meðganga og brjóstagjöf: Notkun lyfsins skal ákveðin af lækni. Skömmtun: Lyfjalakkið er borið á sýktar fingur- eða táneglur einu sinni í viku eða samkvæmt ráðleggingu læknis. Meðferð skal haldið áfram óslitið þar til nöglin hefur endurnýjað sig og viðkomandi svæði er læknað. Ekki ætlað börnum. Aukaverkanir: Aukaverkanir eru mjög sjaldgæfar, helst staðbundnar, s.s. neglur geta orðið mislitar eða losnað frá naglbeðnum. Lesið vandlega fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. SmPC: Mars 2014. Naglsveppir? Salvatore Ferragamo hefur snúið vörn í sókn í baráttunni við fals- aðar hönnunarvörur sem flæða inn á markaði víða um heim. Nýj- asta útspil tískufyrirtækisins er að merkja alla skó úr smiðju Ferra- gamo með örmerki en slíkt merki verður einnig að finna í hluta af veskjum ítalska tískurisans. Frá þessu greinir á fréttavef Vogue. Markmiðið er þó ekki aðeins að klekkja á svikahröppum held- ur á þetta einnig að auðvelda end- ursölu á notuðum hönnunarvör- um en stór markaður er fyrir slíkt. Þeir sem þekkja til segja að fólk sem getur eytt þúsundum dollara í veski verði þreytt á þeim eftir nokkra mánuði og selji veskin, til dæmis á eBay. Æ fleiri tískumerki eru að vakna til meðvitundar um endur- sölumöguleika vörunnar en endur- söluverðið snarhækkar ef hægt er að sanna að varan sé ósvikin. Ferragamo hefur verið ötult í baráttu sinni við falsað- ar vörur. Gerðar voru upptæk- ar 12.400 sviknar Ferragamo- vörur í fyrra sem höfðu markaðs- virði upp á 17 milljónir dollara. Ítalska tískuhúsið hefur bent á að örmerkið sjáist hvorki á skónum né veskjunum og aðeins sé hægt að lesa merkið með sérstöku tæki í fjögurra cm fjarlægð. Því sé ekki hægt að nota það til að rekja ferð- ir fólks eins og sumir höfðu áhyggj- ur af. Setja örmerki í Skó og veSki Af nýjustu tískusýningu Salvatore Ferragamo sem fram fór í Mílanó í febrúar. NORDIcpHOTOS/GETTY 1 2 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r2 F ó L k ∙ k y n n i n G a r b L a ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G a r b L a ð ∙ h e L G i n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.