Morgunblaðið - 07.09.2019, Side 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Leiðtogar stærstu stjórnarand-
stöðuflokkanna í Bretlandi sam-
þykktu í gær að styðja ekki tillögu
Boris Johnsons forsætisráðherra um
að efnt yrði til kosninga fyrir leið-
togafund ESB-ríkja 17.-18 október.
Þeir vilja að kosningarnar verði
haldnar síðar til að þeir geti tryggt
að Bretland gangi ekki úr Evrópu-
sambandinu án samnings 31. októ-
ber. Ef marka má nýja skoðana-
könnun er líklegt að Íhaldsflokkur-
inn fengi meirihluta í neðri deild
breska þingsins ef kosið væri nú en
enginn flokkur kæmist nálægt því að
fá meirihluta ef kosningar færu fram
eftir 31. október án þess að landið
hefði gengið úr ESB. Tímasetning
kosninganna gæti því ráðið úrslitum,
samkvæmt könnuninni.
Leiðtogar Verkamannaflokksins,
Frjálslyndra demókrata, Skoska
þjóðarflokksins og Plaid Cymru,
flokks sjálfstæðissinna í Wales, sam-
þykktu í gærmorgun að greiða at-
kvæði gegn tillögu forsætisráð-
herrans um að kosningunum yrði
flýtt. Johnson vill að kosið verði 15.
október, tveimur dögum áður en
leiðtogafundur ESB-ríkjanna hefst.
Hann lagði tillöguna fyrst fram á
miðvikudaginn var eftir að neðri
deild þingsins samþykkti frumvarp
um að forsætisráðherranum bæri að
óska eftir því að útgöngu landsins úr
ESB yrði frestað um þrjá mánuði
næðist ekki nýtt samkomulag um
hana. Tveir þriðju allra þingmanna
deildarinnar, eða 434, þurfa að sam-
þykkja tillöguna um að flýta kosn-
ingunum en hún fékk aðeins 298 at-
kvæði. Leiðtogar stjórnarand-
stöðunnar höfðu sagt að flokkar
þeirra myndu ekki styðja tillöguna
fyrr en frumvarpið um frestun brexit
yrði að lögum.
Neyddur til afsagnar?
Johnson ákvað þá að leggja tillög-
una fram aftur á mánudaginn
kemur, þegar nýja brexit-frumvarp-
ið er orðið að lögum. Lávarðadeild
þingsins samþykkti frumvarpið í
gær og Bretadrottning undirritaði
það. Breska blaðið The Guardian
segir að ástæða þess að Verka-
mannaflokkurinn vilji ekki kosning-
ar fyrir leiðtogafund ESB sé sú að
þingmenn flokksins hafi áhyggjur af
því að Johnson knýi fram útgöngu án
samnings, þrátt fyrir nýja brexit-
frumvarpið. Afdráttarlaus yfirlýsing
forsætisráðherrans í fyrradag hafi
kynt undir þessum áhyggjum þing-
manna Verkamannaflokksins. John-
son sagði þá í ræðu að hann vildi
„frekar liggja dauður í skurði“ en að
biðja leiðtoga ESB um að fresta
brexit í þriðja sinn.
Fréttaveitan AFP hefur eftir
stjórnmálaskýrendum að leiðtogar
stjórnarandstöðunnar vilji tryggja
að kosningarnar fari fram eftir að
forsætisráðherrann neyðist til að
ganga á bak orða sinna og óska eftir
því við leiðtoga ESB að brexit verði
frestað. Vilji Johnson ekki gera það
eigi hann einskis annars úrkosti en
að segja af sér.
Johnson sagði í gær að leiðtogar
stjórnarandstöðunnar væru að gera
„stórfurðuleg mistök“. „Aldrei í sög-
unni hefur verið stjórnarandstöðu-
flokkur sem hefur fengið tækifæri til
að fá kosningar og hafnað því.“
Myndi missa forskotið
Nýlegar skoðanakannananir
benda til þess að fylgi Íhaldsflokks-
ins hafi aukist verulega á kostnað
Brexit-flokksins frá því að Johnson
varð forsætisráðherra í júlí og hann
sé nú með sjö til tíu prósentustiga
forskot á Verkamannaflokkinn.
Í nýrri könnun rannsóknafyrir-
tækisins ICM voru þátttakendurnir
spurðir hvaða flokk þeir myndu
kjósa ef kosningar færu fram á
morgun. Um 37% þeirra sögðust
myndu kjósa Íhaldsflokkinn og 30%
Verkamannaflokkinn. Þótt munur-
inn sé ekki mikill er talið að Íhalds-
flokkurinn fengi meirihluta í neðri
deildinni, eða 354 sæti af 650, og að
Verkamannaflokkurinnn missti 20
sæti ef þetta yrði niðurstaða kosn-
inga, að sögn stjórnmálaskýranda
The Telegraph.
Í sömu könnun voru þátttakend-
urnir spurðir að því hvaða flokk þeir
myndu kjósa ef kosningar yrðu
haldnar eftir 31. október án þess að
Bretland hefði gengið úr Evrópu-
sambandinu. Niðurstaðan var þá sú
að Íhaldsflokkurinn og Verka-
mannaflokkurinn fengju jafnmikið
fylgi, 28%, og stuðningurinn við
Brexit-flokkinn ykist í 18%. Stjórn-
málaskýrandi The Telegraph segir
að verði þetta niðurstaðan geti
Verkamannaflokkurinn fengið fleiri
þingsæti en Íhaldsflokkurinn án
þess að fá meirihluta í neðri deild-
inni. Þótt ekki sé hægt að fullyrða
nokkuð um úrslitin út frá einni könn-
un bendi hún til þess að tímasetning
kosninganna geti skipt sköpum.
Gangi Bretar til kosninga án þess að
Johnson hafi tekist að tryggja út-
göngu úr ESB sé líklegt að Brexit-
flokkurinn auki fylgi sitt á kostnað
Íhaldsflokksins.
Hefur misst 29 sæti
Önnur könnun, sem YouGov gerði
á mánudaginn og þriðjudaginn var,
bendir til þess að flokkur Johnsons
sé með tíu prósentustiga forskot.
35% aðspurðra sögðust myndu kjósa
Íhaldsflokkinn ef kosið væri nú, en
25% Verkamannaflokkinn. Frjáls-
lyndir demókratar mældust með
16% fylgi og Brexit-flokkurinn 11%.
Hafa þarf þó í huga að Íhaldsflokk-
urinn var með 10 prósentustiga for-
skot þegar Theresa May boðaði til
kosninga í apríl 2017 en niðurstaðan
varð sú að flokkurinn missti meiri-
hluta sinn í neðri deildinni, fékk 317
sæti og missti þrettán.
Úrsagnir og brottvikningar úr
Íhaldsflokknum vegna brexit-deil-
unnar hafa orðið til þess að þing-
mönnum hans hefur fækkað í 288.
Tímasetningin gæti ráðið úrslitum
Könnun bendir til þess að enginn flokkur fengi þingmeirihluta færu kosningar fram í Bretlandi eftir
31. október án útgöngu úr ESB Líkur á að Íhaldsflokkurinn fengi meirihluta ef kosið væri nú
Greiða ekki atkvæði
3 71
þingmenn Sinn Fein Forseti
deildarinnar Varaforsetar
Neðri deild
þingsins
Heimild: parliament.uk
Græni fl.
ÍhaldsflokkurinnFrjálslyndir demókr.Verkamannafl.
Skoski þjóðar-
flokkurinn
Plaid Cymru
í Wales
DUP, flokkur sam-
bandssinna á N-Írlandi
ÓháðirChange UK
35
245 4 2885
101
639
þingmenn geta greitt atkvæði
3516
+/- breyting frá 1. sept.+21
-22
+1
AFP
Bolað frá? Boris Johnson (t.h.) reynir að teyma naut í búi nálægt Aberdeen
í Skotlandi þar sem breski forsætisráðherrann var í heimsókn í gær.
Frumvarpið samþykkt
» Lávarðadeild þingsins í
Bretlandi samþykkti í gær
frumvarp til laga um að skylda
forsætisráðherrann til að óska
eftir því að útgöngu landsins
yrði frestað næðist ekki sam-
komulag um hana fyrir 19.
október.
» Boris Johnson kvaðst í gær
vera mjög vongóður um að
nýtt samkomulag næðist um
brexit á leiðtogafundi ESB.
Robert Mugabe, sem var álitinn
frelsishetja þegar hann komst til
valda í Simbabve en harðstjóri þegar
herinn steypti honum af stóli 37 ár-
um síðar, lést í
gær, 95 ára að
aldri.
Mugabe var í
fangelsi í tíu ár
vegna baráttu
sinnar gegn
stjórn hvíta
minnihlutans í
landi sínu og lát-
inn laus árið 1974.
Hann tók þátt í
stríðinu gegn stjórninni og þegar því
lauk árið 1979 litu margir Afríku-
menn á hann sem frelsishetju.
Flokkur hans sigraði í þingkosning-
um árið 1980 og Mugabe komst til
valda. Hann hét því að stuðla að sátt-
um milli blökkumanna og hvíta
minnihlutans annars vegar og milli
flokka blökkumanna hins vegar.
Hann kom á umbótum í menntamál-
um og heilbrigðiskerfinu í fyrstu en
varð seinna þekktari fyrir að valda
efnahagshruni í landi sínu og brjóta
andstöðu við sig á bak aftur með
harðri hendi. T.a.m. er talið að her-
sveitir Mugabes hafi orðið 10.000 til
20.000 manns að bana á árunum 1982
til 1985. Mugabe og bandamenn
hans beittu öllum brögðum til að
halda völdunum; ógnunum, ofbeldi,
atkvæðakaupum og kosningasvik-
um. Svo fór þó að gamlir bandamenn
hans í hernum steyptu honum af
stóli í nóvember 2017.
„Blendnar tilfinningar“
Mugabe lést í Singapúr þar sem
hann hafði dvalið á sjúkrahúsi.
Emmerson Mngangagwa, eftirmað-
ur hans í embætti Simbabveforseta,
lýsti því yfir að Mugabe væri „þjóð-
hetja“ eftir að skýrt var frá andláti
hans. Cyril Ramaphosa, forseti Suð-
ur-Afríku, minntist hans sem frelsis-
hetju og „baráttumanns fyrir mál-
stað Afríku gegn nýlendustefnu“.
Stjórnvöld í Kína sögðu að Mugabe
hefði verið „einstakur leiðtogi þjóð-
frelsishreyfingar“ og Vladimír Pútín
Rússlandsforseti fór lofsamlegum
orðum um „mikið persónulegt fram-
lag hans“ til sjálfstæðis Simbabve.
Bresk stjórnvöld sögðu hins vegar
að hans yrði minnst með „blendnum
tilfinningum“. „Simbabvebúar hafa
þjáðst of lengi vegna einræðisstefnu
hans,“ sagði í yfirlýsingu frá breska
utanríkisráðuneytinu. bogi@mbl.is
Kveðja Mugabe
sem „þjóðhetju“
Frelsishetja sem varð að harðstjóra
Robert Mugabe