Fréttablaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 125

Fréttablaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 125
honum. Þar leigði hann lítið rými og seldi ís og ódýrt sælgæti. 22 ára að aldri starfaði hann sem þjónn á veitinga- stað og út frá því kviknaði hugmyndin um Lakrids og segir hann hvatann hafa verið að búa til heimsins besta lakkrís. Það tók þó töluverðan tíma að koma fyrstu afurðinni frá sér enda lakkrís talsvert erfiður í framleiðslu. „Ég fékk hugmyndina í eldhúsinu hjá mömmu og byrjaði með trésleif í hendi að reyna að elda og búa eitthvað til. Ég keypti lítinn poka af Piratos frá Haribo og skoðaði innihaldsefnin til að sjá hvað þetta snerist allt um,“ segir Johan og er fljótur að játa því að lakkrís hafi alla tíð verið hans uppá- haldssælgæti.  Líkt og áður sagði tók þó talsverðan tíma að fullkomna uppskriftina en Johan stóð í fjórtán mánuði yfir pott- unum áður en hann var kominn með afurð í hendurnar sem hann var sáttur við. Þá opnaði hann fyrstu búðina í 35 fermetra rými og tveimur og hálfum klukkutíma eftir opnun var allur lakkrísinn uppseldur. Lakrids-ævin- týrið hefur heldur betur undið upp á sig síðan þá og er lakkrísinn nú seldur í tuttugu löndum og Lakrids með 14 búðir í þremur löndum og stefnan sett á að opna átta búðir á þessu ári. Lakkrísinn frá Lakrids má hér á landi meðal annars fá í Epal sem og fleiri búðum þar sem matgæðingar venja komur sínar. Johan segist þó ekki hafa haft mikinn tíma til þess að velta sér upp úr velgengninni þar sem alltaf sé nóg að gera. „Ég held að á þessum átta árum hafi ég einu sinni staldrað við og hugsað: Vá, við gerðum þetta. Það var fyrir þremur árum þegar ég heim- sótti nýju lakkrísverksmiðjuna sem við vorum nýbúin að kaupa en við keyptum 3.500 fermetra rými sem við máluðum allt svart til þess að endur- spegla búðina á  Borgundarhólmi. Þann morgun fór ég í verksmiðjuna og horfði á þessa stóru svörtu byggingu og var stoltur í tíu mínútur og svo var það bara bamm, aftur að vinna.“ Og þegar hann er spurður að því hvort hann geti gefið ungum frum- kvöðlum góð ráð er svarið einfalt: „Þú þarft að vakna á hverjum morgni og hafa góða tilfinningu fyrir því sem þú ert að fara að gera.“ gydaloa@frettabladid.is Framtíðarreikningur – í fullu gildi í framtíðinni Með því að leggja fermingarpeningana inn á Framtíðar- reikning auðveldar þú þér að láta framtíðardraumana rætast. Fermingargjafir eldast misvel og með því að spara tryggir þú að gjöfin þín nýtist í framtíðinni. Framtíðarreikningur Arion banka ber alltaf hæstu vexti verðtryggðra sparnaðarreikninga okkar og er bundinn til 18 ára aldurs. Ef 30.000 kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning leggjum við 5.000 kr. á móti. Hljómflutningstæki vinsæl fermingargjöf 1985 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 6 -0 6 1 9 Á vefsíðunni Liquorice.nu má nálg- ast fjölda uppskrifta sem innihalda lakkrísvörur frá Johan og félögum, til dæmis þennan ís sem er kjörið helgarverkefni! Fyrir 6-8 3 dl mjólk 2 dl rjómi 1 matskeið Fine Liquorice Powder frá Johan Bülow 7 eggjarauður 100–200 g fersk eða þídd jarðarber 10 myntulauf Hellið mjólk, rjóma, lakkrísduftinu og sykri á pönnu og hitið að suðu- marki. Þeytið eggjarauðurnar í skál. Haldið áfram að þeyta rauðurnar og hellið heitum vökvanum rólega yfir þær. Setjið allt aftur á pönn- una, hitið aftur rólega og hrærið allan tímann þar til blandan hefur náð 84-85 gráðu hita (notist við hitamæli). Takið af hitanum um leið og blandan byrjar að þykkna. Látið kólna í 10-15 mínútur, hellið í gegnum sigti og komið fyrir í ísskáp. Hrærið endrum og eins þar til blandan er orðin alveg köld. Blandið jarðarberjunum og myntu- laufunum saman við blönduna og hellið svo blöndunni í ísvél þar til hún er orðin þykk og rjómakennd. Geymist í frysti í tvo daga. Berið fram með ferskum jarðarberjum og skreytið með myntulaufum. Jarðarberjaís með lakkrís og myntu FréttaBLaðið/Ernir L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð 73L A U G A R D A G U R 1 2 . m A R s 2 0 1 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.