Fréttablaðið - 31.10.2015, Page 76

Fréttablaðið - 31.10.2015, Page 76
var hins vegar þar sem hann áttaði sig á að hann væri mögulega að missa af lífinu vegna tölvunotkunar sinnar. „Það var miðnætursala á tölvuleik í BT Smáralind þar sem ég vann. Þegar ég horfði yfir hópinn þá brá mér. Þetta voru karlmenn á aldrinum 20-40 ára, allir með bauga, gráir og illa til fara. Þá fór ég að velta fyrir mér hvort ég væri svona líka, þetta hlyti að vera fíkn,“ segir hann. Í framhaldinu ákvað hann að breyta tölvunotkun sinni. Hann segir það hafa verið erfitt til að byrja með. „Ég fór að sjá lífið í nýju ljósi.“ Hann hætti samt ekki að nota tölvur en gerði það á annan hátt. Fyrst á eftir varð hann þunglyndur. „Ég fór að hugsa hvað ég hafði eytt lífi mínu í. Ég bjó hjá for- eldrum mínum, var ekki í sambandi, ómenntaður og átti ekki neitt, nema tölvu.“ Hann ákvað að taka tölvuna úr fyrsta sæti, fór aftur í nám og núna ellefu árum síðar á hann allt annað líf. „Nú er ég búinn að vera ellefu ár í sam- búð. Á tvö börn með konunni minni en hún átti tvö börn fyrir. Ég fór í nám og er kennari í dag,“ segir Þorsteinn. Hann segist þó alls ekki hættur að nota tölvur en hann stýri notkuninni. „Það kemur alveg fyrir að ég detti í það að vera of mikið í tölvunni og þá yfirleitt ef ég er undir miklu álagi. Það gerðist til dæmis í sumar en ég átta mig fljótt. En munurinn er sá að ég veit að ég er tölvufíkill og er fljótur að ná stjórn á því aftur,“ segir Þorsteinn. Há sjálfsvígstíðni er meðal fólks sem glímir við tölvu- og netfíkn. Þetta segir Eyjólfur Örn Jóns-son sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í hjálpa þeim sem glíma við erfiðleika vegna tölvu- notkunar sem þeir ráða ekki við. Hann segir vandamálin misjöfn en þeir sem leiti til hans eigi það sam- eiginlegt að tölvan stjórni lífi þeirra. Mikill kvíði og einangrun Flestir eigi það sameiginlegt að hafa einangrast og þróað með sér mikinn kvíða yfir því að takast á við lífið. „Þessu fylgir yfirleitt mikil einangr- un, kvíði, félagsfælni og vanlíðan. Lífið einkennist af hræðslu við oft hversdaglegustu hluti, fólk er búið að einangra sig það lengi að hlutir sem við göngum út frá að séu mjög venjulegir eru mjög ógnvekjandi,“ segir Eyjólfur. Samkvæmt nýjustu skilgrein- ingum er þó ekki talað um þetta sem tölvufíkn eða netfíkn þar sem það hefur reynst vandasamt að flokka þetta sem fíkn. „Af því þetta passar ekki 100% við að vera fíkn, þetta skarast á við svo margar aðrar raskanir. Í dag er almennt talað um ofnotkun netsins en ekki netfíkn vegna þess að menn hafa átt erfitt með að skilgreina vandann.“ Alltaf eitthvað að gerast Hann segir stanslausa virkni vera eitt af einkennum þessa. Það sé alltaf eitthvað að gerast. Sumir séu fastir í tölvuleikjum, aðrir í alls kyns spjalli á netinu, aðrir eru fastir á klámsíðum eða bara að vafra um netið svo eitt- hvað sé nefnt. „Það er þessi mikla virkni sem er einkennandi. Um leið og fólk vaknar þá er farið í tölvuna eða á eitthvert spjall. Það er alltaf eitthvað að gerast.“ Hann segir fólk oft hætta að lifa utan tölvunnar. „Þetta verður allt lífið þeirra, þau lifa fyrir og í gegnum þetta. Þessi miðill kemur í staðinn fyrir daglegt líf og amstur. Þau missa allan hvata og áhuga á að lifa utan tölvunnar. Þú getur búið þér til alter ego í tölvunni. Getur verið ein- hver annar en þú ert í daglegu lífi og það heillar marga. Sumir eru alltaf að spjalla við fólk og standa í þeirri trú að þeir eigi fullt af vinum en hafa svo kannski aldrei hitt neitt af þessu fólki.“ Missa út mikilvægan þroska Eyjólfur segir þetta geta verið afar snúið með börn og unglinga þar sem þau hafi oft ekki áhuga á að fá hjálp og telji ekki að um vandamál sé að ræða. Þau geti líka misst út mikil- vægan þroska vegna þessa og orðið á eftir jafnöldrum sínum. Sjálfsvíg eru algeng meðal fólks sem glímir við þessi vandamál. „Mjög algeng. Því yngri sem ein- staklingurinn er þá eiga ákveðin þroskavandamál sér stað. Það eru meiri líkur á að einstaklingur geri hluti sem hann hugsar ekki alla leið. Þegar þessir einstaklingar fara að gera sér grein fyrir því að þeir eru ekki hluti af lífinu og ekki að ná jafnöldrum sínum þá fyllast þeir oft erfiðu þunglyndi og rosalega miklu vonleysi. Það er mjög há sjálfsvígs- tíðni í þessum hóp.“ Grípum of seint inn í Hann segir mikilvægt að setja börn- um mörk varðandi tölvunotkun og að foreldrar séu vel inni í netnotkun barna sinna. Yfirleitt leiti fólk hjálpar þegar komið er í alltof mikið óefni. „Við erum að grípa of seint inn í. Ég er að hitta foreldra sem eru komnir á þann stað að það er nauðsynlegt að þeir segi upp nettengingunni sinni tímabundið. Út á við virkar það stór- kostlegta skrítið en er í raun afleiðing þess að vandamálið er það slæmt og erfitt að takast á við það. Lykilatriðið er að vera innviklaður í líf barnanna sinna, þekkja leikina og vita hvað er Há sjálfsvígstíðni er meðal þeirra sem eiga erfitt með að stjórna tölvu- og net- notkun sinni. Sálfræðingur sem sérhæfir sig í þessum málum segir mikilvægt að foreldrar fylgist vel með tölvunotkun barna sinna. Stjórnar tölvan eða síminn þínu lífi? „Þegar ég prófaði að slökkva á tölv- unni þá sá ég lífið í nýju ljósi,“ segir Þorsteinn K. Jóhannsson sem glímt hefur við tölvufíkn. Þegar hann var 34 ára gamall sneri hann blaðinu við og fór að stjórna tölvunotkun sinni í stað þess að láta hana stjórna sér. „Þá bjó ég hjá for- eldrum mínum, var stórskuldugur, ómenntaður og átti ekkert nema geð- veika tölvu.“ Hann segir fíknina hafa ágerst hjá sér með árunum en í raun hafi það legið fyrir strax þegar hann byrjaði að leika sér í tölvum að þetta yrði vandamál. „Það var þannig strax hjá mér að ekkert annað komst að.“ Þegar hann var 34 ára var hann yfir tölvuleikjadeild BT verslunarinnar og taldi sig vera í draumastarfinu. Það Lífið gjörbreyttist eftir að hann tók á tölvufíkninni Líf Þorsteins tók allt aðra stefnu eftir að hann tók tölvuna úr fyrsta sæti. l Notar þú tölvuna hömlulaust? l Lendir þú ítrekað í því að vera lengur í tölvunni en þú ætlaðir? l Pirrast þú auðveldlega ef einhver truflar þig í tölvunni? l Lendir þú í því að heimilisstörf sitja á hakanum vegna tölvunotkunar? l Þarftu stundum að vinna lengur vegna þess að þú hefur ekki náð að klára verkefni í vinnunni? l Hefur tölvunotkun þín neikvæð áhrif á félagslíf þitt? l Ertu að vanrækja fjöl- skyldumeðlimi og vini? l Hefur þú á tilfinn- ingunni að enginn í raunverulega lífi þínu, jafnvel maki, skilji þig eins vel og netvinir þínir? l Fer makinn í taugarnar á þér með nöldri vegna tölvunnar eða snjallsímans? l Hagræðir þú sannleikanum um tölvunotkun gagnvart fjölskyldu, maka, vinum eða vinnufélögum? l Notar þú internetið við stressi, leiða, eða til að fullnægja kynþörf eða spennu? l Hefur þú reynt að minnka tölvu- notkunina án árangurs? l Er tölvunotkunin farin að taka tíma frá svefni? l Finnur þú fyrir gremju eða reiði þegar einhver fer að skipta sér af tölvu- notkun þinni og ætlar jafnvel að setja einhverjar heftandi reglur? l Er fyrsta verk- efni þitt þegar þú kemur heim að fara í tölvuna? l Finnur þú fyrir óróleika ef þú kemst ekki í tölvuna eða snjallsímann? l Hefur tölvan haft neikvæð áhrif á samskipti þín við maka? l Hefur þú einhvern tíma tekið tölvuna fram yfir fjölskyldu, maka, vini, skóla, vinnu eða önnur áhugamál? Þessu fylgir yfirleitt mikil einangrun, kvíði, félags- fælni og vanlíðan. ég fór að hugsa hvað ég hafði eytt lífi mínu í. ég bjó hjá foreldrum mínum, var ekki í sambandi, ómenntaður og átti ekki neitt, nema tölvu. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is Fleiriglímaviðnetfíkn að gerast, fylgjast með hvað þau eru að gera í tölvunni.“ Eyjólfur byrjaði að vinna að þess- um málum árið 2005 og segir vand- ann hafa vaxið mikið síðan þá. „Þá var þetta einn og einn. Þetta verður stærra og stærra vandamál með hverju árinu sem líður og tengist inn í vandamál margra.“ Hann segir vin- sæla kenningu innan fræðaheimsins núna að um sé að ræða svokall- að annars stigs vandamál. „Þetta er þá ekki frumvandamál heldur byggir þetta á einstaklingi sem er með vandamál fyrir, er einmana, kvíðinn, þunglyndur eða að glímir við eitthvert vandamál. Svo verður þetta innan stórra gæsalappa hans bjargráð til þess að díla við það en það gerir svo vandann miklu miklu verri.“ Erfitt að skilgreina Hann segir vandamálið líka vera flókið því að það sé allt á internetinu. „Það eru allir að nota netið, þegar við erum að nota netið líður okkur eins og við séum að gera eðlilega hluti.“ Eyjólfur segir erfitt að skilgreina nákvæmlega hvenær um vandamál sé að ræða. „Bandarísku viðmiðin miðast við að ef þú ert einhvern til- tekinn tíma á netinu sé það vanda- mál. En við reynum frekar að skoða hér hvort þetta sé að hafa áhrif á lífið. Þegar þú ert farinn að minnka samskipti fyrir utan tölvuna, skipta hlutum út fyrir tölvuna eða símann, þá þarf að stoppa og grípa inn í.“ 3 1 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r40 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.