Fréttablaðið - 31.10.2015, Síða 18

Fréttablaðið - 31.10.2015, Síða 18
Við sem þetta ritum höfum lengi verið vinir. Við höfum ræktað með okkur sérstaka vináttu sem okkur langar að deila með öðru fólki. Um árabil hittumst við hvern þriðjudagsmorgun kl. 10 til að lesa Biblíuna, biðja saman og eiga gott samtal með það að markmiði að veita hvor öðrum aðhald til að lifa ósviknu andlegu lífi. Það hefur orðið reynsla okkar að sú einfalda iðkun sem fólgin er í daglegum Biblíulestri og bæn ásamt vikulegu trúnaðarsamtali geri okkur betri en ella. Biblíu- lestur gefur þekkingu á Guði og mönnum, bænin veitir frið og öryggi og trúnaðarsamtalið skilur mann eftir með þá vissu að það sé í lagi að vera maður sjálfur. Við finnum öll að tímarnir eru að breytast. Kristið fólk í landinu skynjar örar breytingar í ytri þátt- um og upplifir jafnvel kirkjuna sína í vörn. Við sem þetta ritum óttumst ekki þær breytingar sem nú ganga yfir. Við sjáum fyrir okkur kirkju Jesú Krists lifa og Kirkjan er ávöxtur vináttu og trúar Bjarni Karlsson, MA í siðfræði og prestur við sálgæslustofuna Haf dafna í fjölmenningarþjóðfélag- inu. Við trúum því að fjölmenn- ingin sé hluti af Guðs góðu sköpun og að hann vilji að kristið fólk vandi sig við að lifa í heiminum eins og hann er. Almannarýmið er og verður vettvangur krist- innar kirkju. Um leið og þrengt er að hefðbundnu kirkjustarfi með margvíslegu móti skapast ný tæki- færi til að lifa trúna í daglegu lífi og bera Jesú Kristi vitni. Kristin kirkja er ekki háð peningum, húsum eða embættum, hún er fjöldahreyfing þeirra sem vilja vera vinir og nem- endur Jesú. Hann fæddist sem fátækur flóttamaður og var á end- anum yfirgefinn af öllum. Sigur hans er sigur yfir ranglæti og ein- semd og góða fréttin er sú að rétt- læti og vinátta stendur öllum til boða í hans nafni. Kirkja Jesú er lífræn. Það merkir að hún vex innan frá, líkt og fræ sem sáð er í jörð eða grein á tré. Hún er ekki árangur af markaðs- setningu heldur ávöxtur vináttu og trúar. Hún er ekki skipulag sem komið er á heldur atburður, fólk á ferð með góðar fréttir og veislu í farangrinum. Við sem þetta ritum óttumst ekki þær breytingar sem nú ganga yfir. Við sjáum fyrir okkur kirkju Jesú Krists lifa og dafna í fjölmenningar- þjóðfélaginu. Allt frá tímum hellamálverka hefur saga mannkyns verið skráð í myndlist. Stundum er það saga pólitískra átaka, land- flutninga, trúarbragða eða ham- fara, en einnig og ekki síst saga einstaklingsins, hversdagslífsins og tilfinninganna. Það sem við vitum fyrir tilstilli myndlistar er þess eðlis að engin önnur leið hefði getað miðlað þeirri þekkingu. Það er af þessum sökum sem mynd- listararfur árþúsundanna er orðinn að einum helsta fjársjóði heims- byggðarinnar, bæði í menningar- legum og efnahagslegum skilningi. Myndlist samtímans er sams- konar afl og myndlist fortíðar og gildir þá einu hvort hún er for- smáð eða upphafin af þeim sem lifa samtíða henni. Myndlistin lifir sínu eigin lífi sem rannsakandi afl, sem þjóðarspegill, sem áhrifa- valdur og gagnrýnisrödd. Hún er í eðli sínu óbugandi, ódrepandi en um leið uppbyggjandi fyrir anda og eðli þeirra sem eru móttækilegir og – eins undarlega og það kann að hljóma – einnig þeirra sem ekki vilja taka þátt í henni. Myndlistin, líkt og aðrar listir, mótar umhverfi okkar allra burt séð frá því hvort við horfum, hlustum eða neytum lista. Michelangelo hefur um Myndlist er þjóðarspegill Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Lista­ háskóla Íslands árhundruð haft áhrif á líf milljóna manna um heim allan, Frida Kahlo breytti sjálfsmynd Mexíkó varan- lega, Louise Bourgeoise mótaði hugmyndir samtímans um hlut- verk og vitund kvenna, ekki bara í listum heldur heiminum yfirleitt. Hér á landi á myndlist í hefð- bundnum skilningi ekki langa hefð að baki. En þótt arfur okkar sé rýr miðað við marga, værum við enn fátækari ef ekki nyti þeirra sem mótuðu þjóðarvitund 20. aldar í gegnum myndlist, svo sem Nínu Tryggvadóttur, Þorvaldar Skúla- sonar, Hildar Hákonardóttur og Hreins Friðfinnssonar. Íslensk myndlist 21. aldar er á fleygiferð í hringiðu samtímalista heimsins sem knýjandi afl ef horft er til Katr- ínar Sigurðardóttur, Ólafs Elíasson- ar og Ragnars Kjartanssonar – svo ekki séu taldir allir þeir íslensku myndlistarmenn sem enn eru undir 35 ára aldri en hafa þegar lyft grettistaki í hörðum heimi mynd- listar á alþjóðavísu. Nýtur ekki sannmælis Í samhengi þjóðararfleifðar skul- um við þó ekki gleyma að mynd- list spyr ekki um þjóðerni. Hún spyr ekki um aldur eða kyn, kyn- hneigð, trúarbrögð eða pólitík, þótt hún fjalli vissulega um þessi mál þar sem ekkert er henni óvið- komandi. Myndlist þverar mæri tungumála, menningarheima og jafnvel ólíkra tíma. Í þeirri víðu skírskotun, í þessum umburðar- lynda, upplýsandi og oft á tíðum krefjandi miðli, er svigrúm fyrir allar þær hugmyndafræðilegu vangaveltur sem ögra viðteknum gildum í fagurfræði, vísindum, félagslegum þáttum og sjálfsmynd samfélagsins. Í því felst gildi henn- ar fyrir okkur öll og okkar sam- eiginlegu arfleifð, ekki bara sem þjóðar heldur sem þátttakenda í stærra samhengi. Þótt íslensk myndlist standi styrkum stoðum í hugmyndafræði- legum skilningi nýtur hún ekki sannmælis hér á landi sem það hreyfiafl sem hún sannarlega er. Myndlistarsöfn og sýningarstaðir búa við fjársvelti, myndlistarmenn fá ekki laun fyrir vinnu sína á opin- berum söfnum, en búa árvisst við það ámæli sem fylgir neikvæðri umræðu um listamannalaun. Við þurfum að minna okkur á að myndlistarmenn eru hámenntaðir sérfræðingar sem renna styrkum stoðum undir sameiginleg auð- æfi okkar allra með rannsóknum sínum og listsköpun. Hugsum til þeirra á degi myndlistar, njótum verka þeirra og sýnum samstöðu um framtíðaruppbyggingu á þessu merkilega fræðasviði. Þótt íslensk myndlist standi styrkum stoðum í hug- myndafræðilegum skilningi nýtur hún ekki sannmælis hér á landi sem það hreyfiafl sem hún sannarlega er.Gregory Aikins prestur og doktor í leiðtogafræðum B 180, árgerð 2013, ekinn 38 þús. km, sjálfskiptur, dísil, 109 hö. Bakkmyndavél, árekstrarvari, krómpakki, hiti í framsætum, 16" álfelgur, inniljósapakki, sætisþægindapakki o.fl. Verð 4.490.000 kr. Afb./mán. 41.900 kr.* Kletthálsi 2 • 110 Reykjavík • Sími 590 2160 • www.notadir.is. Opið virka daga kl. 10–18 og laugardaga kl. 12–16 Flug fyrir 2 með öllum notuðum Mercedes-Benz Mercedes-Benz B–Class nýtur mikilla vinsælda, enda framúrskarandi kostur. Þeir sem kaupa notaðan Mercedes-Benz í eigu Öskju í nóvember, að verðmæti 1,5 milljónir eða meira, fá flug fyrir tvo til Þýskalands með WOW Air í kaupbæti og vetrardekk að auki. Allir notaðir Mercedes-Benz hjá okkur hafa fengið þjónustuskoðun fyrir veturinn. *Mánaðargreiðsla m.v. 50% bílalán í 72 mánuði. Vextir 9% og árleg hlutfallstala kostnaðar er 10,73–10,79% 3 1 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.