Fréttablaðið - 31.10.2015, Síða 4

Fréttablaðið - 31.10.2015, Síða 4
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Netverð á mann frá kr. 59.900 m.v. 2 í herbergi. Sevilla 6. nóvember í 3 nætur ST ÖK KT U Frá kr. 59.900 m/morgunmat Tölur vikunnar 26.10.2015 - 1.11.2015 207 manns standa að málsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni.1.673 Tilkynningar um vanrækslu bárust Barnavernd fyrstu sex mánuði ársins 2015. 900 milljarða höfðu 10 stærstu fyrirtæki landsins í tekjur í fyrra.150 milljónir ráðgerir þjóðkirkjan að nota til að laða til sín fleiri sálir. 240 rafmagnsbílar hafa selst á árinu. 28% samdráttur hefur verið í sjónvarps- áhorfi frá 2009. 20 ár eru liðin frá frumsýningu kvikmyndarinnar Toy sTory 6 landsliðskonur hafa leikið 100 landsleiki í knattspyrnu fyrir Ísland. kr Stofnfiskur er annað af stærstu fyrirtækjum heims í framleiðslu lifandi laxahrogna og hefur setið eitt að markaði í Síle. mynd/StofnfiSkur viðskipTi Yfirvöld í Síle hafa fyrir- skipað tímabundið innflutnings- bann á íslenskum laxahrognum. Ástæðan er veirusýking sem greindist nýlega í hrognkelsum hjá Tilraunastöð Hafrannsóknastofn- unar í Grindavík sem ætluð voru til undaneldis á seiðum sem flytja átti til Færeyja þar sem þau eru nýtt af þarlendum laxeldisfyrirtækjum til að halda niðri laxalús í sjókvíaeldi. Bannið snertir fyrirtækið Stofn- fisk beint, stærsta framleiðanda laxahrogna hér á landi, sem eitt fyrirtækja í heiminum hefur haft heimild til að selja laxahrogn til Síle. Undanfarin ár hefur heildar- sala Stofnfisks á laxahrognum til Síle verið verulegur hluti af fram- leiðslu fyrirtækisins, og þar af leið- andi tekjum. Stofnfiskur framleiddi laxahrogn fyrir vel á annan milljarð í fyrra. Í frétt Stofnfisks vegna málsins á heimasíðu fyrirtækisins er það skýrt tekið fram að um tímabundið Síle lokar á innflutning laxahrogna kjaramál Viðræður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar við viðsemjendur hefjast eftir helgi, að því er fram kemur á vef félagsins. „Nú þegar stór hópur innan BSRB hefur náð samningum við ríkið eykst bjartsýni á að gangur komist á viðræður við Reykjavíkurborg, Sam- band íslenskra sveitarfélaga og ríkið,“ segir þar. Á sama tíma kvarta skóla- stjórnendur og prófessorar ríkisháskóla undan seinagangi í viðræðum við ríkið. Væntingar eru um að vel gangi að ná samningum við þau félög sem SALEK- samkomulagið svokallaða nær til, en í því er mörkuð launastefna til ársloka 2018. Stefnan miðast við að launa- kostnaðarvísitala einstakra hópa hækki ekki á tímabilinu um meira en 32 prósent, talið frá nóvember 2013.  Þó nokkur félög standa hins vegar fyrir utan samkomulag SALEK. Bryn- dís  Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari áréttar að þótt margir samningar séu fyrir utan samkomulagið þá nái það samt til 70 prósenta  félagsmanna stéttarfélaga.  „Vissulega eru þessir hópar þarna fyrir utan sem eiga ósamið og verður bara að koma í ljós hvernig það vinnst,“ segir hún. Af þeim stéttarfélögum sem fyrir utan SALEK-samkomulagið standa eru tólf hjá Bandalagi háskólamanna (BHM) sem eiga ósamið við sveitarfé- lögin. Þar á meðal eru Félag prófessora hjá ríkisháskólum og Félag háskóla- kennara, sem á ósamið við ríkið. Innan Kennarasambandsins (KÍ) er svo ósamið við skólastjórnendur í leik- og grunnskólum, auk Félags tónmennta- kennara og Félags leikskólakennara. Þá eru ótaldir samningar sveitarfélaganna við stéttarfélög sem standa utan banda- laga, svo sem við hjúkrunarfræðinga, verkstjóra og verk- og tæknifræðinga. Kvarta undan seinagangi í kjaraviðræðum við ríkið Nokkur hópur stéttarfélaga sem enn hefur ekki verið samið við stendur fyrir utan SALEK-samkomulagið um breytta nálgun við kjarasamninga. Leiðrétta þarf samninga á almenna markaðnum, segir formaður SGS. utan SALEk-samkomulagsins standa stéttarfélög utan bandalaga, tólf innan BHm og kennarasambandið. fréttABLAðið/PjEtur Innan margra félaganna er farið að gæta töluverðrar óþreyju vegna dráttar á samningum, svo sem hjá félagi pró- fessora sem undirbýr atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir sem grípa á til í desember. Svipað er ástatt um skóla- stjóra, nema hvað þeir hafa ekki verk- fallsrétt. Í pistli á vef KÍ segir Ólafur Arn- grímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla, tilfinninguna líkt og félagið sé út undan og gleymt. „Samninganefnd sveitarfélag- anna neitar að tala við samninganefnd SÍ um nokkuð það sem hægt er að segja að skipti máli þegar samið er um kaup og kjör,“ segir hann. olikr@frettabladid.is innflutningsbann sé að ræða og standa vonir forsvarsmanna þess til að niðurstaða rannsókna yfirvalda í Síle liggi fyrir sem allra fyrst, eða í síð- asta lagi fyrir áramót. Eins er hnykkt á því að eldi hrognkelsa í Grindavík, en Stofnfiskur er samstarfsaðili Hafró í því verkefni, komi framleiðslu á laxa- hrognum í raun ekkert við og smit á milli eldisstöðva í raun illmögulegt eða útilokað. Aðeins sé um varúðar- ráðstöfun að ræða. Innflutningsbannið var sett á af Sernapecska eftir flöggun frá Alþjóðadýraheilbrigðismálastofn- uninni í París. – shá Þrír í fréttum Heimsókn, leki og nýbyggingar David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands, kom til Íslands á miðviku- dag og hélt meðal annars erindi á ráðstefnunni Northern Future sem haldin var á Grand hóteli í gær. Þátttakendur í ráð- stefnunni voru forsætisráðherrar Norðurlandanna, Bretlands og Eystrasaltsríkjanna. Sagði hann að nauðsynlegt væri að miklar breytingar yrðu gerðar á Evrópu- sambandinu. Félagsráð- gjafi á Land- spítalanum lak upplýsingum um víetnömsku hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Do til Útlendingastofnunar. Útlend- ingastofnun óskaði eftir lögreglu- rannsókn á hjónabandinu. „Að sögn umbjóðanda míns hittu þau hjónin félagsráðgjafa hjá Landspítalanum í tengslum við meðgöngu og fæðingu dóttur þeirra. Sá ráðgjafi hlýtur að hafa lekið upplýsingum til Útlend- ingastofnunar,“ segir björg val- geirsdóttir, lögmaður hjónanna. Til skoðunar er innan forsætis- ráðuneytisins að dusta rykið af gömlum hugmyndum um að reisa nýbyggingar fyrir ráðuneytin á stjórnarráðs- reitnum. stefán Thors, nýskip- aður húsameistari ríkisins, segir stöðuna í húsnæðismálum ráðuneytanna vera nokkuð erfiða enda séu þau oft dreifð og í mörgum byggingum. Samningur sem þarf að leiðrétta samþykktur Ríkisstarfsmenn í fimmtán aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins (SGS) samþykktu með tæplega 82 prósentum atkvæða kjarasamning sem undirrit- aður var 7. október síðastliðinn. Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum vinnumarkaði í vor. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, sagði hins vegar í viðtali við frétta- stofu í gær augljóst, miðað við forsendur SALEK-samkomulagsins, að leið- rétta yrði laun allra stéttarfélaga innan sambandsins upp úr áramótunum. Hann reiknar með að það geti gerst án átaka og vill ljúka viðræðum við Samtök atvinnulífsins þar að lútandi fyrir 1. febrúar. „Ef ekki næst samkomu- lag þá er uppsagnarheimild fyrir hendi. Þannig að þá fellur þetta bara ef ekki er hægt að ná samkomulagi.“  3 1 . o k T ó b e r 2 0 1 5 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.