Morgunblaðið - 07.09.2019, Síða 14
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Á innan við einu ári hafa fulltrúar
Japansstjórnar og Bandaríkja-
stjórnar rætt hugmyndir um gerð
fríverslunarsamnings við Ísland.
Með því fylgja þau í fótspor Kína-
stjórnar, sem gerði slíkan samning
við Íslendinga í apríl 2013.
Íslendingar samþykktu að Kína
væri markaðshagkerfi en iðnríkin
hafa ekki verið reiðubúin til þess.
Átti það þátt í að samningar tókust.
Rætt var við Jin Zhijian, sendi-
herra Kína á Íslandi, í Morgun-
blaðinu í gær. Þar sagði hann að
fyrir tveimur árum hefði Kínastjórn
lagt fram minnisblað til íslenskra
stjórnvalda um þátttöku í verkefn-
inu Belti og braut. Við það tækifæri
vísaði hann þeim ummælum Mikes
Pence, varaforseta Bandaríkjanna, á
bug að íslensk stjórnvöld hefðu af-
þakkað samstarf í Belti og braut.
Slík orðaskipti fulltrúa tveggja
stærstu hagkerfa heims eru ekki al-
geng þegar Ísland er annars vegar.
Trúnaður ríkir um skjalið
Af því tilefni voru fyrirspurnir
sendar til utanríkisráðuneytisins
annars vegar og kínverska sendi-
ráðsins hins vegar um hvort hægt
væri að sjá samkomulagið, eða að
minnsta kosti hluta þess. Svar barst
ekki frá utanríkisráðuneytinu en
fulltrúi sendiráðsins sagði skjalið
ekki aðgengilegt almenningi að
sinni.
Össur Skarphéðinsson, fyrrver-
andi utanríkisráðherra, blandaði sér
í umræður um málið með því að
gagnrýna varaforseta Bandaríkj-
anna fyrir umrædd ummæli. Ekki
náðist í Össur vegna málsins í gær.
Með Belti og braut hyggst Kína-
stjórn færa Kína nær mörkuðum í
Mið-Asíu, Evrópu og Afríku með
uppbyggingu innviða og samgöngu-
mannvirkja. Markmiðið er meðal
annars að stytta flutningstíma og
greiða almennt fyrir viðskiptum.
Hvað varðar möguleg efnahagsleg
áhrif Beltis og brautar má rifja upp
að uppbygging járnbrautarkerfis í
Bandaríkjunum á síðari hluta 19.
aldar hafði gríðarleg áhrif á þróun
miðríkjanna. Sambærileg þróun er
hugsanleg í Mið-Asíu.
Hér fyrir ofan er graf sem sýnir í
grófum dráttum hver lega Beltis og
brautar verður frá Asíu til Evrópu.
Eins og sjá má nær siglingaleiðin
norður fyrir Rússland og svo með-
fram ströndum Noregs að höfninni í
Rotterdam. Hér er farin svonefnd
norðausturleið yfir norðurpólinn
sem verður greiðfærari með hlýnun
og bráðnun íss.
Albert Jónsson, fv. sendiherra og
sérfræðingur í alþjóðamálum, benti
á að grunnsævi væri á þessari sigl-
ingaleið og þokugjarnt. Hún hentaði
því ekki stórum gámaskipum. Á hinn
bóginn hentaði hún fyrir flutninga á
málmum og öðrum varningi sem
væri ekki jafn háður tímasetningum
og farmur gámaskipa. Því gæti hún
til dæmis hentað fyrir flutninga á
málmum frá Grænlandi hluta úr ári.
Jin Zhijian, sendiherra Kína á Ís-
landi, sagði aðspurður í viðtalinu við
Morgunblaðið í gær að „vegna
strategískrar staðsetningar hafi
mörg ríki sýnt því áhuga að stofna til
góðs sambands við Ísland, Kína þar
með talið“. Mikilvægi Íslands kynni
að aukast með opnun siglingaleiða
yfir norðurpólinn. Hversu mikið færi
eftir því hvaða leiðir myndu opnast.
Albert taldi það skipta miklu máli
hvaða siglingaleið opnaðist. Ef mið-
leiðin yfir norðurpólinn opnaðist
gæti Ísland orðið í siglingaleiðinni
og umferðin þannig skapað tæki-
færi. Hins vegar væri vandséð að
aukin umferð um norðausturleiðina
myndi leiða til mikillar uppbygg-
ingar á Íslandi.
Liður í þróun hagkerfisins
Á vef hugveitunnar Council on
Foreign Relations er ýtarleg um-
fjöllun um Belti og braut eftir And-
rew Chatzky og James McBride.
Þar er rifjað upp að Xi Jinping, for-
seti Kína, hafi fyrst greint frá áform-
um um Belti og braut árið 2013. Það
sé álit sumra að verkefnið sé við-
brögð við aukinni áherslu Banda-
ríkjastjórnar á Asíu. Sú stefna hafi
fyrst birst í tíð Baracks Obama,
fyrrverandi forseta, árið 2011.
Greinarhöfundar segja Kínastjórn
staðráðna í að auka hlutfall meira
virðisaukandi atvinnugreina. Með
því vilji hún forðast að feta sömu
slóð og mörg ríki sem hafa bætt lífs-
Kínverjar horfa til siglingaleiða
Ísland gæti orðið hluti af siglingaleið Beltis og brautar, innviðaverkefnis Kína, síðar á öldinni
Samtímis áhuga Kína á Íslandi bjóða Japanir og Bandaríkjamenn Íslendingum aukið samstarf
Silkivegurinn*
Belti og braut:
Vegir
Járnbrautir
Siglingaleiðir
Rotterdam
ÍSLAND
Feneyjar
Teheran
Almaty
Istanbúl
Mombasa
Samarcande
Islamabad
Peking
Xian
Lanzhou Hangzhou
Zhanjiang
Hanoi
Kuala Lumpur
Jakarta
Maldíveyjar
Aþena
Djibútí
Bichkek
Kashgar
Moskva
Kolkata
Colombo
Gwadar
Astana
Urumqi
Duisburg
Belti og braut
Áform Kínastjórnar
*Silkivegurinn var net af verslunarleiðum frá Sian í Kína og að austurhluta
Miðjarðarhafs og var aðalverslunarleiðin fyrir silki þar til á 7. öld eftir Krist
Kínverjar hafa undirritað samning við 127 ríki um Belti og braut, einhverja
umfangsmestu uppbyggingu innviða í sögunni. Stefnt er að miklum fjárfestingum í
járnbrautum, vegum og höfnum í 65 löndum frá Asíu til Evrópu og Afríku með það
fyrir augum að greiða fyrir viðskiptum milli Kína og annarra landa.
H
ei
m
ild
ir:
rí
ki
sf
jö
lm
ið
la
r í
K
ín
a
og
M
er
ca
to
r-
st
of
nu
ni
n
í K
ín
af
ræ
ðu
m
SJÁ SÍÐU 16
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019
Verið velkomin í glæsilega sýningaríbúð
Breiðakri 4 íbúð merkt 104
Guðbjörg Guðmundsdóttir
löggiltur fasteignasali
gudbjorg@manalind.is
sími: 899 5533
Thelma Víglundsdóttir,
löggiltur fasteignasali
thelma@manalind.is
sími: 860 4700 www.manalind.is Lágmúla 6 sími 511 1020
Sölusýning
Breiðakur 6-8 Garðabæ
Laugardaginn 7. september frá 14:00-15:00
Sunnudaginn 8. september frá 14:00-15:00
Lækkað verð, aðeins 6 íbúðir eftir.
Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar, fullbúnar án gólfefna.
Verð frá 62,9 millj.
Nýtt átta íbúða fjölbýli með lyftu, á eftirsóttum stað.
Þriggja og fjögurra herbergja íbúðir, 122-138 fm.
Öllum íbúðum fylgja stæði í lokaðri bílageymslu.