Fréttablaðið - 31.10.2015, Side 10

Fréttablaðið - 31.10.2015, Side 10
Hluthafafundur N1 hf. Stjórn N1 hf. boðar til hluthafafundar föstudaginn 20. nóvember 2015 klukkan 15:30 á aðalskrifstofu félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi. Dagskrá fundarins: 1. Tillaga um 25,5% lækkun hlutafjár. 2. Önnur mál löglega upp borin. Tillaga stjórnar um hlutafjárlækkun í félaginu er svohljóðandi: „Hluthafafundur N1 hf. haldinn föstudaginn 20. nóvember 2015 samþykkir að færa niður hlutafé félagsins um kr. 120.000.000 að nafnverði, og að auki yfirverðsreikning hlutafjár um kr. 1.423.851.265, eða samtals um kr. 1.543.851.265, og verði fjárhæðin greidd út til hluthafa félagsins hlutfallslega í samræmi við hlutafjáreign þeirra í félaginu í lok dags. 18. desember 2015, við fyrsta mögulega tímamark þar eftir að lögboðnar forsendur fyrir útgreiðslunni hafa verið uppfylltar.“ Greinargerð stjórnar: N1 hf. gekk í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu um mitt ár 2011. Lánardrottnar félagsins eignuðust allt hlutafé þess í kjölfarið. Grunnstef í þeirri vinnu sem unnin var áður en lánardrottnarnir tóku félagið yfir var að skila inná markaðinn fjárhagslega sterku félagi sem væri vel í stakk búið til að mæta samkeppni á eldsneytismarkaði. Nú hafa allir hlutir félagsins verið skráðir á opnum markaði eins og að var stefnt. Hluti af fjárhagsstefnu félagsins sem stjórn og hluthafar hafa samþykkt er að halda eigin fé þess í kringum hlutfallið 40%. Til að ná þessu marki var hlutafé félagsins lækkað samkvæmt ákvörðun hluthafafundar í október árið 2014 og aftur á aðalfundi 2015. Nú leggur stjórn N1 enn og aftur til með hliðsjón af niðurstöðu árshlutareiknings fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2015 að hlutafé félagsins verði lækkað um rúma 1,5 milljarða króna og fjárhæðin verði greidd út til hluthafa þess í samræmi við hlutafjáreign þeirra í félaginu. Með þessu er stefnt að því að hlutfall eigin fjár verði rúm 40% í lok ársins. Ef tillagan verður samþykkt, þá hefur viðskiptabanki félagsins, Íslandsbanki hf., samþykkt fyrir sitt leyti ráðstöfunina, vegna lána sinna til þess. Aðrar upplýsingar: Öll skjöl og tillögur sem lögð verða fyrir hluthafafundinn verður að finna á vefsíðu félagsins www.n1.is/fjarfestatengsl. Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi, virka daga milli klukkan 9:00-16:00. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar viku fyrir fundinn. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá klukkan 15:00 þann dag sem hluthafafundurinn verður haldinn. Stjórn N1 hf. Kópavogur, 31. október 2015 Norðurál er eitt dótturfélaga Century Aluminum. fréttAblAðið/erNir viðskipti Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls sem rekur álverið á Grundartanga og hefur áform um álver í Helguvík, tapaði 2,7 milljörðum króna á tímabilinu frá byrjun júlí og út september. Upp- hæðin samsvarar tæplega 80 millj- ónum króna á dag. Félagið á í miklum rekstrarerfið- leikum vegna fallandi álverðs. Það hefur þegar tilkynnt um varanlega lokun eins af fjórum álverum sínum í Bandaríkjunum og dregið úr fram- leiðslu annars um 60 prósent. Þá er von á að einu álveri til viðbótar verði lokað vestanhafs um áramótin takist ekki að semja um orku á nógu hag- stæðu verði. Að hluta til skýrist tapið af afskriftum vegna lokananna. Náist ekki samningar um orku verður Century Aluminum ein- ungis með fulla starfsemi í þremur álverum. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hríðféll eftir að uppgjörið var birt í gærmorgun og hafði lækkað um tæplega tuttugu prósent síðdegis í gær. Síðasta árið hefur hlutabréfa- verð í Century Aluminum lækkað um nærri 90 prósent. Samkvæmt nýlegri úttekt grein- ingarsíðunnar Seeking Alpha á félaginu eru líkur á að álframleið- andinn verði gjaldþrota verði ekkert að gert. – ih Century Aluminum tapaði 80 milljónum á dag á síðasta ársfjórðungi Náist ekki samningar um orku verður Century Alum- inum einungis með fulla starfsemi í þremur álverum. sýrland Tæplega fimmtíu banda- rískir hermenn úr sérsveit Banda- ríkjahers verða sendir til Sýrlands á næstunni. Aðgerðin markar tímamót vegna þess að Banda- ríkjamenn hafa hingað til ekki haft fasta viðveru hermanna á jörðu niðri í Sýrlandi heldur einungis stuðst við loftárásir í baráttunni gegn Íslamska ríkinu (ISIS). Banda- ríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, tilkynnti um aðgerðina í gær. Hlutverk sérsveitarmannanna verður að mestu að þjálfa og aðstoða sýrlenska uppreisnar- menn í norðurhluta landsins í baráttunni gegn ISIS auk þess að veita þeim ráðgjöf. Áður hafa Bandaríkjamenn sent sérsveitarmenn til landsins til að vinna að sérstökum hernaðarað- gerðum gegn Íslamska ríkinu en ekki hafa þeir áður haft fasta við- veru á jörðu niðri. Bandaríkja- her og aðrir aðilar bandalagsins gegn ISIS hafa hins vegar staðið í ströngu við loftárásir í rúmt ár. Josh Earnest, talsmaður forseta- embættis Bandaríkjanna, sagði í gær að Barack Obama Banda- ríkjaforseti vildi styðja af auknum mætti við sýrlenska uppreisnar- menn. „Forsetinn er reiðubúinn að efla þau verkefni sem vel hafa gengið. Þessi aðgerð gengur út á að herða á stefnu sem við höfum rætt í rúmt ár,“ sagði Earnest. Hann þvertók fyrir það að aðgerðin markaði ekki stefnubreytingu. Tilkynningin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers um að hætta að þjálfa uppreisnarmenn í Sýrlandi með beinum hætti heldur verða leiðtogum uppreisnar- manna úti um vopn í staðinn. Þegar Earnest var spurður hvort sérsveitarmennirnir sem sendir verða væru ekki of fáir svaraði hann neitandi. „Sérsveitarmenn- irnir okkar eru mikilvægir og geta margfaldað gildi uppreisnarmann- anna. Forsetinn býst við því að þeir muni efla aðgerðir okkar og styðja vel við staðbundna upp- reisnarmenn í Sýrlandi í stríðinu gegn ISIS. Þetta hefur verið einn mikilvægasti þáttur aðferðafræði okkar allt frá byrjun, að byggja undir staðbundin öfl,“ sagði Ear- nest. Ásamt því að senda menn til Sýrlands munu Bandaríkjamenn einnig auka viðveru sína í Tyrk- landi með því að senda þangað fleiri herþotur. Einnig er horft til þess að senda sambærilegan hóp til Íraks á næstunni í sama tilgangi. thorgnyr@frettabladid.is Bandarískir hermenn sendir til Sýrlands Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að senda skyldi tæplega fimmtíu sérsveitarmenn til norðurhluta Sýrlands. Sérsveitarmennirnir eiga að styðja við sýrlenska uppreisnarmenn í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Hermennirnir eru þeir fyrstu sem Bandaríkin senda opinberlega til Sýrlands. bandarískir hermenn sem þessir munu brátt hafa fasta viðveru í Sýrlandi í fyrsta Tilkynningin kemur í kjölfar ákvörðunar Banda- ríkjahers um að hætta að þjálfa uppreisnarmenn í Sýrlandi með beinum hætti heldur verða leiðtogum uppreisnarmanna úti um vopn í staðinn. 3 1 . o k t ó b e r 2 0 1 5 l a U G a r d a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.