Fréttablaðið - 31.10.2015, Page 8

Fréttablaðið - 31.10.2015, Page 8
Getum bætt við okkur verkefnum, litlum og stórum Erum með frábæra smiði, rafvirkja og pípara Byggingarstjórinn Sundagarðar 2. 104 Reykjavík Sími 534 1700 / 820 4410 byggingarstjorinn@internet.is Byggingarstjórinn • Byggingastjórn og eftirlit • Kostnaðaráætlanir og tilboð í verk • Löggiltur húsasmíðameistari • Matsmaður Gerum tilboð Öll Byggingavinna Vatnsstígur Bergstaðastræti La ug av eg ur Skólavörðustígur Smiðjustígur Klapparstígur trúfélög Tillögum starfshóps um aðgerðir til að auka nýliðun í þjóð- kirkjunni var vel tekið á nýafstöðnu Kirkjuþingi sem í ályktun hvatti til þess að hugmyndir hópsins yrðu teknar til greina. „Sérstaklega að aukið fjármagn verði sett í fræðslu og fjölmiðlun, að þróun og notkun félagatals verði aukin og að lögð verði áhersla á að safna saman og halda utan um alla tölfræði innan þjóðkirkjunnar,“ segir í ályktun Kirkjuþings sem jafn- framt ályktaði að mikilvægt væri að ráða sem fyrst fjölmiðla- og upplýs- ingafulltrúa þjóðkirkjunnar. „Enda er brýnt að efla kynningar- og upp- lýsingamál þjóðkirkjunnar.“ 150 milljónir í átak Eins og fram hefur komið í Frétta- blaðinu fækkaði meðlimum þjóð- kirkjunnar um átta þúsund á næst- liðnum tíu árum. Nú eru tæp 74 prósent þjóðarinnar í þjóðkirkjunni miðað við yfir 84 prósent fyrir tíu árum. Starfshópur sem finna átti leiðir til að fjölga í kirkjunni sagði að byggja ætti á þeim styrkleika sem kirkjan hefði nú þegar. Lagt var til að varið yrði 30 milljónum króna á ári næstu fimm árum, samtals 150 milljónum, í þetta átak. Einar Karl Haraldsson, sem sat í starfshópnum, sagði stofnanir á borð við þjóðkirkjuna og stjórn- málaflokka eiga í vandræðum með „samtal sitt“ við þjóðina. „Unga fólkið í landinu – þau sem eru undir 50 ára, skilja ekki hvað við erum að tala um. Þau hafa engan áhuga á því. Það er fyrst og fremst fólk yfir fimmtugu sem hugsanlega hlustar eitthvað á okkur og er eitt- hvað að botna í því hvað við erum að segja, hvernig við setjum okkar mál fram,“ sagði Einar Karl sem kvað þetta ekki aðeins vandamál kirkj- unnar heldur stofnanakerfisins í landinu. „Og við erum að verulegu leyti talin hluti af því, og réttilega, þegar prestar landsins eru að öllu laun- aðir opinberir starfsmenn, sem veldur okkur ekki síst hvað mestum ímyndarvanda. Það er það sem sagt hvort þessir menn eru fyrst og fremst embættismenn eða erindrekar fagn- aðarerindisins,“ sagði Einar Karl. Fjölgun erfið vegna innflytjenda Þótt meðlimum þjóðkirkjunnar hér fækki stöðugt eru enn færri sem nú tilheyra samsvarandi söfnuðum á Norðurlöndunum, benti Einar Karl á. „Hvernig í ósköpunum geta þá menn vænst þess að við getum farið að fjölga í þjóðkirkjunni þegar hér er töluverður innflutningur af fólki sem aðhyllist önnur trúarbrögð og unga fólkið heyrir ekki og skilur ekki hvað við erum að tala um?“ spurði hann Kirkjuþingið. Að sögn Einars Karls felast mögu- leikarnir fyrir þjóðkirkjuna í því sem snýr að nýliðun. Þar sé á ýmsan hátt hægt að gera betur. Vandi felist þó í því hversu íslenska þjóðkirkju- kerfið sé „ósveigjanlegt og hvað það er þjakað af embættisskilningi“, eins og hann orðaði það. Einar Karl sagði kirkjuna geta gert miklu betur  í að taka hugmynda- frumkvæði í umræðu á Íslandi. „Það eru aðrir sem hafa það núna. Það eru fjölmiðlamenn og það eru skoðanaleiðtogar innan fjöl- miðlanna. Það er háskólinn, sem er með hið nýja kennivald í sam- félaginu og sveiflar refsivendi yfir öllum sem hugsa ekki rétt,“ sagði hann. Bæta krísu- og viðbragðsstjórnun Þá minnti Einar Karl á að þjóð- kirkjan í heild velti fjórum til milljörðum króna á ári. Víða væri vel gert í að breiða út boðskapinn meðal almennings en ekki næðist út í hina almennu umræðu í landinu. „Við þurfum bæði skipulag og við þurfum verulega fjármuni til þess að sinna fræðslu, kynningar- og umræðustjórnun í landinu. Og það eru ekki peningar sem skipta bara einhverjum milljónum á ári. Það skiptir tugum milljóna ef menn ætla að gera það að einhverju marki og af einhverju gagni,“ boðaði Einar Karl. Auk þess að skipuleggja umræðu- þátttöku og hafa dagskrár- og hug- myndafrumkvæði þyrfti kirkjan að hafa skipulag fyrir krísustjórnun og viðbragðsstjórnun, sagði Einar Karl. „Eins og við sjáum oft þá er kirkjan mjög sein að svara,“ sagði hann. Reyna ætti að sjá til þess að talað væri „sem mest einum rómi út á við“. Segja meira frá góðu hlutunum „Það er ekki nóg að við séum að gera fullt af góðum hlutum, við verðum líka að sýna þá,“ sagði séra Guðrún Karls Helgudóttir á Kirkjuþinginu. Guðrún sagði að kirkjunnar fólk þyrfti að móta umræðuna. „Því það er ekki okkar bara að bregðast við því sem einhver kallar eftir heldur að hjálpa okkur að bæta ímynd okkar með því að vera duglegri að segja á faglegan og góðan hátt frá því öllu góða sem við erum að gera.“ Svana Helen Björnsdóttir  sagði þjóðkirkjufólk þurfa að gera sig gild- andi og koma fram með kristileg við- horf. „Við þurfum einhvern veginn að búa okkur til netverk fólks sem við getum leitað til með engum fyrir- vara, teflt fram í hita umræðu; fólk sem er tilbúið að koma í Kastljós,“ sagði Svana Helen. gar@frettabladid.is Embættismenn eða boðberar? Kirkjuþing samþykkti tillögur starfshóps sem vill setja 150 milljónir króna í fjölgun í þjóðkirkjunni. Kirkj- an er sögð eiga að taka frumkvæði í umræðu í samfélaginu á borð við háskóla- og fjölmiðlamenn. Kirkjuþing 2015 í Grensáskirkju afgreiddi ýmis mál en önnur bíða framhalds þingsins á fyrri hluta næsta árs. FréttaBLaðið/GVa umferð Borgarráð hefur samþykkt að Laugavegi frá Vatnsstíg að Banka- stræti og Skólavörðustíg upp að Bergstaðastræti verði lokað fyrir bílaumferð á meðan tónlistarhá- tíðin Iceland Airwaves stendur yfir. „Mikill fjöldi fólks verður á göngugötusvæðinu þessa daga og veitir því ekki af rými á svæðinu fyrir gangandi vegfarendur,“ segir í umsögn skipulagssviðs borgarinn- ar. Þrátt fyrir lokunina má aka um þessar götur vegna vöruafgreiðslu fram til klukkan ellefu á morgnana. Airwaves verður haldin 4. til 8. nóvember. – gar Loka götum á Airwaves Það er háskólinn, sem er með hið nýja kennivald í samfélaginu og sveiflar refsivendi yfir öllum sem hugsa ekki rétt. Einar Karl Haraldsson, fulltrúi á Kirkjuþingi Það er ekki nóg að við séum að gera fullt af góðum hlutum, við verðum líka að sýna þá. Séra Guðrún Karls Helgudóttir mannréttindi Kirkjuþing sam- þykkti mótatkvæðalaust að opin- berum embættismönnum þjóð- kirkjunnar væri óheimilt að synja tveimur einstaklingum um hjóna- vígslu á grundvelli kynhneigðar þeirra. Tillagan var flutt af Guðrúnu Karls Helgudóttur, Guðbjörgu Arnardóttur, Ragnheiði Ástu Magnúsdóttur, Vigfúsi Bjarna Albertssyni og Höllu Halldórs- dóttur sem eru öll þjónandi prestar og stjórnarfólk í Presta- félagi Íslands. Tillaga þeirra var að Kirkjuþing ályktaði að opinberum embættis- mönnum þjóðkirkjunnar væri ekki heimilt að synja tveimur einstak- lingum um hjónavígslu á grund- velli kynhneigðar. Kirkjuþing liti á það sem mismunun og ekki í anda kærleika Krists að neita fólki um þjónustu á þeim forsendum. Í greinargerð með tillögunni segir að allir einstaklingar á Prestum óheimilt að synja samkynja pörum orKumál HS Orka hefur fengið leyfi bæjarstjórnar Grindavíkur til að hefja rannsóknarboranir í Eld- vörpum. Að því er segir í fundargerð bæj- arstjórnar er tilgangur rannsóknar- borananna meðal annars að auka við þekkingu á umfangi, eðli og innri gerð jarðhitasvæðisins, meta tengsl við næstliggjandi jarðhita- kerfi í Svartsengi og skera úr um hæfi svæðisins til virkjunar. „Rannsóknarholurnar í Eld- vörpum verða þeirrar gerðar að þær geti nýst síðar sem vinnsluholur ef til virkjunar kemur. Mannvirkja- gerð felst í uppbyggingu borplana, lagningu tengivega frá vegslóðum að borplönum og styrkingu til- tekinna vegslóða sem liggja um svæðið,“ segir nánar um málið. – gar Rannsóknar- boranir í Eldvörpum Hart hefur verið tekist á um hjónavígslu hinsegin fólks innan kirkjunnar. Mynd/aFP Búið verður til göngugötusvæði í mið- borginni meðan á airwaves stendur. Íslandi njóti stjórnarskrárvarins frelsis til að fylgja eigin samvisku. Þar hafi prestar þjóðkirkjunnar ekki ríkara frelsi en aðrir opin- berir starfsmenn eða aðrir þegnar þessa lands. Hart hefur verið tekist á um hjónavígslu hinsegin fólks innan kirkjunnar síðustu ár. Samkyn- hneigðir hafa ekki haft sömu rétt- indi og gagnkynhneigðir innan kirkjunnar því prestar hafa hingað til getað neitað að gifta samkyn- hneigða ef trúarleg sannfæring þeirra leyfir þeim það ekki. Guðrún sagði gagnrýni á presta þjóðkirkjunnar réttmæta í ljósi þess að Íslendingar vilji vera til fyrirmyndar í mannréttinda- baráttu.  „Það hefur líka verið réttmætt í ljósi þess að þjónusta prestanna krefst þess að þeir mæti hverjum einstaklingi á sama hátt og Jesús gerði, þ.e. í kærleika og virðingu fyrir manngildinu.“ – kbg Tillagan var flutt af fimm þjónandi prestum og stjórn- arfólki í Prestafélagi Íslands. 3 1 . o K t ó B e r 2 0 1 5 l a u g a r d a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.