Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2015, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 31.10.2015, Qupperneq 40
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is s. 512 5434. Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson. Í kringum jól og ára­ mót er tilvalið að fara á stúfana og safna flöskum og dósum enda sjaldan jafn mikið af þeim í geymslum lands­ manna og eftir há­ tíðarnar. Þeir sem eru í fjár­ öflun af einhverju tagi geta haft veru­ lega mikið upp úr því að ganga í hús og safna dósum, plasti og flöskum. Best er að bera út miða nokkru fyrir hátíð­ arnar þar sem tekið er fram hvað standi til og fyrir hverju er verið að safna. Eins hvaða dag söfnunin fari fram og á hvaða tíma megi eiga von á því að barið verði að dyrum. Þannig geta þeir sem vilja gefa haldið dósunum til haga og haft þær tiltækar. Skilagjald fyrir dósir, plast og gler er 16 krónur hjá Endur­ vinnslunni. Greitt er fyrir plastflöskur utan af ávaxtasafa, gos­ drykkjum, orkudrykkjum og vatni en ekki utan af mat, þvotta­ legi, mjólkurdrykkjum og öðru slíku. Greitt er fyrir glerflöskur utan af áfengi, bjór, ávaxtasafa, gosdrykkjum og orkudrykkjum en ekki fyrir glerkrukkur, matar­, olíu­ og edikflöskur. Þá er greitt er fyrir áldósir undan gosdrykkjum, orkudrykkjum og bjór. Dæmi eru um að fjáröflunarhópar safni tugum og jafnvel hundruðum þúsunda með dósasöfnun um og eftir hátíðarnar. Það er því síður en svo vitlaus fjáröflunarleið. Dósasöfnun arðsöm Rekstrarvörur til fjáröflunar – safnaðu peningum með sölu á fjáröflunarvörum frá RV RV 1015 Er æfingaferð, keppnisferð, útskriftarferð eða önnur kostnaðarsöm verkefni framundan? Síðustu 30 árin hafa félagar í íþróttafélögum, kórum og öðrum félagasamtökum aflað sér fjár á einfaldan hátt með sölu á WC pappír, eldhúsrúllum, þvottadufti og öðrum fjáröflunarvörum frá RV Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur - vinna með þér Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað 24/7 RV.is FÓ TB O LT I BA DM IN TO N SU N D HA N DB O LT I KÖ RF UB O LT I Fjáraf lanir eru stór hluti af starfsemi yngri f lokka íþrótta­ félaga hér á landi og hefur verið um langt skeið. Það eru sjálf­ boðaliðar, sem eru nær allt­ af foreldrar barna sem stunda íþróttir hjá viðkomandi félagi, sem sjá að mestu leyti um skipulag þeirra og framkvæmd. Ein þeirra sem hefur verið dugleg í fjáröflunum undan­ farin ár er Rósa Hrönn Árna­ dóttir sem er þó að eigin sögn bara ótrúlega venjuleg KR­ mamma. Strákurinn hennar byrjaði í fótbolta með 8. f lokki hjá KR árið 2010. Ári síðar var hún komin á fullt sem sjálf­ boðaliði í yngri f lokka starfi félagsins, fyrst í foreldraráði og síðar í barna­ og unglinga­ ráði fótboltans hjá KR. „Mest hef ég starfaði í kringum flokk stráksins en svo hefur sjálf­ boðaliðastarfið þróast út í eitt og annað og í raun að ýmsum verkefnum hjá bæði stráka­ og stelpuflokkum félagsins. Það eru fjölmargir foreldrar innan félagsins sem koma að fjáröfl­ unum og án þeirra væri þetta ekki hægt.“ Frumkvæði foreldra nauð- synlegt Margt hefur breyst undan­ farin ár þegar kemur að fjár­ öf lun íþróttafélaga. Upphaf­ lega snerist hún mest um sölu á klósettpappír, eldhúsrúll­ um og lakkrís að sögn Rósu. „Seinna var boðið upp á árs­ tíðartengdar vörur eins og jóla­ pappír, páskaegg og túlípana. Einnig hafa verið seldir álfar, bláir naglar og sjómannadags­ merki svo eitthvað sé nefnt. Unglingahópar hafa tekið að sér vörutalningu og tekið upp jólavörur og fengið greitt fyrir.“ Foreldrar hafa l í ka haft frumkvæði að ýmsum fjáröfl­ unum að sögn Rósu. „Til að mynda voru KR­sokkar fram­ leiddir og seldir auk þess sem lítill hópur skellti sér í bökun­ arpappírssölu fyrir ein jólin. Ég verð alltaf svo glöð þegar ég heyri af svona einstaklings­ framtaki og fagna því innilega. Við reynum líka að vera skap­ andi í fjáröflunarhugmyndum. Síðasta verkefni okkar var t.d. fjölnota pokar sem við Helga Ösp Jóhannsdóttir hönnuðum og létum framleiða til sölu.“ Fjáraf lanir safna þó ekki bara peningum, þær styrkja tengsl milli foreldra og eiga stóran þátt í að byggja upp samkennd innan íþróttafé­ laga að sögn Rósu. „Það er mjög mikilvægt að hafa fjárafl anir í boði fyrir þau verkefni sem fram undan eru. Það er svo val foreldra að taka þátt. Auk þess höfum við hjá KR farið þá leið að fá foreldra yngri iðkenda til að aðstoða við ákveðin störf á heimaleikjum KR í meist­ araflokki karla í knattspyrnu. Það fjáröflunarverkefni hefur mælst mjög vel fyrir og einmitt skapað góðan anda og sam­ kennd og jafnvel nýjan vinskap milli foreldra iðkenda. Það er ótrúlega gaman að taka þátt í starfi félagsins með foreldrum á aðeins öðrum forsendum en að hitta þá á íþróttamótum.“ Góður lærdómur Fyrst um sinn eru fjáraf lan­ ir á herðum foreldra en þegar börnin eldast geta þau sjálf tekið ábyrgð. „Það getur verið góður lærdómur fyrir þau þar sem íþróttir, æfingar, keppnis­ ferðir og fatnaður kostar pen­ inga og það er jákvætt að börn­ in fái tækifæri til að leggja sitt af mörkum og safna fyrir ein­ hverju verðugu.“ Íþróttafélög leita stöðugt leiða til að selja nýjar vörur eða taka að sér ný verkefni. Stund­ um fer það ekki alltaf vel og segir Rósa að það hafi kennt þeim að kanna betur hvers konar vörur og þjónustu er um að ræða. „Ég man að við feng­ um boð um að pakka þvotta­ efnisdufti í litlar einingar fyrir ákveðið fyrirtæki. Okkur leist ágætlega á þetta en við nán­ ari athugun af hálfu fyrir­ tækisins kom í ljós að strang­ ar reglur gilda um pökkun á þvottaefni og því varð ekkert úr þessu annars áhugaverða boði. Svona heyrir þó til und­ antekninga og við lærum bara af þessum.“ Styrkja tengsl og samkennd Stór hluti af starfsemi yngri flokka íþróttafélaga hér á landi snýr að fjáröflunum. Þótt fjáraflanir séu nauðsynlegur þáttur starfsemi yngri flokka efla þær líka tengsl milli foreldra barnanna. Stöðugt er verið að leita nýrra og frumlegra fjáröflunarleiða. ,,Það eru fjölmargir foreldrar innan félagsins sem koma að fjáröflunum og án þeirra væri þetta ekki hægt,” segir Rósa Hrönn Árnadóttir. MYND/VILHELM Kynning − auglýsingFjáröflun 31. októBeR 2015 LAUGARDAGUR2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.