Fréttablaðið - 31.10.2015, Side 16

Fréttablaðið - 31.10.2015, Side 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Ég nenni yfirleitt ekki að tjá mig um tilvist guðs – ekki frekar en um jólasveininn eða samsæris-kenningar um hver stóð í alvörunni á bak við árásirnar á tvíburaturnana í New York. En mér er ekki sjálfrátt. Ég er með hita, sýkingu í ennisholum og er heyrnarlaus á öðru eyra. Þráðurinn er því jafn stuttur og væri ég gölluð raketta á gamlárskvöldi sem var keypt til að dreifa skipulega úr sér á næturhimn- inum en lyftist svo ekki einu sinni upp af bílaplaninu áður en hún sprakk með pirrandi hvelli og ófáguðum blossa. Sorrí. En svo ég haldi nú áfram að barma mér yfir létt- vægri kvefpest minni: Ég á tveggja ára dóttur sem ég reyni af þráhyggju að skýla fyrir allri eymd og volæði sem fyrirfinnst í veröldinni. Til að hlífa henni við kvalræði mínu set ég í túrbó-gír þegar hún er nálægt og hendist í kringum hana eins og trúður á spítti. Ég hélt að dóttirin væri að leika sér inni í her- berginu sínu. Ég sat í keng á sófanum, samfallin af sjálfsvorkunn, og sá hana ekki strax þegar hún kom inn í stofuna. Ég kipptist við þegar ég heyrði hana tví- stíga í dyragættinni og mundaði hugræna amfetamín- sprautuna. En það var um seinan. Stelpan var búin að koma auga á ræfildóminn. Tálmyndin af skýrum, hnökralausum heimi sem ég hafði keppst við að mála síðan hún fæddist skolaðist til á augabragði. Viðbrögð dótturinnar við köldum raunveruleikanum komu mér hins vegar í opna skjöldu. Óræð á svipinn gekk hún að sófanum og prílaði upp í hann. Fumlaust vafði hún stuttum hand- leggjunum um hálsinn á mér og faðmaði mig að sér. Þvínæst teygði hún sig í glanstímarit sem lá ólesið á sófaborðinu. Venjulega reyndi hún að rífa af mér allt lesefni. En að þessu sinni rétti hún mér blaðið og sagði: „Mamma lesa.“ Ég furðaði mig enn á því flókna, breyska en kær- leiksríka náttúruundri sem mannskepnan er þegar þolinmæði mín sprakk með þeim hvelli sem dreifir sér nú um síðu þessa blaðs. Tilefnið var aðsend grein sem birtist í Fréttablaðinu fyrr í vikunni eftir mætan mann, Þóri Stephensen, fyrrverandi dóm- kirkjuprest og staðarhaldara í Viðey. „Ég er orðinn hundleiður á sífelldum og algerlega órökstuddum yfirlýsingum í Fréttablaðinu og fleiri miðlum, að það sé enginn Guð,“ ritaði Þórir. „[A]llt virðist þetta gert til þess að eyðileggja hin fornu andlegu gildi, sem hafa haldið uppi menningu og siðgæði þjóðar okkar um aldir.“ Pizza með skinku, osti og ananas Fyrst Þórir velur orð sín eins og önugur siðapostuli sem gleymdi umburðarlyndinu heima – kannski var hann með kvef – ætla ég að leyfa mér að gera slíkt hið sama: Ég er orðin hundleið á sífelldum og alger- lega órökstuddum yfirlýsingum sumra geistlegra manna um að siðferðiskennd, kærleikurinn og andleg þrekvirki mannkynsins séu þeirra eign. Ég er orðin hundleið á að sitja þegjandi undir fullyrðingum þess efnis að við sem aðhyllumst ekki þá lífssýn sem þeir kusu sér séum óheflaðir, kærleiksheftir bavíanar sem teljast ekki til uppréttra manna. Fyrir dóttur minni er ljós heimsins flöktandi bláminn af iPadinum. Tilgang lífsins er að finna í næsta Kinder-eggi. Heilög þrenning er pizza með skinku, osti og ananas. Engu að síður leyfi ég mér að fullyrða að hún búi yfir meiri siðferðiskennd og kærleik í sínum tveggja ára litla fingri en margur sem kennir sig við Krist. Það besta Til var siðað fólk áður en kristni var fundin upp. Siðað fólk mun vera til löngu eftir að kristni líður undir lok. Það er gott og blessað að trúa á guð. En að eigna þessari ósönnuðu veru allt það besta sem í okkur fólkinu býr er er algjörlega óverðskulduð vantrú á mannkyninu. Óheflaðir, kærleiksheftir bavíanar RÚV skýrslan er tímabært innlegg í umfjöllun um framtíð fjölmiðla á Íslandi. Farið er yfir stöðuna eins og hún blasir við nefndarfólki og reynt að rýna í ástæður fyrir bágri fjárhags-stöðu RÚV. Viðbrögð úr Efstaleiti hafa verið fyrirsjáanleg. Svo virðist sem samanburður á rekstri RÚV og fréttastofu 365 hafi farið sérstaklega fyrir brjóstið á stjórn og starfs- fólki. Útvarpsstjórinn gekk meira að segja svo langt að draga í efa samanburðartölur úr rekstri 365 miðla, en komst þó að þeirri niðurstöðu að í raun skipti litlu hvort tölurnar væru raunsannar eða ekki því „margoft hafi komið fram að slíkur samanburður sé illmögulegur vegna ólíks eðlis almannaþjónustumiðla og einka- miðla“. Ekki var tekið fram hvar þetta hefur komið fram eða hver hefur fært óyggjandi sönnur á það að saman- burður sem þessi sé út úr kú. Niðurstaða skýrslunnar er sú að RÚV glímir við rekstrarvanda sem ekki sér fyrir endann á. Félagið fékk á síðasta ári tæplega 3,4 milljarða í forgjöf í formi útvarpsgjalds, og viðbótartekjur upp á ríflega 2 milljarða, einkum vegna auglýsingasölu þar sem RÚV keppir við einkamiðla, einn ríkismiðla á Norður- löndum. Lögformleg staða RÚV tryggir félaginu því 5,4 milljarða árlegt forskot á markaði. Samt er reksturinn þungur. Félagið hefur tapað ríflega 800 milljónum frá 2007. Samt starfa enn helmingi fleiri fréttamenn hjá RÚV en 365 miðlum. Fjöldi stöðugilda í samanburðar- hæfum rekstri er ríflega tvöfaldur. RÚV notar næstum þrefalt fleiri fermetra undir starfsemina, þrátt fyrir að hjá 365 miðlum starfi fleiri þegar allt er talið. Kannski er samanburður ekki sanngjarn, en varla skýrir „almannaþjónustuhlutverkið“ allan muninn. Niðurstaða skýrsluhöfunda er að starfsemi RÚV beri sig ekki óbreytt. Félagið starfar með takmarkaðri ábyrgð að nafninu til en ríkið lagði félaginu til 2 milljarða auka- lega á árunum 2007 til 2009. Aftur þarf aukaframlag í ár. Þegar niðurskurðarplön stjórnenda RÚV eru skoðuð er vart raunhæft að þetta breytist í náinni framtíð. Lagt er til að útvarpsgjald hækki, að ríkið taki yfir skuldabréf við LSR og að kláruð verði sala á lóðarrétti í Efstaleiti. Ekkert af þessu er í hendi, og í engu felst framtíðarlausn. Salan á lóðarréttinum telst til einskiptishagnaðar sem í besta falli veitir gálgafrest til að taka til í undirliggjandi rekstri. Stundum er sagt að stærsti gallinn á ríkisrekstri sé sá að hluthafaaðhald vanti. Með öðrum orðum: Stjórnvöld sem fara með almannafé eru ekki líkleg til að sjá um eign sína með sömu ástríðu og eigandi sem á allt sitt undir. Fimmtán ára óuppsegjanlegur samningur um úrelta dreifiveitu rennir stoðum undir þessar kenningar. RÚV-nefndin svokallaða var skipuð af réttkjörnum stjórnvöldum til að rýna í rekstur RÚV. Að endingu fer sú vinna fram í umboði eigenda RÚV – fólksins í landinu. Viðbrögð RÚV-liða benda til þess að forsvarsmenn RÚV skorti auðmýkt gagnvart hluthöfum sínum. Það að benda á augljósa galla í starfseminni kallast ekki pólitík, heldur aðhald og á að heita sjálfsagt mál. Afneitun RÚV Það að benda á augljósa galla í starfseminni kallast ekki pólitík, heldur aðhald og á að heita sjálfsagt mál. 50-80% OUTLET Í HOLTAGÖRÐUM OPIÐ: 12-18 ALLA DAGA AFSLÁTTUR 3 1 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.