Fréttablaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 32
Við eigum eftir um það bil tveggja klukku-stunda flug til Fort Lauderdale í Banda-ríkjunum og Bruce Dickinson, söngvari
Iron Maiden og einn af flugmönnum
vélarinnar, þarf ekkert að hugsa sig
um þegar ég spyr hvort það sé ekki
freistandi að slaka á og láta aðra sjá
um flugið í tónleikaferðinni sem er
fram undan.
„Ég myndi sjálfsagt verða vitlaus
úr leiðindum ef ég væri bara farþegi
í fluginu,“ segir hann og glottir en
bætir svo við af meiri alvöru: „Það
er liðið eitt ár frá því læknarnir gáfu
mér grænt ljós eftir níu vikna lyfja-
meðferð og 33 skipti í geislum vegna
krabbameins í hálsi og tungu. Ég hef
aldrei haft meiri ástríðu fyrir því sem
ég fæst við en einmitt núna; fyrir
fluginu, tónlistinni og viðskiptunum.
Þetta var næstum því allt tekið frá
mér.“
Vél frá Atlanta
Við Bruce sitjum einir á efri hæð í
747 breiðþotu íslenska flugfélagsins
Air Atlanta, eða í kryppunni, sem
gerir þessa flugvélargerð eina þá auð-
þekktustu í heiminum. Félagar hans
í Iron Maiden eru komnir til Banda-
ríkjanna þannig að það er enginn
á efri hæðinni þennan fyrsta legg.
Þarna er yfirleitt viðskiptafarrými
með að minnsta kosti 26 lúxussæt-
um. Í tilefni ferðarinnar hefur þeim
verið fækkað í átta tvíbreið sæti þar
sem meðlimir hljómsveitarinnar
munu láta fara vel um sig á hljóm-
leikaferðinni. Það er að segja allir
nema Bruce. Hann hefur hugsað sér
að vera sem mest í flugstjórnarklef-
anum, eins og hann hefur verið frá
því við tókum á loft frá Cardiff-flug-
velli tæplega sjö klukkustundum
áður.
En hvernig bar það til að hljóm-
sveitin ákvað að leigja þessa tröll-
vöxnu flugvél, sem venjulega tekur
um 440 farþega en mun ekki fljúga
með mikið fleiri en 50 til 60 hvern
legg í þessari ferð?
„Ég á flugþjónustufyrirtæki í
Cardiff með félaga mínum. Atlanta
er stærsti einstaki viðskiptavinurinn
okkar og sendir á hverju ári flug-
menn í þjálfun hjá okkur. Fyrir um
tveimur árum voru nokkrir Atlanta-
menn í heimsókn og þá datt mér í
hug að spyrja hvort þeir ættu ekki
svona vél fyrir mig. Þetta var náttúru-
lega klikkuð spurning en þegar þeir
svo hringdu og sögðu já, fór boltinn
að rúlla og hér erum við.“
Gegnheill flugnörd
Tengsl Bruce við íslenska fluggeir-
ann má rekja til þess þegar hann var
flugmaður hjá breska flugfélaginu
Astreus sem flaug um árabil með
farþega Iceland Express. Bruce var
flugmaður Astreus frá stofnun 2002
og þar til félagið óskaði eftir gjald-
þrotaskiptum haustið 2011.
Fall Astreus reyndist Bruce hins
vegar engin ógæfa því það varð til
þess að hann stofnaði 2012 eigið
flugþjónustufyrirtæki, Cardiff Avi-
ation, í félagi við Breta sem höfðu
upprunalega stofnað Astreus.
Ég hafði einmitt hitt Bruce í fyrsta
skipti daginn áður í húsakynnum
Cardiff Aviation. Hann var klæddur
í einkennisbúning félagsins og gult
endurskinsvesti, eða svo til eins og
allir aðrir starfsmenn á svæðinu. Ég
trúði því varla að þetta væri mað-
urinn fyrr en við vorum formlega
kynntir. Þarna var sem sagt kominn
söngvarinn í hljómsveit sem hefur
selt yfir 90 milljón plötur og troð-
fyllir enn íþróttahallir, og jafnvel
leikvanga en virtist engu að síður
vera á heimavelli á látlausri kaffi-
stofu innan um flugvirkja og annað
starfsfólk Cardiff Aviation.
Viku seinna átti ég eftir að sjá
hann fara fullkomlega með hlutverk
rokkstjörnunnar á fyrstu tónleikum
heimsreisunnar, en þá hafði ég líka
komist að því að flugið er ekki aðeins
áhugamál og annað starf Bruce
Dickinson heldur ástríða sem hefur
átt hug hans í um tuttugu ár. Og ég
var líka búinn að komast að því að
alþýðleiki kappans var síður en svo
eitthvert leikrit. Það sýndi sig vel
þegar hann mætti einsamall kvöldið
fyrir brottför frá Wales og tékkaði sig
inn á fábrotið Holiday Inn Express
flugvallarhótelið ásamt öðrum
úr áhöfn vélarinnar frá Atlanta,
en formlega er hann starfsmaður
íslenska flugfélagsins á meðan ferðin
stendur yfir.
Fyrst trommarinn gat það
Enska þungarokkssveitin Iron Maiden lagði á dögunum af stað í tónleikaferð um sex heimsálfur í Boeing 747-400
breiðþotu frá íslenska flugfélaginu Air Atlanta og flýgur söngvari hljómsveitarinnar, Bruce Dickinson, vélinni sjálfur.
747-400 vél Atlanta er rækilega merkt Iron Maiden. Flugnúmerið er CC-666, eða stafir Atlanta og tilvísun í frægasta lag Iron Maiden, The Number of the Beast. LjósMyNd/jóN KALdAL
Bruce dickinson með flugmönnum Atlanta eftir jómfrúarferðina frá Bretlandi til
Bandaríkjanna. Ásgeir Ásgeirsson fyrir miðju og Róbert Kristmundsson til hægri.
Fyrst trommarinn gat það
Bruce er stjórnarformaður Cardiff
Aviation. Starfsmenn eru um 100 og
reksturinn hefur farið hratt vaxandi.
Félagið rekur nokkra flugherma,
þannig að heimatökin voru hæg
þegar Bruce þurfti að setjast á skóla-
bekk og læra á 747 breiðþotuna.
„Ég á milli sex og sjö þúsund flug-
tíma á þessar algengustu farþegaflug-
vélar, Boeing 757 og 737, en ég þurfti
að fara í tveggja mánaða nám til að
fá réttindi á þessa, enda er hún um
það bil tvöfalt stærri en hinar og með
fjóra hreyfla en ekki bara tvo,“ segir
Bruce og gerir stutta þögn. Mögulega
til að hlusta á hreyflana fjóra fyrir
utan gluggana en sjálfsagt frekar til
að njóta augnabliksins. Það fer ekki
á milli mála að flugvélin er honum
efst í huga.
„Boeing 747 breiðþotan er goðsögn
í heimi flugsins, Það eru stórkostleg
forréttindi fyrir mig að fá að fljúga
henni. Svona flugvél verður aldrei
smíðuð framar. Það er raunverulegt
samband milli manns og vélar í 747
sem er ekki til staðar í þessum nýju
stóru flugvélum,“ segir hann.
En hvernig stóð á því að rokk-
stjarna sem vissi ekki aura sinna tal
ákvað að verða flugmaður á hátindi
ferils síns? Bruce útskýrir að flug og
flugmenn hafi verið nærri honum frá
barnæsku. „Frændi minn og guðfaðir
störfuðu báðir fyrir breska flugher-
inn. Ég var mikið á flugvöllum með
þeim og límdi saman ófá flugvéla-
módelin. Ég var hins vegar frekar
dapur námsmaður og hélt að ég hefði
ekki sjálfur það sem til þyrfti til að
verða flugmaður.“
Ástæðu þess að sú hugmynd
breyttist segir Bruce tengjast rokk-
inu. „Já, þegar einn trommari sem ég
þekki tók flugmannspróf, áttaði ég
mig á því að ég hlyti að geta það líka.
Það vita allir hvernig trommarar eru,“
segir hann og glottir.
Bruce var 29 ára þegar hann tók
fyrstu flugtímana. Hann var staddur
í Los Angeles að vinna að sólóplötu í
fríi frá Iron Maiden. „Ég var í stúdíó-
inu á morgnana, fór í flugtíma eftir
hádegi og settist svo yfir flugbækurn-
ar á kvöldin. Þetta var frábær tími.“
Í kjölfar sólóprófsins fór hann í
atvinnuflugmannsnám í Flórída og
eftir það varð ekki aftur snúið. „Þegar
ég var kominn með réttindi til að
fljúga í Evrópu og Bandaríkjunum
var ég kominn svo djúpt í flugið að ég
ætlaði um tíma að hætta í tónlistinni
og snúa mér alfarið að flugmanns-
starfinu. En svo gat ég það ekki. Tón-
listin skipti mig of miklu máli.“
Nýorðinn bjórframleiðandi
Það er stífur hliðarvindur þegar við
nálgumst Fort Lauderdale en lend-
ingin lukkast fullkomlega hjá Bruce.
Þar með er hann búinn að bæta enn
einni línu á afrekalistann sinn.
Þessi merkilegi náungi hefur
stundum verið kallaður einn af síð-
ustu endurreisnarmönnum rokksins
vegna þess hversu óvenju fjölhæfur
hann er. Fyrir utan flugið og tónlistina
þykir hann afbragðs skylmingamað-
ur, hefur sent frá sér skáldsögur, er
að byggja upp vaxandi flugþjónustu-
fyrirtæki og nýjasta verkefnið, segir
hann mér, er að leiða fyrir hönd Iron
Maiden þróun og markaðssetningu
á bjórnum Trooper, sem er meðal
annars nýkominn á markað á Íslandi.
Merkilegast finnst mér hins vegar
að sjá hversu vel hann virðist liggja í
sjálfum sér. Þetta er náungi sem fer
um án fylgdarliðsins, sem fræga fólk-
ið er svo oft með í eftirdragi, og virtist
una sér best á spjalli við flugmennina
þá daga sem við erum á ferðinni.
Undir lok spjalls okkar á leið vestur
yfir hafið nefnir Bruce aftur að bar-
áttan við krabbameinið hafi breytt
mörgu og að honum finnist mikil-
vægt að nýta sem best þann tíma sem
honum er gefinn.
„Ég verð 58 ára seinna á árinu og
flugmenn hjá flugfélögum þurfa að
setjast í helgan stein 65 ára. Og þó
læknarnir segi mig fullkomlega lækn-
aðan af krabbanum þá veit maður
aldrei,“ segir hann.
Það vottar ekki fyrir ótta þegar
Bruce segir þetta. Þvert á móti lýsa
augun af tilhlökkun, enda er fram-
undan ferð um heiminn við stjórn-
völinn á 747 breiðþotu og ég efast
ekki eitt augnablik um að hann vill
hvergi annars staðar frekar vera.
Áhöfn frá Atlanta
Tónleikaferð Iron Maiden
5 mánuðir | 35 lönd | 6 heimsálfur
Áhöfn Bruce Dickinson flýgur
vélinni en með honum verða allan
tímann tveir flugmenn frá Atlanta
auk flugvirkja, flugfreyja og flug-
þjóna frá íslenska flugfélaginu.
Um borð Tólf tonn af sviðsbúnaði,
rótarar og annað fylgdarlið hljóm-
sveitarinnar.
Óvenjulegasta og eitt lengsta flug
ferðarinnar Frá Perth í Ástralíu til
Cape Town í Suður-Afríku. Flugið
er 11 klukkustundir og er nánast
bara yfir úthafi. Á stórum parti er
engin flugumferð á þessari leið og
ekkert talstöðvarsamband.
Jón
Kaldal
jon.kaldal@icelandmag.com
1 2 . M a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r32 h e L G I n ∙ F r É T T a B L a ð I ð