Morgunblaðið - 07.09.2019, Síða 52

Morgunblaðið - 07.09.2019, Síða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ógeðslega gaman og eðli-legt, aðallega. En getur auð-vitað reynt á líka eins og öll þriggja manna hjónabönd!“ Þannig svaraði mér Haraldur Þorsteinsson, bassaleikari Náttfara, þegar ég spurði hann út í hvernig það væri að búa til list annað slagið með æsku- vinum sínum. Náttfari er enda upp- runalega hljómsveit æskuvina úr Bústaðahverfinu sem byrjuðu að fikta við lagasmíðar saman í kenn- araverkfallinu ’95, fyrir nærfellt kvartöld. Hefur einhver annars rannsakað hinn já- kvæða menningar- auka sem þessi kennaraverkföll virðast einatt bera með sér? Hljómsveitin var nokkuð áber- andi í tónleikahaldi um 2000, er síð- rokkið svokallaða reið röftum, og til er ansi mögnuð prufuplata („demo“) frá þeim tíma. Eiginleg plata kom síðan ekki út fyrr en 2011 og bar hinn glettna titil Töf. Platan sú er giska vel heppnuð, síðrokksleg um margt en samt ekki. Á sínum tíma skrifaði ég: „Í öllu falli heyrir maður að tilgangurinn var ekki að næra fortíðarþrá og það er kannski mik- ilvægasti lykillinn að plötunni. Með- limir eru einfaldlega að vinna áfram Frjálsbornir menn Skaparar Þeir Haraldur Þorsteinsson, Andri Ásgrímsson og Nói Steinn Einarsson skipa Náttfara. með efni sem var gott, bæði þá og greinilega nú líka.“ D-Sessions inni- heldur níu lög, tekin upp á fimm ára tímabili í stúdíó FinnLandi í Hafn- arfirði. Upptökustjórn og hljóð- blöndun annaðist Finnur Há- konarson. Nafnið er kankvís útúr- snúningur á „Decisions“ og átti platan á tímabili að heita Ákvarð- anirnar en fallið var frá því, sökum óþjálleika. Í opinberri fréttatilkynn- ingu segir að „frá upphafi til enda krefst gerð tónlistarinnar sameig- inlegrar ákvarðanatöku og sköp- unar þriggja aðila“. Pistilritari spyr Harald kíminn hvort þessi útskýring eigi að gefa til kynna að allt hafi ver- ið vitlaust í hljóðverinu þegar lögin voru sett saman? Ekki vill hann meina það, hér sé bara réttilega ver- ið að vísa í það ákvarðanatökuferli sem einkennir alltaf samvinnuverk- efni. En að plötunni sjálfri. Hún er án söngs, eins og Náttfara er siður, en hér er samt um mun óræðara verk en Töf að ræða. Þar voru áhrifavaldar greinilegri, síðrokkið blasti við, þó að Náttfari væri að setja sinn snúning á það. Hér er hins vegar annað og meira í gangi, hljómavefurinn mun fjölskrúðugari og það er erfitt að pinna plötuna nið- ur á köflum. Aðspurður tekur Har- aldur undir þetta: „Þessi plata er til- raun til að stíga aðeins í átt frá síðrokki og móta meira okkar eigin stíl,“ lýsir hann. „Við vildum s.s. hafa hana minna „póstaða“, með minni „ambient“ síðrokksgíturum en um leið með meiri raftónlist. Raf- tónlistin kemur þarna inn í tveimur lögum, og svo eru náttúrulega hljómborð þarna úti um allt.“ Lög eins og „Hrynjandi keðja“ og „Næsarinn“ (góður titill!) eru fín dæmi um það hvernig Náttfari er farinn að verða líkari sjálfum sér. Fyrra lagið opnar plötuna með skruggu-riffi og í „Næsarinn“ er ekkert verið að byggja sig upp í ein- hverju rólegu svifi, það er ráðist í dæmið með látum frá fyrsta tón; bassi, trommur og gítarar í hama- gangi miklum. „Sonic“ vottar þá bestu rokksveit heims virðingu sína og annar meistari fær viðlíka skammt í lögunum „Serge“ og „Gainsbourg“. Ég segi kannski ekki að platan sé léttari en sú síðasta. Og þó? Meira sprell? Minna um að menn séu að líta niður á gólf, nú stara menn beint fram með rokkglóð í augum. Í hel- berum fíflagangi okkar á milli segir Haraldur „minna post-rokk, meira grunge!“ og er að vísa kerknislega í að hér er sannarlega meira um ríf- andi gítara og meira um lög sem ganga upp og niður, fremur en að þau dvelji í þessu mínímalíska streymi (og svo með hávaðauppbroti í bláendann) sem er þessi síðrokks- formúla. En að gríni slepptu, Bú- staðapiltar hafa snarað út öðrum vel stöndugum rokkgrip og megi þeir skapa og taka ákvarðanir saman lengi enn! » Lög eins og„Hrynjandi keðja“ og „Næsarinn“ (góður titill!) eru fín dæmi um það hvernig Náttfari er farinn að verða líkari sjálfum sér Hljómsveitin Náttfari dælir kannski ekki út plötunum en allar eru þær markverðar og gott betur, þegar þeim er loks landað. Önnur plata sveitarinnar, D-Sessions, kom út fyrir stuttu. Styrktartón- leikaröð hefur göngu sína í Há- teigskirkju í dag kl. 17 og er markmiðið að safna fyrir nýju orgeli í kirkjuna. Haldnir verða tónleikar fyrsta laugardag hvers mánaðar og á þeim fyrstu koma fram Gunnar Kvaran sellóleikari og Guðný Ein- arsdóttir, organisti Háteigskirkju. Þau munu leika verk eftir Bach, Vi- valdi, Schubert og Mendelssohn. „Fjölmargir listamenn og velunn- arar kirkjunnar vilja leggja sitt af mörkum til átaksins og munu syngja á spila á tónleikum fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 17 í allan vetur. Aðgangur verður ókeypis en tekið verður við frjáls- um framlögum í orgelsjóðinn,“ seg- ir í tilkynningu. Á tónleikunum verður hægt að kaupa geisladiska til styrktar sjóðnum. Safnað fyrir orgeli í Háteigskirkju Guðný Einarsdóttir 200 ár eru nú lið- in frá fæðingu Jóns Árnasonar, landsbókavarðar og þjóðsagna- safnara, og verð- ur þess minnst í dag með dagskrá í Þjóðarbókhlöð- unni. Hún hefst kl. 13 með ávarpi Lilju Alfreðs- dóttur, mennta- og menningar- málaráðherra, og afhjúpun á lág- mynd af Jóni í anddyri hússins. Að henni lokinni hefst málþing um Jón með ávarpi landsbókavarðar, Ingi- bjargar Steinunnar Sverrisdóttur, og í kjölfarið verða flutt nokkur er- indi. Meðal flytjenda eru Soffía Auður Birgisdóttir, Arndís Hulda Auðunsdóttir, Hólmfríður K. Gunn- arsdóttir og Helga Kress. Að loknu málþingi, kl. 15.30, verður opnuð sýning um ævi og störf Jóns. Á henni má sjá handrit, bréf og prentaðar bækur. Dagskrá til minning- ar um Jón Árnason Jón Árnason Rauðir sunnudagar, sýning á ljós- myndum Atla Más Hafsteinssonar, verður opnuð í dag kl. 17 í gall- eríinu Ramskram á Njálsgötu 49. Sýningin samanstendur af ljós- myndum sem Atli tók í smábænum Marinaleda á Spáni fyrir þremur árum og segir í tilkynningu að skil- greina megi sýninguna sem heim- ildarverk. „Marinaleda byggir stjórnarfar sitt á grunni anarkó- kommúnisma en það var sett var á laggirnar stuttu eftir dauða ein- ræðisherrans Franco. Hér er þó ekki um að ræða pólitíska hug- myndafæði einvörðungu heldur hafa íbúar endurskipulagt lífið allt á nýjum forsendum,“ segir m.a. í tilkynningu og að ljósmyndarinn geri tilraun til þess að fanga bar- áttuanda Marinaleda eins og hann birtist í hversdeginum. Ljósmyndir teknar í Marinaleda á Spáni Baráttuandi Hluti einnar ljósmynda Atla Más á sýningu hans í Ramskram. Myndlistarkonan Magdalena Mar- grét Kjartansdóttir opnar sýningu hjá Ottó, Hafnarbraut 2 á Höfn Hornafirði, í dag kl. 14. „Meginvið- fangsefni Magdalenu síðustu ára- tugina hefur verið konan og lífs- hlaup hennar. Hún vinnur út frá eigin reynsluheimi, þar sem æskan, sakleysi, þroski og öldrun fléttast saman. Listsköpun sinni líkir hún við ljóðagerð eða frásögn. Verk- unum er ætlað að vekja tilfinningar áhorfandans fyrir áreiti umhverf- isins í samfélagi nútímans,“ segir í tilkynningu. Magdalena lauk námi í grafík frá Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands og fæst aðallega við grafíska miðla, tré- og dúkrist- ur handprentaðar á japanskan pappír. Magdalena Margrét sýnir hjá Ottó Grafíklærð Magdalena Margrét.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.