Fréttablaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 94
Þýski stjörnufræðingur-inn Jóhannes Kepler varði ævi sinni í bóklest-ur og aðra nákvæmnis-vinnu. Heill áratugur hvarf ofan í ítarlega gagnaskrá Týchó Brahe um ferðir Mars. Kepler ályktaði árið 1609 að braut reikistjörnunnar væri ekki hringur, heldur sporbraut. En þessi mikla gjöf Keplers var ekki án fórna. „Þeir sem stunda mikla nærvinnu verða nærsýnir,“ ritaði Kepler árið 1611 í bókinni Dioptrics. Segja má að Kepler, sem lést sjóndapur, hafi óafvitandi fórnað sjón sinni svo við hin gætum gætum séð heiminn betur. Hann var sannfærður um að nærsýni væri afleiðing nærvinnu og fjórum öldum síðar eru vísindamenn enn að deila um orsök hennar. Tíðni nærsýni hefur aukist gríðar- lega á síðustu árum. Sumir ganga svo langt að tala um heimsfaraldur nær- sýni. Erfiðlega hefur gengið að henda reiður á umfangi vandans, enda er tíðni nærsýni afar breytileg milli landsvæða og kynstofna. Vísinda- menn á vegum Brien Holden-sjón- setursins í Sydney freistuðu þess á dögunum að varpa ljósi á þetta umfang og áætla tíðni nærsýni til árs- ins 2050. Niðurstöðurnar voru birtar í vísindatímaritinu Ophthalmology en þar eru teknar saman niðurstöður 4.288 greina um nærsýni og ljós- brotsgalla. Heimur í nærmynd Vísindamennirnir áætla að árið 2020 verði rúmlega 2,6 milljarðar manna með nærsýni, samanborið við 1,4 milljarða um aldamót. Aukningin heldur áfram næstu áratugi, þangað til árið 2050 þegar vel yfir 4,7 millj- arðar manna verða með nærsýni. Fólksfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir því að fólksfjöldi verði rúmlega 9,7 milljarðar árið 2050. Þetta þýðir að tæplega helmingur mannkyns verður með nærsýni um miðja öld (49,8%). Vísindamennirnir skoðuðu einnig tíðni nærsýni á háu stigi. Mikilli nær- sýni geta fylgt alvarlegir fylgikvillar. Aukin hætta á sjónhimnulosi og skemmdum á augnbotnum, gláka o.fl. Alvarleg nærsýni getur valdið sjónskerðingu og í versta falli blindu. Árið 2000 voru 163 milljónir með nærsýni á háu stigi (-5). Það mun fjölga jafnt og þétt í þessum hópi þangað til árið 2050 þegar tæpur milljarður manna glímir við alvar- lega nærsýni. „Af þeim rannsóknum sem til eru þá er nærsýni að aukast eigin- lega um allan heim, en þó mishratt,“ segir Einar Stefánsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs í augn- læknisfræði. „Helst er aukningin hröðust í Austur-Asíu. Kína og Asíu- löndin skera sig úr þar sem tíðnin er gríðarlega há.“ Í fangelsi nærsýni Í raun gera vísindamennirnir ráð fyrir að aukningin í Austur-Asíu verði svo mikil að árið 2050 verði 65,3 prósent fólks þar með nærsýni. Á öðrum landsvæðum verður aukningin svipuð. 58,4 prósent í Norður-Amer- íku og 56,2 prósent í Vestur-Evrópu, svo dæmi séu tekin. Kostnaðurinn 5000 4000 3000 2000 1000 0 2000 2010 2020 2030 2040 2050 Fjöldi nærsýnna og áætluð fjölgun þeirra sam- kvæmt rannsókninni. HEIMILD/AAO Mikil fjölgun nærsýnna 1406 1950 2620 3361 4089 4758 milljónir HEIMILD/AAO 1000 800 600 400 200 0 163 277 399 517 696 938 Mikil fjölgun þeirra sem verða með nærsýni á háu stigi vekur sérstaka athygli en talið er að sú þróun verði áberandi í fátækari löndum. milljónir 2000 2010 2020 2030 2040 2050 Fjölgun fólks með nærsýni á háu stigi Helmingur mannkyns verður með nærsýni árið 2050 Af hverju erum við að verða nærsýn? Mögulega er tölvunni um að kenna, en svo gæti verið að maðurinn sé ein- faldlega að aðlagast nýjum veruleika. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar mun nærsýni aukast mikið. verða nærsýn árið 2050 samkvæmt niður- stöðum rannsóknar- innar. 49,8% af þeim rannsóknum sem til eru þá er nær- sýni að aukast eigin- lega um allan heim. það er ýmislegt sem bendir til að mikil nærvinna eins og lestur og að nota tölvu eða síma, stuðli að nærsýni. Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@365.is sem fylgir þessu er síðan verulegur. Þjóðir heims verja sem stendur 202 milljörðum Bandaríkjadala á ári í meðferð við ómeðhöndluðum ljós- brotsgalla (helsta orsök hans er nærsýni). Einar bendir á að mesti kostnaðurinn felist einmitt í ómeð- höndluðum fylgikvillum. Þannig er þetta sérstaklega alvarlegt vandamál í fátækari löndum þar sem þjónusta augnlækna er af skornum skammti. Einar rifjar upp þegar öldruð kona frá Kambódíu leitaði til hans þegar hann starfaði í Bandaríkjunum. Þetta var skömmu eftir Víetnamstríðið og hún kom til Bandaríkjanna sem flóttamaður. Hún hafði verið blind alla sína ævi. Einar og samstarfsfólk hans komust að því að konan var ekki blind, heldur gríðarlega nær- sýn. „Við mældum hana og þar með sá hún í fyrsta sinn á ævinni,“ segir Einar. „Þetta er ekkert einsdæmi í fátækum löndum. Þar er verulega nærsýnt fólk. Þau fá ekki hjálpartæki og eru blind í framkvæmd. Þetta er dýrasti þátturinn.“ „Farið út að leika ykkur!” Hjá mönnum stjórnast allt af erfðum og umhverfi en erfðir útskýra ekki þessi miklu aukningu. „Það hlýtur að vera umhverfið,“ segir Einar. „Það er ýmislegt sem bendir til að mikil nærvinna eins og lestur og að nota tölvu eða síma, stuðli að nærsýni. […] Þetta er athyglisvert, því það er hægt að líta á þetta að vissu leyti sem aðlögun. Því ef maður er nærsýnn, þá sér maður auðvitað betur það sem er nær sér. En það er ekkert niðurneglt í þessu.“ Það mun reynast erfitt að stemma stigu við aukinni tíðni nærsýni. Einar bendir á að þrátt fyrir tilraunir með skurðaðgerðir og lyf er engin fyrirbyggjandi aðferð til. „Það eru vísindamenn um allan heim að rann- saka nærsýni. Menn horfa á þessar ógnvekjandi tölur og segja: „Hvernig komum við í veg fyrir þessa þróun“? Nokkrar rannsóknir gefa til kynna að svarið sé nokkuð einfalt. Ungt fólk þarf einfaldlega að leggja niður bókina, tölvuna eða símann og fara út. Ein slík rannsókn sýndi fram á að ungmenni þurfa að vera utandyra í þrjár klukkustundir á dag og í birtu sem nemur 10.000 lux, sem er venju- legur bjartur dagur. Birta í sæmi- lega lýstri kennslustofu er 500 lux. Þessi litla rannsókn mun ekki leysa vandamálið. Kepler fann lausnina í gleraugum sem hann þróaði fyrir nærsýni. Snillingar eins og Kepler eru þó ekki á hverju strái, það liggur í augum uppi. Einar Stefánsson prófessor. 1 2 . M a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r42 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð Tækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.