Fréttablaðið - 31.10.2015, Síða 32

Fréttablaðið - 31.10.2015, Síða 32
Í Vatnagörðum var nóg að bíta og brenna. Matti öðlaðist fljótt heilsu á ný og fyrir tilstilli Gróu byrjaði hann að skrifast á við móður sína í Ameríku. Aftur með Ómari Á Eyrarbakka gekk honum vel. Við fermingu stóð honum svo til boða að taka annaðhvort landspróf, fara til föður síns sem þá bjó á Tálkna- firði með Ómari bróður hans eða fá hjálp við að fara til Ameríku og finna móður sína. „Ómar hafði vinninginn. Ég vildi vera aftur með honum.“ Á Tálknafirði fór hann að vinna í frystihúsinu þar sem bræðurnir lærðu að beita og flaka. Loksins voru þeir sameinaðir. Hann undi sér vel í frystihúsinu og ætlaði sér ekki á sjóinn þegar hann var beðinn um að taka pláss á báti. „Það var komið til mín einn daginn ’63 og mér var sagt að ég yrði að koma á sjóinn en ég vildi það ekki. Sætu stelpurnar voru að vinna í frystihúsinu og ég vildi vera þar,“ segir hann og skellir upp úr. Úr varð þó að Matti fór á sjóinn. Leiðin lá til Ameríku Með sjómennskunni komu pening- arnir og það kom að því að hann var orðinn svo vel efnaður að stefnan var sett til Ameríku að heimsækja móður sína. Hann lagði af stað til fyrirheitna landsins og stóð fyrst á bandarískri grund 6. júní 1966. Sama dag og allir leigubílstjórar voru í verkfalli. Móðir hans bjó þá í hjólhýsi með seinni manni sínum og þremur börnum þeirra. „Ég komst fljótt að því að mamma var hálfgerður fangi þarna. Hún mátti ekkert gera án mannsins síns, Carls. Hann var ekki vondur við hana en hann vildi ráða. Hún mátti ekki fara ein út í búð og hann vildi ekki að hún tæki bílpróf. Ég lærði nógu mikla ensku með hennar hjálp til þess að taka bílprófið úti. Hún sagði svo við mig, heyrðu ég kenndi þér þetta, ég get alveg tekið prófið sjálf. Og hún tók prófið en hann var ekki sáttur við það, hann vildi hafa hana heima.“ Ástin bankar upp á Matti var ekki búinn að vera lengi í Ameríku þegar hann var kolfallinn fyrir landi, þjóð og ekki síst matnum. „Ég fór svo aftur til Íslands þegar ég var orðinn blankur til þess að vinna og ná mér í meiri pening.“ Þegar því takmarki var náð fór hann aftur út til móður sinnar en þá var Ómar bróðir hans með í för. Eftir nokkra mánuði lá leiðin aftur til Íslands að vinna og þá varð hann ástfanginn af ungri konu sem hann kynntist í Þrastarlundi. „Ég man ég hugsaði að þessi ætti eftir að verða mín. Hún var allt öðruvísi en allar hinar stelpurnar og ég bar svo mikla virðingu fyrir henni,“ segir hann með blik í augum. Þessi sama kona átti eftir að koma aftur inn í líf hans 45 árum síðar. „Síðan var það móður- ástin sem kallaði og ég fór aftur út til Bandaríkjanna. Við skrifuðumst á í nokkur ár en svo fékk ég bréf um að ég skyldi hætta þessum ástarjátn- ingum, hún væri núna gift kona og ætti barn.“ Hann virti það en gleymdi henni aldrei og hugsaði oft til hennar í gegnum árin. Á búgarði Marlboro-mannsins Lífið í Bandaríkjunum var ævintýra- legt. Tækifærin voru á hverju strái. Bræðurnir réðu sig báðir í vinnu og fyrsta starfið úti var í Colorado Springs, á búgarði sjálfs Marlboro- mannsins sem auglýsti þær sígar- ettur um langt skeið. Næst lá leiðin inn í borgina. „Þá fórum við Ómar að vinna í ráðhúsinu. Ég var að vinna í deild sem sá um teikningar fyrir skolplagnakerfi og Ómar var í skjalasafni Vatnsveitunnar. Okkur leiddist alveg rosalega.“ Bræðurnir vildu meiri ævintýri. „Ég fékk síðan vinnu á skíðahótelinu Broadmoore Resort í Klettafjöllunum í Colorado Springs. Ómar fór að vinna í silfur- námu og var með miklar tekjur.“ Þjónaði Marlene Dietrich Í starfi sínu á hótelinu kynntist Matti nokkrum stórstjörnum sem dvöldu á hótelinu, hann skautaði með Peggy Flemming og þjónaði Marlene Diet- rich. „Ég var á næturvöktum og eigin- lega það eina sem ég þurfti að gera var að svæfa Marlene Dietrich,“ segir hann hlæjandi. Söngkonan varði stórum hluta ársins á hótelinu, þarna var hún um sjötugt og átti erfitt með svefn. „Hún bað mig að finna fyrir sig róandi te svo hún gæti sofið. Hún fór aldrei úr rúminu. Ég fór oft með mat til hennar og talaði aðeins við hana. Hún var bara eins og ryk, hefði ég blásið á hana þá hefði hún fokið í burtu. Hún bað oft um mig og spurði einu sinni hvort það væri satt að við Íslendingar hefðum aldrei áhyggjur af því hvaðan næsta máltíð kæmi eða hvar við ætluðum að finna kodda til að leggja höfuðið á í kvöld. Ég sagði já, ég held að það sé rétt. Ég hef aldrei haft áhyggjur af því hvar ég ætla að sofa í nótt eða hvaðan næsta máltíð kemur. Þetta var sennilega uppáhalds- tíminn minn í Ameríku,“ segir Matti hugsi. Eftir að hafa starfað á hótelinu í dágóðan tíma var kominn tími til þess að halda áfram og nú var stefnan sett á Kaliforníu þar sem hann vildi komast á skip og sigla um Kyrrahafið. „Ég fór þangað með félaga mínum. Þar hittum við Alice Cooper í partíi hjá einhverjum vinum hans. Æðis- legur maður og eðlilegur, vorum bara að kjafta og spila billjard.“ Matti fékk starf á fragtara og sigldi um Kyrrahafið næstu árin. Meðal annars til Ástralíu, Japans og Tókýó. Slapp við Víetnam Svo kom kallið, þar sem hann var fæddur fyrir 1950 þá var hann skyld- aður til þess að sinna herþjónustu. Við tóku þrjú ár í erfiðri og harðri herþjálfun fyrir Víetnamstríðið. „Þá var sagt við mann: annaðhvort kemur þú til baka dauður í plastpoka eða lamaður. En ég get lofað ykkur einu, sagði liðþjálfinn, það kemur enginn til baka eins. Þið verðið allir skaðaðir en það verður ekki endilega hægt að sjá skaðann. Sumir þessara liðþjálfa sem voru að þjálfa okkur höfðu verið í Víetnam og þetta var bara truflað fólk. Það var rosalega skrítið allt þarna og neikvætt and- rúmsloft.“ Matti slapp þó með skrekkinn við að fara til Víetnam. „Ég fór í gegnum alla þessa þjálfun og var kominn til eyjunnar Okinawa þegar Nixon ákveður að það verði ekki fleiri sendir til Víetnam. Það munaði bara tveimur eða þremur dögum. Ég varð fyrir vonbrigðum. Maður var búinn að byggja sig svo upp fyrir þetta,“ segir hann og vísar í þann hugsana- gang sem mönnum er kenndur í hernum. Fljótlega eftir þetta ákvað hann að hætta í hernum og leið hans lá til Havaí sem hann hafði kynnst á sigl- ingum sínum. Hann bjó þar næstu fimmtán árin.“ Eiginkona og börn Fyrst um sinn vann hann hjá dreif- ingarfyrirtæki og fór svo að vinna sem bílstjóri við að keyra peninga frá fyrirtækjum í banka. Þar vann hann meðan hann kláraði að taka punga- prófið og keypti sér í framhaldinu bát og það varð atvinna næstu árin hans að starfa sem skipstjóri á stangveiði- bát. Á Havaí sigldi hann stundum með þekkt fólk. Meðal annars boxar- ann Sugar Ray Leonard, André og O.J. Simpson auk þess sem hann kynntist morðingja Johns Lennon. Á Havaí kynntist hann líka Kathy, þýskættaðri konu sem varð eiginkona hans og barnsmóðir. Þau eignuðust þrjár stelpur, ein lést í móðurkviði en hinar eru 32 og 25 ára í dag. Þau skildu eftir 17 ára hjóna- band. „Kathy hélt framhjá mér en við vorum saman í átta ár eftir það. Sambandið varð aldrei eins og ég átti líka alltaf erfitt með að elska. Það hefur fylgt mér í gegnum lífið að vera svona varkár og að vera hræddur við að vera hafnað,“ segir hann. Óregla í skuggalegu glæpahverfi Eftir skilnað þeirra Kathy fór hann til Ómars bróður síns, sem bjó enn í Bandaríkjunum. „Ómar hafði bakbrotnað, var mjög illa farinn og mikið veikur. Ómar byrjaði að drekka þegar hann var í hernum og drakk mikið.“ Sjálfur var Matti farinn út af beinu brautinni. „Ómar var á mjög sterkum lyfjum eins og oxycontin og morfíni og ég byrjaði að fikta í þessu.“ Næstu árin sökk hann dýpra. Hann bjó með Ómari í glæpahverfi þar sem öllu var stolið og allt var flóandi í eiturlyfjum. Hann fékk lítið að gera, vann þó inn á milli í stöku verkefnum en drakk sífellt meira og auk þess bættust við lyf og dóp ásamt skuggalegum félagsskap. Hann sökk dýpra og dýpra án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því. Matti var orðinn veikur og illa farinn þegar hann reyndi að fyrirfara sér með því að reka hníf í brjóstið á sér. Ung útigangskona sem hann og félagi hans höfðu tekið að sér bjargaði honum með því að hringja á sjúkrabíl. „Þetta var ung stelpa sem var í eiturlyfjum og átti engan að. Hún bað mig að vera vin sinn en ég komst fljótlega að því að hún átti við geðræn vandamál að stríða. Hún átti engan að, foreldrar hennar höfðu látist þegar hún var lítil og stjúpmóðir hennar vildi ekki tala við hana. En það var hún sem bjargaði mér. Seinna lést hún svo í bílslysi, grey stelpan.“ Hann rankaði við sér á spítala nokkrum dögum síðar og í kjölfarið fór hann að huga að því að koma sér á beinu brautina á ný. Ómar bróðir hans lést skömmu síðar af lang- vinnum veikindum og þá tók Matti sig til, flutti úr glæpahverfinu og til dóttur sinnar. Fann æskuástina aftur Það var þar sem hann fór að hugsa aftur til heimahaganna. Hann var illa á sig kominn, andlega og líkamlega. Fyrir framan tölvuskjáinn rakst hann svo aftur á æskuástina, þá sömu og hafði heillað hann á Íslandi 45 árum fyrr. „Við fórum að spjalla saman og það kom í ljós að hún hafði misst manninn sinn langt fyrir aldur fram nokkrum árum fyrr og var orðin ekkja,“ segir hann og ljómar þegar hann talar um æskuástina. Þegar Matti hafði jafnað sig og var kominn í betra stand ákvað hann að láta verða af því að fara aftur til Íslands. Hugurinn leitaði til rótanna og Ameríka var ekki lengur jafn heillandi og hún hafði verið öllum þessum áratugum fyrr. Hann hélt heim á leið og á flug- vellinum var það æskuástin sem tók á móti honum. „Ég var illa farinn þegar ég kom hingað fyrir þremur árum. Var með mikla bakverki og þurfti að fara í aðgerð á öxl. En ég hef fundið það út að mér líður best þegar ég fer á sjóinn.“ Ánægður að vera kominn heim Matti hefur verið á strandveiðum við Patreksfjörð á bátnum Andra BA 100. Þar á hann hús og land sem hann erfði eftir föður sinn. „Ég er mikil aflakló hérna á Patró og er að verða kominn með 35 tonn síðan í maí,“ segir hann hlæjandi enda unir hann sér vel á sjónum. „Mér hefur alltaf fundist gaman að vinna og vera í kringum venjulegt fólk.“ Matti segir það hafa verið skemmtilegt verkefni að segja sögu sína en Sigmundur Ernir kom vestur til hans þar sem hann tók viðtöl fyrir skrif bókarinnar. „Það er búið að vera æðislegt en mér finnst í raun merkilegust þessi koma mín aftur til Íslands. Það hefur breytt svo miklu fyrir mig. Ég er algjörlega búinn að koma mér í gang líkamlega og til- finningalega. Og í fyrsta skipti í mörg ár er ég búinn að ná mér á strik efna- hagslega, á smá pening í bankanum og hef efni á að gera hitt og þetta. Þetta er mjög skemmtilegt. Ég elska Ísland og það er svo yndislegt að vera kominn aftur heim.“ Þá var sagt við mann: annaðhvort kemur Þú til baka dauður í plastpoka eða lamaður. en ég get lofað ykkur einu, sagði liðÞjálfinn, Það kemur enginn til baka eins. Þið verðið allir skaðaðir en Það verður ekki endilega hægt að sjá skaðann. Matti á hippatímabilinu, með sítt hár og skegg, nýfluttur til Havaí. Matti var í þrjú ár í bandaríska hernum, Bræðurnir Ómar og Matthías . 20% AFSLÁTTUR AF SMÁTÆKJUM OFURTILBOÐ FIMMTUDAG TIL LAUGARDAGS 72 TÍMA Suðurlandsbraut 16 Sími 5880500 www.rafha.is 3 1 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r32 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.