Fréttablaðið - 22.10.2015, Page 50

Fréttablaðið - 22.10.2015, Page 50
Fólk| tíska Madeline er átján ára gömul áströlsk fyrirsæta með Downs-heil- kenni. Hún vakti fyrst athygli á síðasta ári þegar fallegar myndir af henni fóru að birtast á Facebook en móðir hennar hefur alla tíð lagt áherslu á að sýna heiminum jákvæðar hliðar þess að vera með Downs. Í kjölfarið hafa Madeline og móðir hennar Rosanne vart undan að bóka verkefni um allan heim. Madeline kom fram á tískuvikunni í New York í haust. Hún gekk fyrst á svið á sýningu suðurafríska hönnuðarins Hendriks Vermeulen þar sem sýnd var vor- og sumar- línan fyrir 2016. Hún fetaði þannig í fótspor Jamie Brewer, leikkonu sem varð fyrr á þessu ári fyrsta manneskjan með Downs-heilkenni til að sýna á tískuvikunni í New York. Madeline heillaði alla með glæsileik og glaðlegri framkomu enda gaf hún áhorfendum fimmu á leið sinni út af pallinum. Madeline hefur nærri 80 þúsund Instagram-fylgjendur, yfir 3.300 áhangendur á Twitter og tæplega fimm hundruð þúsund vini á Facebook. Engir fordómar madeline stuart er nýtt nafn í fyrirsætubransanum Pantone gaf út tíu lita lista yfir liti vorsins fyrr í haust en yfir þeim efstu á listanum er róandi pastelblær. Leatrice Eiseman, framkvæmdastjóri Pantone, segir sálfræðilegar skýringar liggja að baki valinu. „Tækniframfarirnar í heiminum eru orðnar svo yfirþyrmandi að fólk hefur þörf fyrir að hægja á ferðinni og róa nærumhverfið.“ Margir tískuhönnuðir virðast taka mið af listanum en 22 prósent þeirra notuðu litinn í vor- og sumar- línum sínum sem kynntar voru fyrr í haust. Peach Echo var í öðru sæti á lista Pan- tone og mátti greina hann hjá tæplega fimmtungi hönnuða. Að sögn Eiseman hentar liturinn bæði körlum og kon- um og gefur húðinni fallegan ljóma. Litur vorsins Er róandi BurBErry rósakvars PastELvor Litur vorsins að mati sérfræðinga Pantone, sem er leiðandi í litafræðum í heiminum, er rose quartz eða rósakvars en hann dregur nafn sitt af ljósbleikri steintegund. 22 prósent tískuhönnuða notuðu litinn í vor- og sumarlínum sínum. rochas gucci ZimmErmann

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.