Morgunblaðið - 07.09.2019, Page 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019
✝ Tryggvi
Brandr Jóhannsson
fæddist á Húsavík
10. apríl 1949.
Hann lést á HSN á
Húsavík 28. ágúst
2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Guðrún
Sigurbjörg
Tryggvadóttir, f.
17. október 1923, d.
29. apríl 2010, og
Jóhann Hermannsson, f. 6. októ-
ber 1921, d. 16. október 2005.
Systkini Tryggva eru Hermann,
f. 1954, d. 19. ágúst 2017, Óskar,
f. 1962, og Hjördís, f. 1956 (sam-
feðra).
Hinn 15. september 1973
kvæntist Tryggvi Guðlaugu Sig-
marsdóttur hjúkrunarfr., f. 14.
júlí 1948. Börn Tryggva og Gull-
ýjar eru: 1) Sigmar, f. 18. sept-
ember 1968. Maki Þorbjörg
Björnsd. Börn Sigmars: Sölvi
Fannar, Ágúst Örn, Birta Guð-
laug og Dagur. 2) Guðrún, f. 28.
skóla Húsavíkur. Á sumrin vann
hann við mælingar hjá Húsavík-
urkaupstað. Tryggvi var kjör-
inn í bæjarstjórn árið 1994 fyrir
G-listann. Aftur 1998 fyrir H-
lista og sat allt til ársins 2007. Á
þeim tíma gegndi hann embætti
forseta bæjarstjórnar í átta ár,
sinnti formennsku og sat sem
aðalmaður í fjölda nefnda og tók
að sér ýmis embættis- og trún-
aðarstörf fyrir sveitarfélagið.
Árið 2007 tók hann við starfi
framkvæmda- og þjónustufull-
trúa hjá Norðurþingi sem hann
sinnti allt til ársins 2018 er hann
fór á eftirlaun. Árið 1987 tók
Tryggvi þá ákvörðun að skilja
við Bakkus og varð virkur í AA-
samtökunum. Tryggvi sótti mik-
ið í að prófa eitthvað nýtt. Hann
lærði esperanto af kassettum í
bílnum sínum, tók kaþólska trú
árið 2004, fékk sér mótorhjól og
lærði á það 2007 og eitt það síð-
asta sem hann náði glottandi í
gegn var að koma skemmtilegri
nafnabreytingu í gegnum
mannanafnanefnd. Helstu von-
brigðin voru hve auðfús nefndin
var á breytinguna. Útför
Tryggva Brands fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag, 7. sept-
ember 2019, og hefst athöfnin
klukkan 14.
febrúar 1974. Maki
Jón Ragnars. Barn:
Tryggvi Karl, f. 26.
maí 2014, d. 26. maí
2014. 3) Ágústa, f.
4. ágúst 1978. Maki
Jóhann Kristinn
Gunnarsson. Börn:
Bergdís Björk,
Tryggvi Grani,
Gunnar Friðrik og
Baldvin Ási.
Tryggvi ólst upp
á Húsavík. Útskrifaðist sem
stúdent frá MA 1969 og vann á
ýmsum stöðum á sumrin, m.a. í
Sandgerði á Barðanum, við
vegagerð á Kísilveginum, í
byggingarvinnu hjá Varða, við
beitningu, í síldarverksmiðju á
Raufarhöfn. Reyndi fyrir sér í
lögfræði við HÍ haustið 1970 en
leiðin lá svo til Árósa í Dan-
mörku þar sem hann lagði stund
á arkitektanám árin 1972-1976.
Tryggvi kenndi grunnteikningu
við Iðnskóla Húsavíkur og
stærðfræði o.fl. við gagnfræða-
Elsku pabbi.
Síðustu dagar hafa verið
óraunverulegir, ég bíð eftir því
að þú hringir og spyrjir hvernig
allir hafi það. Ég er að reyna að
hugsa um allt sem ég er þakklát
fyrir. Ég er þakklát fyrir að vera
dóttir þín og það góða samband
sem við áttum. Við gátum talað
um allt og ekkert og þú varst
minn helsti ráðgjafi. Ég er búin
hugsa mikið um það af hverju
þín skoðun varð oft mín skoðun,
ég held með Tottenham eins og
þú, er Samfylkingarmanneskja
eins og þú og svo mætti lengi
telja. Ég er búin að komast að
þeirri niðurstöðu að það er af því
að ég treysti því að þú værir bú-
inn að kynna þér málið vel og ég
treysti þinni dómgreind. Ég er
þakklát fyrir facebook, þú varst
einstakur þar, allir statusarnir
og myndirnar sem þú settir þar
inn munu gera mikið fyrir okkur
í framtíðinni.
Þú varst einstakur pabbi og
afi, og það sem ég er þakklát
fyrir stundina sem við áttum öll
saman, ég, Jói, þú og mamma
við fæðingu Gunnars Friðriks.
Þú hafðir aldrei verið viðstaddur
fæðingu og varst mjög ánægður
með að fá vera það. Þetta er lýs-
andi fyrir okkar samband, við
vorum svo náin.
Ég er þakklát fyrir að ná að
segja þér hversu stolt ég er af
því að vera dóttir ykkar mömmu
og að hafa það í veganesti í lífinu
er ómetanlegt. Þegar ég kynni
mig fyrir fólki og það þekkir þig
og mömmu finn ég að fólk gefur
mér strax ákveðið forskot. Ég
fann líka að þú varst stoltur af
mér og mínu fólki.
Elsku pabbi, ég mun halda
áfram að gera þig stoltan því ég
veit að þú fylgist með okkur. Ég
lofa þér því að styðja við börnin
mín eins og þú studdir við mig.
Ég lofa þér því að styðja við
mömmu, Guðrúnu og Sigmar.
Þín dóttir,
Ágústa.
„Hamingjan er að sætta sig
við að vera óhamingjusamur
annað slagið,“ sagði Tryggvi eitt
sinn aðspurður um þetta marg-
slungna fyrirbæri. Svarinu
fylgdi hlýlegt glott eins og
endranær.
Ég kynntist Tryggva 1987
þegar vatnaskil urðu í lífi okkar
beggja. Síðan höfum við, eins og
fleiri, leitast við að feta hinn
mjóa stíg. Að eiga slíka göngu-
félaga er ómetanlegt því vegur-
inn mjói er misbrattur og húmor
og vinátta eitt besta veganestið
á lífsgöngunni. Þó ég hafi fyrir
löngu flutt frá Húsavík hef ég
haldið sambandi við gamla vini
og kíkt við öðru hverju. Þá var
gott að hitta Tryggva, fá þétt
faðmlag og spjalla um málin, spá
í stóru spurningarnar og bera
saman bækurnar.
Tryggvi var, eins og nafnið
bendir til, tryggur vinur, aðlað-
andi persónuleiki, stutt í góðlát-
legt grín, orðaleiki og vísnagerð.
Gaman var að lesa hugrenningar
hans í bundnu sem óbundnu
máli á Facebook og skoruðum
við hvort á annað í yrkingum.
Tryggvi sá jákvæðu hliðar mál-
anna sem kom vel í ljós í sjúkra-
legunni þegar jafnvel „sóttar-
sæng“ hans varð í einni
ferskeytlunni „fyrirtak“. Þegar
ég heimsótti hann á sjúkrahúsið
sagðist hann ekki stunda vísna-
gerð nema þegar honum liði vel,
„því ég er ekki harmkvæla-
skáld,“ bætti hann við og kímdi.
Við ræddum almættið, trúar-
brögð og þá ákvörðun hans að
taka kaþólska trú. Gott var að
heyra hugrenningar hans um
Guð, smæð okkar og þörf á æðri
leiðsögn. Ég gaf honum litla bók
um lífsspeki þá sem við aðhyllt-
umst bæði. Fáum dögum síðar
kom kallið. Það hefur sjálfsagt
vantað hlýjan, vitran og hlátur-
mildan engil í himnaríki og efast
ég ekki um að honum hefur ver-
ið vel tekið þar efra af gömlum
vinum okkar. Við hin söknum og
syrgjum en þakklæti og góðar
minningar eru mér efst í huga.
Ég og fjölskylda mín sendum
Gullý og fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur. Tryggva kveð
ég með minni uppáhalds tilvitn-
un í Sókrates: „Góðum manni
getur ekkert grandað, hvorki
lífs né liðnum“.
Ingunn Sigmarsdóttir.
Margar góðar minningar á ég
um Tryggva Jóhannsson, þann
góða dreng sem við kveðjum í
dag með sorg í hjarta. Frum-
bernska okkar mótaðist á
Hringbrautinni, sem nú heitir
Laugarbrekka. Þarna voru
ómælisvíddir fyrir okkur krakk-
ana enda ekki aðrar brekkur
byggðar þá. Þar voru tún sem
nýtt voru fyrir búsmala bæjar-
búa og leik okkar barna. Börn
voru þar mörg enda fjölskyldur
margar stórar.
Sú minning sem ég man fyrst
eftir og tengist Tryggva var
þegar við vorum 5 og 6 ára
gamlir. Þetta var gönguferð út á
Bakka og var í boði Tryggva, en
þar bjuggu afi hans og amma,
Hermann Stefánsson og Friðný
Óladóttir. Munu þau hafa verið
síðustu ábúendur á þessum um-
talaða stað. Kaldir og svangir og
göngumóðir mjög komumst við
loks á leiðarenda. Eftir stuttar
Jesúseringar Bakkahjóna og
smá umvöndun, foreldrum okk-
ar var jú ekki kunnugt um ferða-
lagið, var okkur boðið upp á
rjúkandi kakó og brauðmeti af
bestu gerð. Löngu seinna stund-
uðum við reglubundnar göngu-
ferðir með góðum vinum. Það
voru skemmtilegar göngur. Nú
hefur þín hinsta ganga farið
fram og söknuður okkar og eft-
irsjá er mikil.
Tryggvi var góðum kostum
búinn. Hann var prúðmenni í
framgöngu, fríður sýnum,
skarpgreindur og vandvirkur í
öllum störfum sínum. Hann var
rökfastur mjög og flutti mál sitt
af festu og yfirvegun á málþing-
um svo eftir var tekið. Hann var
bókhneigður í besta lagi, vel les-
inn og hafði gaman af alls konar
fróðleik. Átti létt með að setja
saman vísur, þótt eigi flíkaði
hann því. Hann var afbragðs-
góður íslenskumaður og húmor-
isti frábær. Tryggvi hafði alltaf
áhuga á pólitík var annt um
samfélag sitt. Því var enginn
hissa þegar hann gaf kost á sér í
framboð til sveitarstjórnarkosn-
inga. Hann var kjörinn í bæj-
arstjórn Húsavíkur í fyrsta sinn
1994 af hálfu Alþýðubandalags-
ins. Hann var síðast kjörinn í
sveitarstjórn Norðurþings af
hálfu Samfylkingarinnar árið
2010. Hann sagði af sér tveimur
árum seinna og því sat hann
samfellt í sveitarstjórn í 14 ár.
Tryggvi lét mjög til sín taka í
sveitarstjórnarmálum og gegndi
fjölmörgum trúnaðarstörfum
með glæsibrag.
Seinustu minningar um horfin
vin eru tengdar leikfimiklúbbi,
„Gym brödrene“, sem við nokkr-
ir félagar á líku reki komum á
fót og „stunduðum“ æfingar yfir
haust- og vetrarmánuði.
Margar góðar stundir áttum
við saman bæði í gönguferðum
og hinsvegar í „gymminu“ í
íþróttahöllinni. Þar gafst líka
tækifæri til að tjá sig um ýmis
þjóðþrifamál. Tryggvi nálgaðist
málin oft með öðrum og vitlegri
hætti en við félagarnir og var
því niðurstaðan gjarnan að segja
amen eftir lokaræðu hans.
Tryggvi var gæfumaður í
einkalífi. Ungur að árum eign-
aðist hann yndislega kærustu,
Guðlaugu Sigmarsdóttur, sem
síðar varð eiginkona hans.
Hjónaband þeirra var einstak-
lega farsælt. Gullý og Tryggvi
voru sérlega samrýnd hjón.
Væntumþykjan var gagnkvæm,
afar sýnileg og falleg.
Elsku Gullý, þú hefur misst
mikið, elskulegan eiginmann og
góðan dreng. Ég votta þér börn-
um ykkar, barnabörnum og öðru
skyldfólki mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Mannorð lifir
þó maðurinn deyi.
Þorkell Björnsson.
Tryggvi Brandr
Jóhannsson
✝ Sigríður Pét-ursdóttir, Sísí,
fæddist í Keflavík
19. apríl 1968. Hún
varð bráðkvödd á
heimili sínu í
Keflavík 18. ágúst
2019.
Foreldrar henn-
ar eru Kristín
Guðmundsdóttir, f.
5. janúar 1945, og
Pétur Guðmunds-
son, f. 17. ágúst 1945.
Sammæðra er yngri systir
hennar, Hrefna Magnea. Sam-
feðra eru þau Eva Péturs-
dóttir, Sólrún Pétursdóttir og
Óskar Pétursson.
Sigríður lætur
eftir sig eina dótt-
ur, Kristínu Leu
Sigríðardóttur, f.
18. febrúar 1988.
Eiginmaður henn-
ar er Vigfús Þor-
mar Gunnarsson.
Eiga þau tvo
drengi, Jökul Þor-
mar Vigfússon, f.
23. júlí 2012, og
Frosta Gunnar Vigfússon, f. 1.
júní 2014.
Útför Sigríðar fór fram frá
Keflavíkurkirkju 29. ágúst
2019.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa kynnst svona stórkostlegri
manneskju eins og þér, mamma
mín. Ég hef verið að hugsa und-
anfarið hvað lífið var ekki alltaf
sanngjarnt við þig, en aldrei
kvartaðir þú, bara beist á jaxl-
inn eins og hetjan sem þú varst.
Lærðir að ganga, tala og allt
upp á nýtt eftir slysið og áratug
eftir það að fá viðurkennda eft-
irmála þess. Það var ekki ein-
falt, en þú gafst ekki upp. Þú
gafst mér líf og heimili og allt
sem þú áttir. Ég dáist svo að
þér.
Alltaf varstu jákvæð. Alveg
sama hvað var, þá skrifaðirðu í
bókina að dagurinn í dag væri
yndislegur.
Ég hugsa um æskuna. Við
heima að spila eða spá og
drekka kakó og hlusta á Bylgj-
una. Oft áttum við stefnumót og
fórum út að borða og á rúntinn.
Það voru okkar augnablik. Bara
við tvær, þurftum ekkert annað.
Mér fannst svo gott að kúra í
mömmu holu. Alltaf þegar ég
kom til þín þá kúrði ég mig hjá
þér í sófanum og þú straukst
lappirnar mínar með blíðu
höndunum þínum.
Þar með talið í síðasta skiptið
sem við komum til þín. Dásam-
leg stund.
Alltaf sungum við og döns-
uðum saman. Í kjallaranum hjá
Sísí ömmu að dansa við Sálina
eða Smokie og Abba. Tónlistin
var aldrei langt undan og húm-
orinn ekki heldur.
Mér og Hrefnu fannst ekkert
leiðinlegt að fíflast í ykkur
ömmu og fá ykkur til að hlæja,
þú varst svo auðtrúa. En alltaf
grétum við saman úr hlátri.
Þú vast alltaf til í að vera
með í fíflalátunum. Ofarlega í
minningunni er þegar við
klæddum okkur upp og sungum
í karaókí heima. Það var svo
fyndið.
Þú varst ekki beint þekkt
fyrir að vera besta söngkonan í
bænum, og skrækirnir sem
komu upp og brosið og hlát-
urinn er það besta sem ég veit
um. Sem betur fer var Hrefna
með myndavél og við getum
hlegið með þér um ókomna tíð.
Það er svo gott að þú áttir
svo björt síðustu árin í lífi þínu.
Þú varðst amma og kynntist
Einari þínum.
Varst dugleg í ræktinni og
alger skvísa með bleika varalit-
inn og sólgleraugu á höfðinu, þó
að úti væri engin sólin, við gát-
um nú hlegið að því.
Ég er svo þakklát fyrir sam-
band þitt og ömmustrákanna
þinna. Þeir elska ömmu afar
heitt og skilja ekki alveg að
þeir fá ekki að hitta þig aftur.
Ég segi þeim að amma sé orðin
engill sem lifir í hjartanu okkar.
Þegar þú komst í heimsókn þá
fóruð þið alltaf að leika inni í
herbergi. Þeir skemmtu sér
ekkert minna en þú. Nóg af
knúsum og alltaf vildi amma
halda í höndina á strákunum
sínum.
Ekki bara þeim, heldur mér
líka, svo straukstu með þuml-
inum á handarbakið og sagðir
„ástin mín“. Dásamlega nær-
veran þín nær engri átt.
Mömmuhjartað var svo stórt.
Þú kenndir mér að faðma og
elska. Allt það góða í mér kem-
ur frá þér.
Ég ætla að kenna strákunum
allt sem þú kenndir mér og
heiðra þessa fallegu sál. Sálin
sem er núna í blíðum höndum
hjá Sísí ömmu að spila olsen
með kaffi og sígó.
Þú trúðir á það að endurfæð-
ast. Ég trúi að þú fáir annað
tækifæri þar sem lífið leikur við
þig eins og þú ein átt skilið ljós-
ið mitt.
Ég veit að þú ert með mér í
hverju skrefi. Elska þig, dýrka
og dái fallega drottningin mín.
Takk fyrir allt, mamma. Þín
einkaprinsessa,
Kristín Lea Sigríðardóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Það var þungt símtal sem
kom á sunnudegi, sem fram að
þessu hafði verið ljúfur. Sísí
systir er látin.
Fyrir mér er Sísí systir ein-
stök manneskja. Verkefnin sem
hún fékk í lífinu voru ekki smá,
og þau voru ekki auðveld.
Henni tókst ekki allt, en hún
gerði alltaf það sem hún gat, og
hún átti alltaf orku í bros fyrir
fólkið í kringum sig og um-
hverfið.
Sem betur fer eru þær ófáar
minningarnar af mér og börn-
unum mínum að heimsækja Sísí
frænku. Alltaf voru móttökurn-
ar hlýjar, faðmlag og koss á
kinn og ef þú vissir að ég væri á
leiðinni varstu búin að hella upp
á þegar ég kom. Það þurfti eng-
ar stórfréttir eða mikil um-
ræðuefni.
Við eigum svo margt og við
erum svo rík, elsku Sísí. Kristín
var stoltið í lífi þínu, og er það
enn, en þegar þú varðst amma
þá rifnaðir þú af stolti. Þú elsk-
aðir ömmustrákana svo mikið
og er missir þeirra mikill. Börn-
in mín munu alltaf muna þig,
elsku systir. Þig þekkja þau
einna best af systkinum mínum.
Þitt skarð verður aldrei fyllt.
Elsku Sísí mín. Yndislega,
ljúfa fallega systir mín. Að hafa
þig sem systur mína er ein
besta gjöf sem Guð gat gefið
mér.
Ég veit ekki hvaða verkefni
var svona mikilvægt að fá þig í
strax en ég veit að það snýst
um það sama og þú gerðir hér.
Þú dreifðir ást, hlýju og góðvild
og einhver staður þarf á þessari
góðvild að halda núna.
Einhvern tímann næ ég að
sætta mig við það. Ég verð!
Mér finnst þessi heimur þurfa á
þér að halda og ég þarf á þér að
halda.
Við ætluðum að fara að hitt-
ast oftar eins og gengur og ger-
ist, því auðvitað hélt ég að við
hefðum tíma.
Sumarið var bara erfitt og
við ætluðum að hittast með
haustinu. Á sama tíma og ég er
fullur þakklætis fyrir tímann
okkar þá á ég enn eftir að sætta
mig við að byrjunin og endirinn
af lífi mínu voru og verða án
þín.
Sísí systur heyrði ég aldrei
tala illa um neinn. Hún tók öll-
um eins og þau voru og hafði
alltaf bros að gefa. Sama hve
illa gekk hjá mér, sama hve
miklu mér fannst ég hafa klúðr-
að í lífinu þá sagði hún alltaf
eitthvað eins og „Æææ, láttu
ekki svona Óskar. Þú ert svo
frábær. Þú ert svo flottur.
Þetta verður allt í lagi.“ Hún
tók ekki þátt í að tala illa um
fólk og sá alltaf það fallega í
hverjum
Við hittumst ekki nógu oft en
nú verður þú alltaf hjá okkur
og yfir okkur, elsku systir.
Þakka þér mín elsku systir.
Minning þín mér er kær.
Sorgin þó augu mín syrtir
Þó minning, sé falleg og tær.
Nú bíð ég að við hittumst að nýju.
Nýtt þakklæti fyllir mig hlýju.
Því þó okkur finnist guð þig taka
þá lætur hann þig yfir okkur vaka.
Ég er ekki skáld en þú
kenndir mér að skammast mín
aldrei fyrir að vera ég og þetta
er það besta sem ég gat samið
fyrir þig og ég veit þú munt sjá
þetta.
Takk fyrir heimsóknir þínar í
drauma mína undanfarið, elsku
systir mín. Ég veit þú munt
passa upp á Kristínu Leu, Jök-
ul, Frosta og Vigfús. Ég veit þú
munt líka passa upp á mig,
Yngva, Svandísi og Birni. Þú
ert einstök manneskja og að fá
sem bróðir að minnast þín eru
endalaus forréttindi.
Elsku Kristín Lea, Jökull,
Frosti, Kristín, pabbi og
Hrefna. Guð styrki ykkur í
sorginni.
Ást og friður.
Óskar Freyr Pétursson.
Í dag kveðjum við elsku ynd-
islegu og hjartahlýju vinkonu
okkar sem kvaddi allt of fljótt.
Reglulega erum við minnt á
hversu lífið getur verið hverf-
ult.
Við eigum yndislegar minn-
ingar um Sísí okkar en trúum
því vart að samveru okkar sam-
an hér á þessari jörð sé lokið.
Loksins þegar tími fór að gef-
ast til að hittast oftar, þar sem
börnin hafa vaxið úr grasi og
kærleikurinn og væntumþykjan
sem er okkar á milli kallaði á
frekari samveru.
Jákvæðni þín skein alltaf í
gegn sama hvað, aldrei kvart-
aðir þú, alltaf var gott að frétta
af þér.
Kristín Lea var þér allt, þú
ljómaðir þegar þú sagðir okkur
frá henni enda hafðir þú ríka
ástæðu til, svo komu drengirnir
hennar tveir sem fengu ömmu-
hjartað þitt til að slá hraðar.
Hér sitjum við tárvotar og
minningarnar eru ótal margar,
elsku amma þín sem elskaði þig
út af lífinu, elsku mamma þín
sem á svo um sárt að binda.
Elsku Sísí, við elskuðum brosið þitt
Þú sagðir: Kristín Lea, er stoltið mitt
Barnabörnin áttu þitt fallega hjarta.
Nú fylgist þú með þeim fram í
framtíðina bjarta.
Elsku vinkona okkar, takk fyrir allt
Kvartaðir aldrei, þú færð það til
baka alveg margfalt.
Í Sumarlandinu þar sem gleðin ríkir
Þú, í gegnum skýin, á okkur kíkir.
Fylgist vel með Kristínu Leu þinni.
Þú vilt að hún og börnin finni
að þú fylgist með úr englaheimi.
Þau sjá þig fyrir á himinsveimi
Guð gefi þér fagra góða nótt.
Englarnir hafa nú þegar þig sótt.
Megir þú geisla, brosa og dreyma.
Við munum aldrei, Sísí, þér gleyma.
(Höf. Kristbjörg Eyjólfsdóttir)
Þínar vinkonur,
Ásdís Erla, Elva Björk,
Eygló, Heiður Huld,
Kristín og Linda.
Sigríður
Pétursdóttir