Fréttablaðið - 31.10.2015, Síða 6

Fréttablaðið - 31.10.2015, Síða 6
StjórnSýSla Fjögur mál er varða kyn- ferðislega áreitni hafa borist sérstöku fagráði lögreglu  til meðferðar á því rúma eina og hálfa ári sem það hefur starfað og einu þeirra er enn ólokið. „Málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en heppilegt er. Við ætlum að endurskoða verklagið hjá okkur, þetta er nýtt apparat,“ segir Davíð Þór Björg- vinsson, formaður fagráðsins. Fagráðið mun koma saman í næstu viku og ræða mögulegar úrbætur. Davíð segist ekki geta gefið upp hvernig málunum hefur lokið enda sé ráðið ein- göngu ráðgefandi. Í gær greindi Fréttablaðið frá því að starfsmenn lögreglu hefðu greint frá óviðeigandi athugasemdum starfs- félaga sinna í viðtölum við Leif Geir Hafsteinsson vinnusálfræðing sem ráðinn var til að greina samskipta- vanda innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það var í kjölfar viðamikillar rann- sóknar Finnborgar Salome Steinþórs- dóttur  á starfsumhverfi lögreglumanna árið 2013 undir leiðsögn dr. Gyðu Mar- grétar Steinþórsdóttur að ríkislögreglu- stjóri ákvað að stofna fagráðið. Í rannsókninni voru lögreglumenn spurðir um kynferðislega áreitni, athugasemdir og orðróm. Niður- staða Finnborgar var að stór hluti karla og kvenna hjá lögreglunni hefði orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt hjá lög- reglunni og að konur yrðu oftar fyrir kynferðislegri áreitni en karlar. kristjanabjorg@frettabladid.is Fjögur mál er varða áreitni send til fagráðs Fagráð innan lögreglunnar stofnað til að taka á kynferðislegri áreitni á vinnustað. Stúlkur að leik Athugasemdum um líkama þinn, klæðnað eða lífsstíl sem þú kærðir þig ekki um Öðrum athugasemdum af kynferðislegum toga s.s. niðrandi tali og bröndurum sem þú kærðir þig ekki um Að orðrómi af kynferðislegum toga var komið af stað um þig Glápi eða öðru óþægilegu augntilliti af kynferðislegum toga Líkamlegri snertingu af kynferðislegum toga, s.s. klappi, klipi eða faðmlagi sem þú kærðir þig ekki um Að einhver gerðist kynferðislega áleitin(n) við þig sem þú kærðir þig ekki um og fannst óþægilegt og sem ekki fól í sér hótun eða loforð um umbun lögreglukonur verða frekar fyrir áreitni Lögreglumenn spurðir um kynferðislega áreitni á sex mánaða tímabili árið 2013 17,4% 21,6% 5,2% 5,3% 2,8% 2,5% 2,8% 20,4% 12,2% 18,4% 22,4% 10,2% karlar konur Barnaheimili á lestarstöð Stríð og óstöðugleiki hafa sent tæplega fimm milljónir barna á flótta að sögn UNICEF. Á myndinni má sjá tvær stúlkur leika sér í upphituðu tjaldi sem gert hefur verið að barnaheimili á lestarstöð í Hamborg í Þýskalandi. Sjálfboðaliðar annast börnin. Rúmlega milljón flóttamenn munu koma til Þýskalands í ár samkvæmt upplýsingum frá ríkisstjórn Angelu Merkel. Fréttablaðið/epa 3 1 . o k t ó b e r 2 0 1 5 l a U G a r D a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 71 70 7 Barcelona 20. nóvember í 3 nætur Frá kr. 58.900 Í Barcelona er auðvelt að njóta sín enda iðar þessi einstaka borg af lífi! Barcelona býður bókstaflega upp á allt sem hugurinn girnist enda er hún stórkostleg menningarborg þar sem listasöfn Miró og Picasso ber hæst. Byggingar borgarinnar fanga athyglina á hverju götuhorni, ekki síst í gamla hlutanum, Barrio Gotico, þar sem fyrstu byggingarnar risu á 13. öld. Ramblan, sem er full af lífi og fjöri, er flestum kunnug en þar má finna alls konar veitingastaði, kaffihús og bari meðfram endilangri götunni. Ekki má heldur gleyma ströndinni og ólympíuþorpinu sem hafa líka sitt aðdráttarafl. Þá er matur og drykkur hér í hæsta gæðaflokki og tapas-menningin einstök. Hægt er að finna verslanir og verslunarmiðstöðvar um alla Barcelona sem gerir hana að einstakri verslunarborg. 39.900 Flugsæti frá kr. Hotel Derby Frábært verð Frá kr. 59.900 m/morgunmat Netverð á mann frá kr. 59.900 m.v. 2 í herbergi. 2fyrir1 á flugsæti m/gistingu. Hotel Salles Pere IV Hotel 4 Barcelona Frábært verð Frá kr. 58.900 m/morgunmat Netverð á mann frá kr. 58.900 m.v. 2 í herbergi. 2fyrir1 á flugsæti m/gistingu. Frábært verð Frá kr. 58.900 m/morgunmat Netverð á mann frá kr. 58.900 m.v. 2 í herbergi. 2fyrir1 á flugsæti m/gistingu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.