Fréttablaðið - 31.10.2015, Side 20

Fréttablaðið - 31.10.2015, Side 20
tindastóll rak poikola pieti poikola var í gær rekinn úr starfi þjálfara tindastóls í dom- ino’s-deild karla eftir aðeins fjóra leiki. tindastóll vann fyrstu tvo leiki sína en tapaði næstu tveimur, fyrir Þór Þorlákshöfn og svo Haukum á heimavelli í fyrrakvöld. samkvæmt heimildum íþrótta- deildar fór aðferðafræði poikola, sem skipti afar ört um leikmenn á meðan leik stóð, illa í leikmenn liðsins en þeim var þó ekki heimilt að tjá sig um brottrekstur finnska þjálfarans þegar eftir því var leitað í gær. 365.is Sími 1817 LAUGARDAG KL. 12:35 Stemningin hefur verið heldur þung á Stamford Bridge síðustu vikur. Nær Mourinho að rífa sína menn upp og sigra Klopp og kó í mögnuðum hádegisleik í enska boltanum? Ekki missa af þessum stórveldaslag á Stöð 2 Sport 2! CHELSEA–LIVERPOOL Íslenskt brons á HM fatlaðra í gær Á palli Ármenningurinn Helgi Sveinsson vann brons í spjótkasti í Doha í gær en hann kastaði 55,18 metra. Keppt var í sameiginlegum flokki F42, 43 og 44 en Helgi var heimsmeistari í flokki F42 og þetta kast hans í gær var heimsmeistaramótsmet í hans flokki. Fréttablaðið/getty handbolti „Þetta er búið að vera alveg ótrúlega gaman,“ segir Hrafnhildur ósk skúladóttir, þjálfari kvennaliðs ÍBV, en hennar lið hefur farið frábærlega af stað í olís-deild kvenna. liðið er búið að vinna átta fyrstu leiki sína í deildinni og á fimmtudag skelltu s t e l p u r n a r h e n n a r Í s l a n d s m e i s t u r u m Gróttu í uppgjöri ósigruðu liðanna. Byrjun liðsins er því fullkomin en það ke m u r m ö r g u m á óvart enda var ÍBV spáð fimmta sætinu í deildinni í árlegri spá fyrir mótið. „ É g h a f ð i a l l t a f m e i r i trú á þessum st e l p u m e n aðrir þjálfarar deildarinnar g r e i n i l e g a . V i ð h ö f u m aðeins fengið e i n n l e i k - mann síðan spáin var birt og sú er ekki í byrjunarlið- inu þó að hún spili mikið,“ s e g i r H ra f n - hildur og bætir við að margir hafi líka haft litla trú á hinum 19 ára gamla markverði hennar, Erlu rós sigmarsdóttur, sem er reynslulítil. „Það var alltaf sagt við mig að ég gæti ekki verið í efstu sætunum af því mig vantaði markvörð. Ég hafði séð hana síðan hún var 17 ára og sá strax hvað hún er mikið efni. Það kemur mér því ekkert á óvart að hún sé að springa út í vetur. Hún byrjaði frábærlega í fyrsta leik gegn Fram og hefur síðan haldið uppteknum hætti,“ segir Hrafnhildur en Erla er dóttir sigmars Þrastar óskarssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar. „Hún fær örugglega góð ráð heima fyrir.“ Hrafnhildur er eini kvenkyns- aðalþjálfari deildarinnar og hún er að slá strákunum við á sínu fyrsta ári sem þjálfari. „Ég er í það minnsta búin að slá þeim við í fyrstu átta leikjunum. Það væri fínt ef þetta endaði bara núna,“ segir Hrafnhildur og hlær dátt. „Það er nóg eftir af mótinu og ÍBV tók mikla dýfu eftir áramót í fyrra. Það á mikið eftir að ganga á áður en yfir lýkur,“ segir Hrafn- hildur sem getur ekki neitað því að það sé svakalega gaman að hefja þjálfaraferilinn í meistaraflokki svona vel. „Fyrsti leikurinn var gegn stebba [stefáni arnarsyni, fyrrverandi þjálfara Hrafnhildar] og gaman að vinna hann en ég átti nú kannski ekki alveg von á þessari flottu byrjun hjá okkur.“ Hrafnhildur ætlar sér stóra hluti í þjálfuninni og halda áfram að mennta sig í fræðunum. Í Vestmannaeyjum getur hún einbeitt sér algjörlega að þjálfuninni en segir að ef hún væri í bænum hefði hún þurft að sinna fullu starfi samhliða þjálfuninni. „Það eru mikil forréttindi að fá að starfa í þessu umhverfi og við þessar aðstæður. Þetta er snilld eins og maður segir og mér finnst þetta hrika- lega gaman. Ég sé ekki eftir því að hafa komið til Eyja.“ Þjálfarinn var þekktur keppnis- maður er hún var enn að spila og tapaði sjaldan. Hvernig hefur henni gengið að aðlagast lífinu utan vallar- ins? „Það skiptir mig engu máli hvort ég er þjálfari eða áhorfandi. Það er miklu erfiðara að vera utan við þennan hel- vítis völl. Ég hef þó smá áhrif sem þjálfari og það hjálpar.“ Í dag fer Hrafnhildur með sitt lið á fornar slóðir er ÍBV sækir Val heim. Hrafnhildur vann allt sem hægt er að vinna með Val og það oftar en einu sinni. „Það verður yndislegt að mæta þangað. Það er alltaf vel tekið á móti mér þarna og ég á marga vini í Val. Það verður lagt til hliðar í 60 mínútur samt og vonandi yfirgef ég svæðið með tvo punkta.“ henry@frettabladid.is Hafði mikla trú á stelpunum Hrafnhildur Skúladóttir var ákaflega sigursæl sem leikmaður og þjálfaraferill hennar fer af stað með miklum látum. Hún er eina konan sem er aðalþjálfari í Olís-deild kvenna og nýtur lífsins í Eyjum. ÍBV situr nú á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir átta leiki. Á morgun domino’s-deild karla Keflavík - Höttur 99-69 Stigahæstir: Valur Orri Valsson 18, Magnús Már Traustason 16, Ágúst Orrason 14 – Tobin Carberry 26, Mirko Virijevic 13. nýliðar Hattar reyndust lítil fyrir- staða fyrir keflavíkur sem tyllti sér á topp deildarinnar með fullt hús stig að loknum fjórum umferðum. Kr - Njarðvík 105-76 Stigahæstir: Michael Craion 30, Þórir Guð- mundur Þorbjarnarson 21 – Marquise Sim- mons 24, Ólafur Helgi Jónsson 14. Haukur Helgi pálsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir njarðvík en kr átti kvöldið með hinn sautján ára Þóri Guðmund í miklu stuði. efst Keflavík 8 KR 6 Grindavík 6 Haukar 4 Neðst Stjarnan 4 Snæfell 4 FSu 0 Höttur 0 08.30 turkish airlines open Golfstöðin 13.20 Everton - Sunderland Sport 2 13.55 Carpi - hellas Verona Sport 15.50 S’ton - bournemouth Sport 2 18.30 Formúla 1 - Mexíkó Sport 19.40 lazio - aC Milan Sport 3 21.20 nFl: dallas - Seattle Sport Nýjast Í dag 09.00 turkish airlines open Golfstöðin 12.35 Chelsea - liverpool Sport 2 14.50 Swansea - arsenal Sport 2 14.50 Crystal P. - Man. Utd. Sport 4 14.50 Man. City - norwich Sport 5 14.50 Watford - West ham Sport 6 14.50 newcastle - Stoke Stöð 3 14.50 West brom - leicester Gullstöðin 14.55 Real Madrid - las Palmas Sport 15.55 Formúla 1 - Æfing Sport 3 16.55 Juventus - torinho Sport 18.50 Formúla 1 - tímataka Sport 3 19.25 Getafe - barcelona Sport 19.40 inter - aS Roma Sport 4 13.30 ÍR - Selfoss Austurberg 13.30 Grótta - hK Hertz-höllin 14.00 Valur - ÍbV Vodafone-höllin 15.00 Stjarnan - afturelding TM-höllin 15.00 Ka/Þór - Fjölnir KA heimilið 16.00 Valur - akureyri Vodafone-höllin 17.00 Snæfell - Keflavík Stykkishólmur olísdeild kvenna FH - Fram 17-26 Markahæstar: Elín Anna Baldursdóttir 5, Ingibjörg Pálmadóttir 4 – Ragnheiður Júlíusdóttir 11, Hafdís Iura 4, Elva Arnard. 4. Fylkir - Haukar 25-27 Markahæstar: Þuríður Guðjónsdóttir 6, Thea Imani Sturludóttir 6 – Maria Pereira 7, Ramune Pekarskyte 6. efst ÍBV 16 Fram 15 Haukar 15 Grótta 14 Neðst FH 3 Afturelding 2 ÍR 2 KA/Þór 1 Það er nóg eftir af mótinu og ÍBV tók mikla dýfu eftir áramót í fyrra. Það á mikið eftir að ganga á áður en yfir lýkur. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir ÍbV er enn tap- laust eftir átta leiki í Olísdeild kvenna á fyrsta ári sínu undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur. 3 1 . o K t ó b E R 2 0 1 5 l a U G a R d a G U R20 S P o R t ∙ F R É t t a b l a ð i ð sport
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.