Fréttablaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 64
| AtvinnA | 12. mars 2016 LAUGARDAGUR20
Bílstjóri með meirapróf
BM Vallá óskar eftir að ráða dugmikinn og samviskusaman
bílstjóra með meirapróf á sanddælubíl fyrirtækisins í
Norðurhrauni í Garðabæ.
Starfið felst í útkeyrslu og afgreiðslu á sandi til viðskiptavina
fyrirtækisins ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
Við leitum að einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, er
skipulagður, stundvís og handlaginn. Þá þarf viðkomandi einnig
að vera kurteis og búa yfir ríkri þjónustulund.
Vinsamlegast sendið umsókn og ferilskrá á
Björn Davíð Þorsteinsson, bjornd@bmvalla.is
BM Vallá ehf.
Bíldshöfða 7
Byggingastjóri byggingaframkvæmda
Mannverk óskar eftir að ráða reynslumikinn aðila í byggingastjórn sem er tilbúin að takast á við
krefjandi verkefni og skemmtilegar áskoranir með góðri liðsheild. Byggingastjóri er staðsettur á
verkstað og hefur yfirumsjón verkþátta innan verk girðingar.
Helstu verkefni
• Fagleg yfirumsjón með byggingaframkvæmdum
• Undirbúningur og stjórnun verkefna
• Áætlanagerð, eftirfylgni og skýrslugerð
• Hönnunarrýni og samræming
• Kostnaðareftirlit
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun á sviði bygginga eða annarra mannvirkjaframkvæmda. Kostur en ekki krafa um
menntun í byggingaverkfræði eða tæknifræði
• Mikil og farsæl starfsreynsla af byggingastjórnun byggingaframkvæmda
• Góð kunnátta á office pakkann og einnig önnur forrit við áætlanagerð
• Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð kunnátta í íslensku og ensku
Mannverk – Byggingastjóri
Óskum eftir öflugum og reynslumiklum aðila
í byggingastjórn
Mannverk ehf. var stofnað á vordögum 2012. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróunarverkefnum, stýriverktöku, verkefna- , hönnunar- og byggingastjórnun ásamt almennri framkvæmdaráðgjöf.
Mannverk er ábyrgt og framsækið fyrirtæki og leggur áherslu á öfluga liðsheild. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þess www.mannverk.is
Mannverk ehf | Hlíðasmári 12 201 Kópavogi | Sími 519 7100 | mannverk.is
Nánari upplýsingar um störfin veitir Ragnhildur Helgadóttir mannauðsstjóri (ragnhildur@mannverk.is) í síma 771-1104. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið mannverk@mannverk.is.
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Umsóknarfrestur er til og með 23. mars 2016.
SÉRFRÆÐINGUR Í
ÞJÓÐHAGSVARÚÐ
Fjármálaeftirlitið óskar eftir
sérfræðingi í teymi þjóðhagsvarúðar
á greiningasviði.
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ
THE FINANCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, ICELAND
Hlutverk þjóðhagsvarúðar er að greina kerfisáhættu og þróun á fjármálamarkaði og miðla þeim upplýsingum út
á við og til annarra starfseininga Fjármálaeftirlitsins. Einnig gerir teymið tillögur um breytingar á lögum og mótar
reglur og leiðbeiningar er varða stýringu áhættu á fjármálamarkaði.
Starfssvið
• Mat á fjármálastöðugleika og kerfisáhættu
• Ábyrgð á gerð og framkvæmd álagsprófa
• Þróun aðferða við mat á kerfisáhættu og mótun þjóðhagsvarúðartækja
• Samskipti við eftirlitsskylda aðila og aðra hagsmunaaðila
• Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi
Menntunar- og hæfnikröfur
• Háskólagráða í hagfræði, viðskiptafræði, verkfræði eða sambærilegu. Framhaldsmenntun kostur
• Yfirgripsmikil þekking og reynsla af fjármálamarkaði
• Rík greiningarhæfni og gott vald á tölfræði og líkanagerð
• Þekking og reynsla af gerð og framkvæmd álagsprófa æskileg
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
• Færni í ritun og framsetningu texta á íslensku og ensku
• Góð hæfni í samskiptum og teymisvinnu
• Frumkvæði, ábyrgð og metnaður í starfi
Umsjón með starfinu hafa Bryndís Ásbjarnardóttir forstöðumaður á greiningasviði (bryndisa@fme.is) og Árni Ragnar
Stefánsson mannauðsstjóri (arni@fme.is).
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is eða á
www.starfatorg.is.
Umsóknarfrestur er til og með 29. mars nk. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.
Við leitum að
SVIÐSSTJÓRA
BÓKHALDSSVIÐS
Á bókhaldssviði Fjárstoðar starfa 7 öflugir bókarar sem
annast bókhald fyrirtækja og stofnana af ýmsum stærðum
og gerðum. Við leitum að leiðtoga fyrir þennan góða hóp.
Helstu verkefni
Verkefnastjórnun á bókhaldssviði
Þjálfun og leiðsögn starfsmanna
Innleiðing og endurbætur á ferlum
Gæðastjórnun á bókhaldssviði
Úrlausn sérhæfðari verkefna fyrir viðskiptavini
Samskipti við viðskiptavini, uppgjörsaðila og
endurskoðendur
Hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Löggilding í endurskoðun kostur
Skipulagshæfileikar og lipurð í mannlegum
samskiptum
Drifkraftur og skapandi hugsun
Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til 23. mars. Umsókn ásamt ferilskrá
sendist á umsokn@fjarstod.is.
Fjárstoð ehf.
Smáratorgi 3
201 Kópavogur
Sími 556-6000
fjarstod@fjarstod.is
www.fjarstod.is