Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 ✝ Þorsteinn Þórð-arson fæddist á Efri-Úlfsstaðahjá- leigu (nú Sléttubóli) í Austur-Landeyjum 2. nóvember 1929. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvols- velli 21. ágúst 2019. Þorsteinn var fjórði í aldursröð fimm systkina, barna hjónanna Þórðar Þor- steinssonar, f. 6. ágúst 1883, d. 26. apríl 1970, og Ólafar Guð- mundsdóttur, f. 7. október 1891, d. 17. mars 1976. Ein systir Þorsteins er á lífi, Guð- laug, f. 25. september 1936. Látin systkini Þorsteins eru: Guðmundur, f. 25. október 1923, d. 3. maí 1981, Sesselja, f. 22. desember 1924, d. 7. ágúst 2012, og Valgerður, f. 3. mars 1926, d. 2. febrúar 2005. Þorsteinn bjó alla tíð á Sléttubóli sem áður hét Efri-Úlfsstaða- hjáleiga og tók þar við búi af for- eldrum sínum 1959. Síðustu æviárin dvaldist hann á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Þorsteinn var ókvæntur og barn- laus. Ásdís Aðal- heiður Þórarinsdóttir hefur verið ráðskona á Sléttubóli frá árinu 1969 er hún flutti þangað með fjögurra ára syni sínum Gunnari Jóhanni Svavarssyni. Þorsteinn sat í stjórn Búnað- arfélags Austur-Landeyja um skeið, í hreppsnefnd 1966-1986 og 1990-1994 og var sýslu- nefndarmaður 1986-1989. Útför Þorsteins verður gerð frá Krosskirkju í Austur-Land- eyjum í dag, 7. september 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er lokið erfiðri sjúkdóms- göngu móðurbróður míns, hans Steina á Sléttubóli í Austur- Landeyjum. Ég átti því láni að fagna að dvelja nokkur sumur í sveit hjá Steina á mínum ung- dómsárum en þar bjó hann alla tíð. Það voru góð sumur fyrir mig því þar lærði ég að umgangast dýr, lærði að vinna og lærði að keyra traktor og jeppa, hluti sem mótað hafa mig alla tíð. Fyrir allt þetta er ég Steina og öðru heim- ilisfólki á Sléttubóli þakklátur. Steini var einstakur maður, glaðsinna, réttlátur, víðsýnn, þol- inmóður, laghentur og vinnusam- ur. Það var því ekki tilviljun að hann var valinn til ýmissa trún- aðarstarfa fyrir sína sveit. Hann hafði þó sitt skap og það gat fokið í hann ef sá gálinn var á honum en það stóð yfirleitt mjög stutt yfir. Mér er einna minnisstæðast hversu mikill sjálfstæðismaður Steini var. Mjög sjaldan skipti hann við Kaupfélag Rangæinga á Hvolsvelli enda réðu framsóknar- menn þar ríkjum. Viðskipti sín stundaði hann hins vegar við Kaupfélagið á Hellu en þar voru hans menn fyrir, sjálfstæðismenn með hugsjónir Ingólfs Jónssonar fyrrum kaupfélagsstjóra og ráð- herra. Svo trúr var hann versl- uninni á Hellu að löngu eftir að verslanir á Hellu og Hvolsvelli sameinuðust þá keyrði hann iðu- lega í gegnum Hvolsvöll til að gera viðskipti sín þar. Steini var alla tíð ógiftur og barnlaus. Það má þó segja að hann hafi nánast gengið Jóhanni Svavarssyni í föðurstað en hann bjó á Sléttubóli frá fjögurra ára aldri ásamt móður sinni Ásdísi Aðalheiði Þórarinsdóttur (Dísu) sem þar hefur verið ráðskona sl. 50 ár. Ég kveð Steina í dag með miklu þakklæti og sendi öllum ná- komnum mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Þórólfur Guðnason. Steini á Sléttubóli, móðurbróð- ir minn, er án vafa ein af eftir- minnilegustu persónum sem ég hef kynnst, og myndar órjúfanleg tengsl við allan minn uppvöxt. Hvort sem við bjuggum austur á fjörðum eða í Vestmannaeyjum voru heimsóknir á Sléttuból alltaf fastur punktur í tilverunni. Einn- ig var ég mörg sumur kúasmali hjá Steina, oft í félagi við frænku mína Guðrúnu eða Þórólf bróður minn. Alla tíð síðan hefur verið sérstaklega ánægjulegt að kíkja við á Sléttubóli, og ekki spilltu fyrir heimabökuðu pönnu- og sandkökurnar, sem voru í sér- flokki. Steini var einstaklega glaðvær og jákvæður að eðlisfari og aldrei sá ég hann skipta skapi eða tala illa um nokkurn mann. Við krakk- arnir litum mjög upp til hans og fannst hann vita allt og geta allt, og þannig sameina helstu kosti sveitunga hans fyrrum, þeirra Gunnars á Hlíðarenda og Njáls á Bergþórshvoli. Að leiðarlokum vil ég þakka Steina allt sem hann kenndi mér og fullyrði að heimurinn væri betri með lífsspeki hans að leið- arljósi. Ég vil senda Dísu og Jóhanni samúðarkveðjur frá okkur Ernu og fjölskyldu. Við munum sakna Steina á Sléttubóli. Gunnar Guðnason. Með Þorsteini Þórðarsyni er genginn góður og vænn maður. Því vil ég kveðja hann hér með nokkrum orðum. Þorsteinn, eða Steini frændi á Sléttubóli og mamma mín, Sess- elja Ísleiksdóttir, voru bræðra- börn. Það var alltaf mjög kært á milli þeirra og sterk taug sem hélt út lífið. Það var fastur liður árum saman að fara eina ferð austur í Landeyjar, skoða sig um og heim- sækja Steina og Dísu. Ég var alin upp við endalausar sögur um fjöl- breytt mannlíf og skemmtilegar uppákomur úr Landeyjum, ljúfar frásagnir af frændfólki og lífinu í sveitinni á árum áður og því var það alltaf tilhlökkunar efni að fara austur. Í þessum ferðum okkar kynntist ég Steina, þeim einstak- lega ljúfa manni. Það var gaman að sitja inni í stofu á Sléttubóli og hlusta á þau frændsystkinin spjalla um gamla daga, frænd- fólkið, lífið í sveitinni og auðvitað var aðeins rætt um þjóðmálin. Þá var stutt í spaugsemina hjá Steina, þau voru ekki alltaf sam- mála en höfðu gaman af því. Þeg- ar Dísu fannst komið nóg var kall- að á okkur í kaffi fram í eldhúsi og spjallið hélt auðvitað áfram á meðan við gæddum okkur á kaffi og meðlæti. Tengslin við Steina og sveitina eru mér mjög dýrmæt, ég fann strax að þarna fór grandvar og skynsamur maður sem gaman var að kynnast og ræða við. Hann var þessi taug sem allir þurfa að eiga til fortíðar og forfeðra. Ég veit að þessi jákvæða upplifun af samverunni við þau á Sléttubóli er einnig upplifun Harðar manns- ins míns og Gunnars sonar okkar sem fór auðvitað með okkur í sveitina. Að leiðarlokum viljum við þakka Steina frænda fyrir góða vináttu og gefandi samverustund- ir. Kæra Dísa og fjölskylda, við sendum ykkur öllum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Nú hef- ur Steini fengið hvíldina en við sem eftir lifum getum yljað okkur við góðar minningar. Blessuð sé minning Þorsteins Þórðarsonar. Fanný Gunnarsdóttir, Hörður Gunnarsson og Gunnar Harðarson. Ég fluttist á Sléttuból árið 1969, þá aðeins fjögurra ára, ásamt móður minni sem réð sig þar til vinnu sem ráðskona. Okkur var tekið afskaplega vel frá fyrsta degi og Þorsteinn (Steini) varð mér sem tryggur vinur og leiðbeinandi í gegnum lífið æ síðan. Fljótlega eignaðist ég mína fyrstu kind og þegar aldur var til gaf hann mér bíl til eigin umráða. Hann var alltaf til taks ef á þurfti að halda. Hann mun ávallt eiga stað í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Gunnar Jóhann Svavarsson. Þegar við minnumst Steina kemur brosið hans fyrst upp en það var alltaf skammt undan. Steini var góður maður og góður nágranni, mikið góðmenni og gat verið fastur fyrir ef því var að skipta. Aldrei hallmælti hann neinum og vildi öllum allt það besta. Steini, Dísa og Jói voru ná- grannar Jóns í tæp 30 ár og á þeim tíma myndaðist góð vinátta á milli bæjanna. Alla tíð góð sam- vinna á milli bæjanna og aðstoðin auðsótt á bága bóga þegar svo bar við. Sumar minningar eru sterkari en aðrar og eru þær margar. Allt- af veifaði Steini þegar við ókum hjá og eins þegar hann ók hjá. Steini og Dísa voru á vissan hátt eins og amma og afi barnanna hans Jóns og Hafdísar og tóku þau þátt í öllum fjöl- skylduatburðum og hafa þau alla tíð verið heimilisfólkinu á Efri- Úlfsstöðum mjög kær. Samgang- urinn á milli bæjanna og vænt- umþykjan á báða bóga var það mikil að þegar Palli var í heim- sókn og Steini varð að fá hádegisl- úrinn sinn fékk Palli stundum að leggja sig með Steina eða að sitja við skrifborðið hans og skrifa. Steina þótti gaman að tefla og kenndi hann Palla mannganginn. Einu sinni vann hann Steina og varð svo hamingjusamur með sig- urinn þó svo að hann sé viss um að sigurinn hafi verið til að gleðja litla barnssál. Steini var alltaf áhugasamur um pælingar krakkanna og hafði gaman af því að ræða við þau og kenna þeim ýmislegt. Ingimar gat alltaf spjallað við Steina um bílavesenið á honum og alltaf hlustaði Steini með áhuga. Það var ýmislegt sem hann lærði varðandi verkfæranotkun. Þegar Steini var spurður hvort hann væri ekki orðinn leiður á aksturs- lagi bræðranna á Úlfsstöðum sagði hann „Ingimar var í lagi en þegar Palli kom þá hækkaði hám- arshraðinn mikið.“ Ein af sterkustu minningum krakkana er heitt vatn, sykur, kaffi og mjólk. Guðný vildi aldrei kaffi og fékk því heitt vatn með mjólk og sykri. Palli og Ingimar voru hins vegar mjög ánægðir með að vera orðnir það fullorðnir að þeir fengu kaffi með mjólk og sykri. Ósjaldan var spilað eða teflt við eldhúsborðið en spila- stokkurinn var alltaf í eldhús- glugganum. Eitt árið gáfu Jón og Hafdís Steina og Dísu hvolp, hana Bellu. Tækifærið var nýtt þegar Dísa var að heiman og var Steina ekki gefinn kostur á því að andmæla. Líklega voru Jón og Hafdís ekki bestu vinir Dísu daginn eftir en Bella átti heimili hjá þeim í mörg ár og mynd af henni er alltaf í eld- húsinu á Sléttubóli. Það var heiður að fá að fylgja Steina þessi erfiðu skref þegar sú stund kom að hann gat ekki búið lengur heima vegna heilabilunar. Það er með sorg í hjarta sem við kveðjum Steina á Sléttubóli eins og við kölluðum hann alltaf. Elsku Dísa og Jói, það er stórt skarð höggvið með fráfalli Steina og engin orð geta fyllt það skarð. Okkar hjartans samúðarkveðjur til ykkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Fyrrum ábúendur á Efri-Úlfs- stöðum, Jórunn. Það kom mér ekki á óvart er mér var tilkynnt um lát míns gamla góða vinar, Þorsteins Þórðarsonar, fyrrverandi bónda á Sléttubóli hér í sveit. Steini eins og ég kýs að kalla hann var fædd- ur 2.11. 1929. Foreldar hans voru hjónin Ólöf Guðmundsdóttir frá Hrútafellskoti, f. 7.10. 1891, og Þórður Þorsteinsson, f. 7.8. 1883, einn af Berþórshvolsbræðrum Steini naut ekki langrar skóla göngu en þrátt fyrir það aflaði hann sér víðtækrar þekkingar bæði bóklegrar og verklegrar. Vandvirkni einkenndi öll hans störf. Hinum ýmsu störfum gegndi hann fyrir sveit sína. Sat í hreppsnefnd um langan tíma. Var safnaðarfulltúi í áraraðir. Handa- vinnukennari í áraraðir og for- maður sóknarnefndar um tíma. Sýslunefndarmaður og síðast en ekki síst aðalmaður í björgun- arsveit beggjaLandeyja. Öll sín hús á Sléttubóli reisti Steini sjálf- ur af stakri smekkvísi og hélt þeim vel við meðan kraftar leyfðu. Þess má geta að 1957 hóf hann að reisa nýtt íbúðarhús, sem hann teiknaði alfarið sjálfur með blýant, reglustiku og tommu- stokk að vopni. Þó svo að búið á Sléttubóli væri ekki stórt þá endurnýjaði Steini vélakost ekki síður en stórbænd- ur en munur þar á að hann greiði hlutina strax, lítið um að hann tæki lán. Ekki fór það milli mála hver var stjórnmálaskoðun Steina. Að sjálfsögðu var það Sjálfstæðis- flokkurin nema er Eggart Hauk- dal fór fram utan flokka. Þá safn- aði Steini liði Eggerti til stuðnings. Í liði þessu voru fjórir andans menn, Steini, þá safnaðarfulltrúi, Hlöðver Diðreksson, kórdrengur í kirkjukór, Þráinn, síðar sóknar- nefndarmaður og meðhjálpari, og ég þá meðhjálpari. Þetta lið skyldi klappa sem mest það mátti fyrir verðandi þingmanni. Það var gæfuríkt fyrir Steina í nóvember fyrir hálfri öld, að til hans réð sig Ásdís Aðalheiður Þórarinsdóttir frá Húsavík með ungan son sinn, Gunnar Jóhann Svafarsson. Þau reyndust Steina svo vel sem mest þau máttu til síðasta dags. Sama má segja um Steina, hann bar þau á höndum sér meðan kraftar leyfðu. Fyrir allnokkrum árum var heilsu hans farið það mikið að hraka að hann var vistaður á Dvalarheimilinu á Kirkjuhvoli og naut hann þar hinnar bestu umönnunar sem völ var á. Ég hafði reglulega heimsótt hann þar til hann þekkti mig ekki lengur, þá var mér öllum lokið. Minn góði trúnaðarvinur sem ég gat alltaf leitað til og hann til mín. Nei, ég þekki þig ekki, hann Sveinbjörn frá Krossi. Er messað á Krossi ennþá? Nei, það getur verið að hún Dísa þekki þig. Þannig lauk samtali okkar Steina míns á Sléttubóli. Vertu sæll vinur. Takk fyrir allt. Sveinbjörn frá Krossi. Þorsteinn Þórðarson Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BJARNI JÓNSSON, Dengsi í Ársól, lést sunnudaginn 18. ágúst. Útför fer fram í Akraneskirkju þriðjudaginn 10. september klukkan 13. Þóra S. Jónsdóttir Sigurbjörg Kristín Jónsdóttir Daníel Friðrik Haraldsson Lovísa V. Jónsdóttir Sigurður Halldórsson Jón Bjarni Jónsson Þórunnbjörg Sigurðardóttir Erlingur Jónsson Hrafnhildur Erlingsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri, GUÐMUNDUR JÓHANN JÓHANNSSON frá Ísafirði, lést mánudaginn 2. september á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 13. september klukkan 16 Hjartans þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Áss fyrir hjartahlýju og góða umönnun. Sigríður Jóhannsdóttur Hannes Kristjánsson Viggó G. Jóhannsson Eydís Ósk Hjartardóttir Kristinn R. Jóhannsson Supattra Teerachai og aðrir ástvinir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi, langalangafi og bróðir, ÓSKAR JÓHANNESSON, Sóleyjarima 19, Reykjavík, lést að morgni 3. september á Landspítalanum, Fossvogi. Bergþóra Sigurbjörnsdóttir Björg Óskarsdóttir Jóhannes Óskarsson Kristín Óskarsdóttir Einar Birgir Hauksson Guðrún Jóhannessdóttir Skúli Þór Magnússon barnabörn, barnabarabörn og barnabarnabarnabarnVirðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.