Fréttablaðið - 31.10.2015, Page 26

Fréttablaðið - 31.10.2015, Page 26
Sema Erla Serdar 29 ára Formaður framkvæmda- stjórnar Samfylk- ingarinnar og formaður Samfylk- ingarinnar í Kópavogi Valgerður Björk Pálsdóttir 28 ára Framkvæmda- stjóri Bjartrar framtíðar Hvernig datt þér í hug að fara í pólitík? Ég er alin upp við það að fylgjast með fréttum og láta mig varða það sem er í gangi í þjóðfélaginu. Lærði fljótt að ef maður vill breyta einhverju þá gerist það síst með því að sitja við eldhúsborðið heima bölvandi. Skoðun þín skiptir litlu í stóra sam- henginu ef þú segir hana aldrei, hvað þá ef þú ert ekki tilbúin að bretta upp ermar og gera eitthvað í því. Er fjórflokkurinn úrelt fyrirbæri? Ég hef aldrei trúað á þetta heiti „fjórflokkurinn“. Nafn flokks er kannski það sama en fólk kemur og fer, nýtt fólk á skilið að fá tækifæri til að sanna sig án þess að vera dregið niður eða bendlað við fyrri flokksfélaga, það verður hver að svara fyrir sig. Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík? Ef þeir sem eru í pólitík eru duglegri að tala á mannamáli og virða skoðanir hver annars. En svo held ég að það þurfi meiri fræðslu í skólum um það hvernig stjórnkerfið virkar, hver hefur hvaða hlut- verk og hvernig hlutir eru ákveðnir. Af hverju við höfum hin og þessi lög sem unglingum og ungu fólki finnast úrelt eða asnaleg. Einnig opna það meira fyrir ungu fólki hvernig það getur haft áhrif á það sem er verið að gera á Alþingi. T.d. voru margir vinir mínir með skoðanir á málum sem lágu fyrir Alþingi, oft út frá persónulegri reynslu sem þeim fannst ólíklegt að nefndir á Alþingi tækju tillit til, en engum hafði dottið í hug að senda inn umsögn um þau mál jafnvel þó að sá möguleiki sé opinn öllum. Stjórnmál og Alþingi eru oft sett upp eins og þetta sé svo langt frá okkur og of flókið, en ég hef kynnst því hvað kerfið býður upp á, persónulega hefði ég viljað læra það miklu fyrr. Hvernig datt þér í hug að fara í pólitík? Breytingar gerast ekki af sjálfu sér. Ég get verið óþolinmóð og átt erfitt með að bíða lengi eftir því að hlutirnir gerist. Þar af leiðandi vil ég frekar reyna að stuðla að breyt- ingum en að bíða eftir því að einhver annar geri það. Ég vil leggja mitt af mörkum svo að á Íslandi byggist samfélag jöfnuðar, jafnréttis og réttlætis, þar sem trú fólks, þjóðerni, litarhaft, kynhneigð eða fötlun hefur ekki áhrif á stöðu einstaklinga í samfélaginu. Hefurðu alltaf látið þig stjórnmálin varða? Ég lærði ung að hlutir eins og frelsi, mannréttindi og jafnaður eru ekki sjálfsagðir. Bæði af eigin reynslu sem og reynslu annarra lærði ég að það er mikilvægt að láta í sér heyra, að berjast gegn óréttlæti og vinna í þágu mannúðar, réttlætis og friðar. Án þess að hafa tekið meðvitaða ákvörðun hefur sú sannfæring leitt mig inn á þessa braut. Á léttari nótum held ég að allt frá því ég las dagbækur Che Guevara í MH hafi ekki verið aftur snúið. Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík? Ég er ekki sammála því að ungt fólk hafi ekki áhuga á pólitík og málefnum samfélagsins. Hver samfélagsbyltingin á fætur annarri síðustu misseri hefur komið frá ungu fólki. Það hefur bara minni áhuga á stjórnmálaflokkum sem minna meira á fornminjasafn en hreyfiafl í samfélaginu, úrelt flokkakerfi og þrætupólitík og því nennir það ekki að mæta á kjörstað. Ungt fólk vill hafa áhrif á samfélagið, það vill koma að ákvarðanatöku í samfélaginu og það vill ráða sinni framtíð sjálft, enda eru fáir betur til þess fallnir að skapa framtíð unga fólksins en það sjálft. Byltingin er hafin, spurningin er bara hver verður fyrstur til þess að hleypa nýrri kynslóð að! Hefurðu alltaf látið þig stjórnmálin varða? Nei, ég held að stjórnmála- áhuginn hafi kviknað í Bandaríkjunum þegar ég dvaldi þar sem skipti- nemi. Fósturforeldrarnir voru komnir á eftirlaun, miklir demókratar með sterkar skoðanir og voru með sjónvarpið á allan daginn með pólitískum spjallþáttum. Ég hef alltaf haft sterkar pólitískar skoðanir og gaman af rökræðum þó ég hafi aldrei áður verið í flokki. Er fjórflokkurinn úrelt fyrirbæri? Já. Það ömurlegasta við pólitík eru flokkar þar sem meginmarkmiðið er að viðhalda sjálfum sér. Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík? Það þarf ekki að kveikja neinn áhuga, hann er augljóslega til staðar. Rannsóknir sýna að ungt fólk hefur mjög mikinn áhuga á pólitík, bara ekki flokkapólitík. Ég deili til dæmis ekki áhyggjum sumra stjórnmála- manna um að ungt fólk hafi ekki áhuga á flokkapólitík. Flokkarnir þurfa þó að líta inn á við og spyrja hvernig þeir geti hlustað betur á kröfur ungs fólks og í alvör- unni framkvæma það svo þegar þeir eru við völd. Það er ekki nóg að samþykkja einhverja ályktun á lands- fundi og gera svo eitthvað allt annað þegar á hólminn er kominn. Það er helsta ástæðan fyrir því af hverju ungt fólk er að afneita fjórflokknum. Það er sífellt verið að gera eitthvað á kostnað ungs fólks og fram- tíðarkynslóða eins og til dæmis skuldaleiðréttingin, skortur á framtíðargjaldmiðilsstefnu sem kemur í veg fyrir eðlilegan húsnæðis- og leigumarkað og ofeyðsla almannafjármuna í óumhverfisvænar verksmiðjur sem skapa störf sem ungt fólk langar ekkert að sinna. Daníel Arnarsson 25 ára Starfsmaður Vinstri grænna og í stjórn hreyfingarinnar Hvernig datt þér í hug að fara af stað í pólitík? Mér sveið að sjá Ísland taka þátt í stríði gegn saklausu fólki, einnig fannst mér skelfilegt að sjá náttúruna víkja fyrir skyndilausnum í atvinnumálum og að sjá ójöfnuð, sumir eiga allt, aðrir ekkert, það er stærsta vandamálið! Áttu foreldra sem starfa í pólitík? Nei, þau eru ekki einu sinni flokksbundin. Auðvitað hafa þau áhrif á mína lífspólisíu, gefa mér ráð og þess háttar. Hefurðu alltaf látið þig stjórnmál varða? Frá því að ég man eftir mér. Við búum ekki í fullkomnum heimi og öll okkar vandamál er hægt að leysa, því við sköpuðum þau. Ég var óþolandi barnið sem var alltaf að benda á ranglætið í hinu og þessu, rökræddi við fullorðna fólkið og þusaði yfir Alþingi. Er fjórflokkurinn úrelt fyrirbæri?Alls ekki. Mér finnst þessi umræða byggð á populisma. Tveir stjórnmálaflokkar hafa ráðið síðustu áratugi, fyrir utan örfá ár. VG hafa setið í ríkisstjórn í fjögur ár, ættum við því ekki að tala um tví- flokkana? Stjórnmálahreyfingar breytast hratt, þær eru tæki, ekki eitthvað heilagt. Fólkið í flokknum er mikilvæg- ara en Flokkurinn! Er ekki verið að kalla eftir nýjum áherslum í stjórn- málum, Hverjir þurfa að breytast? Fólkið eða stjórnmálin? Stjórnmálin, tvímælalaust. Það verður að hleypa ungu fólki í ábyrgðarstöður. Við verðum einnig að hlusta betur á fólkið, koma með lausnir til framtíðar og hætta að lofa stórum heildarlausnum sem verða svikin. Það er ekki nema von að fólk treysti ekki fólki sem segir eitt og gerir annað. Einnig þarf fólk að koma að ákvarðanatöku um stór málefni beint, ekki aðeins í gegnum fulltrúa. Við verðum einnig að hvetja til gagnrýninnar hugsunar! Það þýðir ekkert að elta ein- hvern í blindni. Jóhanna María Sig- mundsdóttir 24 ára 7. þingmaður Norðvestur- kjördæmis fyrir Fram- sóknarflokkinn 30 með áhrif Yngri en Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir 24 ára Ritari Sjálfstæðis- flokksins Pólítík meira eins og Twitter Er ekki verið að kalla eftir nýjum áherslum í stjórnmálum. Hverjir þurfa að breytast? Fólkið eða stjórnmálin? Ég held að allir muni halda áfram að breytast. Fólk og pólitík eru ekki eins árið 1995 og árið 1975. Þannig hafa orðið miklar breytingar á síðustu 20 árum. Þetta er ekki bara hrunið. Pólitík og fólk hefur breyst um allan heim. Sömu tilhneigingar sjást alls staðar. Mér finnst það jákvætt. Stöðnun er ekki eftirsóknarverð. Það þarf margt að breytast, pólitíkin þarf að vera opnari fyrir ungu fólki og nýjum hugmyndum. Alþingi á að vera eftirsóknarverður staður til að starfa á í nokkur ár en síðan á maður að geta farið annað. Við eigum að hætta að horfa á stjórnmál sem ævistarf. En svo það gerist þarf ekki einungis að breyta viðhorfinu hjá þeim sem starfa í stjórn- málum, heldur einnig öðru fólki sem horfir á stjórnmálin. Pólitíkin þarf að vera meira eins og Twitter en ekki eins og Facebook – umræðan þarf að vera hnitmiðaðri og efnis- meiri, ekki langt röfl um lítið efni. Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólítík? Hleypa fleira ungu fólki að störfum innan flokk- anna. Hætta að tala mikið en reyna að segja meira. Vera skemmtilegri og áhugaverðari. Einbeita sér að málum sem skipta ungt fólk máli eins og skólamál, atvinnumál og húsnæðismál. Og hætta að láta eins og umheimurinn sé hættulegur og það sé náttúrulögmál að allt sé betra hér. Það er hallærislegt. Ísland er æðislegt en við þurfum að hafa fyrir því að standast samkeppni við önnur lönd. Hvað er það versta við pólítík? Hvað við erum gjörn á að hjóla í manninn en ekki málefnið. Þegar fólk talar sér þvert um hug, bara til að vera ósammála andstæðingi sínum. Það er tímasóun. Verum almennilega ósammála um hluti sem við höfum andstæðar skoðanir á, en gerum okkur ekki upp skoðanir. Og hvað fólk getur haldið leiðinlegar ræður þar sem það segir nokkurn veginn það sama og næsti maður. Flokkarnir eru vandamálið Alþingi of langt frá fólkinu Þýðir ekki að elta í blindni Byltingin er hafin! 3 1 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r26 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.