Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 68

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 68
eru hins vegar á milli kransæðasjúkdóma og óheilsusamlegs lífsstíls þar sem reykingar, mikil blóðfita, lítil hreyfing og syk- ursýki vega þungt (Shah o.fl., 2016; Tómas guðbjartsson o.fl., 2014). Í eigindlegri rannsókn junehag og félaga (2014) ræddu rannsakendur við fólk (n=20) á aldrinum 46 til 73 ára í kjölfar hjartaáfalls. Meginniðurstaða höfunda er að þeir sem gerðu sér grein fyrir orsaka- og áhættuþáttum, sem leiddu til hjartaáfall- sins, gerðu frekar lífsstílsbreytingar til að verða heilbrigðari. aðrar rannsóknir hafa staðfest mikilvægi þess að hjartasjúk- lingar geri sér grein fyrir orsökum hjartaáfallsins og sjái hjarta- sjúkdóminn sem langvinnan sjúkdóm sem hægt sé að stjórna (allsén o.fl., 2008; Sigurdardottir o.fl., 2017). Samkvæmt alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WhO) hefði verið hægt að koma í veg fyrir ¾ allra hjartaáfalla í heiminum með heil- brigðum lífsstíl (Perk o.fl., 2012). hins vegar er vitað að einn af áhættuþáttum hjartaáfalla tengist ættarsögu viðkomandi (Tómas guðbjartsson o.fl., 2014). Lífið eftir hjartaáfall Eftir hjartaáfall þurfa hinir langveiku að læra að lifa með hjarta- sjúkdóm (Sigurdardottir o.fl., 2017) til að ná að fást við ýmis líkamleg (Mathews o.fl., 2015) og andleg einkenni eftir áfallið (alvarenga og Byrne, 2016; arnold o.fl., 2012; Chung o.fl., 2008; Yammine og frazier 2013). Meðferðin miðast við að breyta lífsstíl varðandi þá áhættuþætti sem viðkomandi þurfa að breyta, en fylgni þeirra við ráðleggingar heilbrigðisstarfs- fólks hefur reynst frekar léleg (Cohen, 2009; Mathews o.fl., 2015; Perk o.fl., 2012). Í sænskri eigindlegri rannsókn, þar sem tekin voru viðtöl við 17 einstaklinga í kjölfar hjartaáfalls innan við 55 ára aldur, kom fram að þátttakendum fannst eins og verið væri að gera óraunhæfar kröfur til þeirra og áttu erfitt með að takast á við daglegt líf. reynsla þeirra eftir hjartaáfallið var að þeir treystu ekki líkama sínum. Þessi lífshættulegi sjúk- dómur hafði veikt sjálfstraust þeirra (andersson o.fl., 2013). Í rannsókn allsén og samstarfsmanna (2008) var beitt grundaðri kenningu til að athuga hvernig hjartasjúklingar skynjuðu veik- indi sín fjórum mánuðum eftir hjartaáfall. Tekin voru viðtöl við 25 einstaklinga (41–78 ára). niðurstaðan var að þátttakend- urnir skiptust í tvo ólíka hópa: annars vegar þá sem litu á hjarta- áfallið sem merki um langvinn veikindi, hugleiddu hvað hefði getað valdið þessu og fóru í eins konar sjálfsskoðun, og hins vegar þá sem hugsuðu lítið um hjartaáfallið og litu á það sem brátt tilvik sem þeir forðuðust að hugsa um. rannsakendur álykta að þessi niðurstaða geti hjálpað hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki að meta á hvern hátt viðbrögð ein- staklinga við hjartaáfalli stýri þörfum þeirra fyrir fræðslu. huga þurfi sérstaklega að þeim sem forðast að hugsa um hjartaáfallið til að auðvelda þeim að taka á áhættuþáttum. Andleg vanlíðan í kjölfar hjartaáfalls Í rannsókn andersson og félaga (2013) kom fram að þátttak- endur fundu fyrir andlegri vanlíðan í kjölfar hjartaáfallsins. Þessi andlega vanlíðan í kjölfar hjartaáfalls hefur komið fram í fleiri rannsóknum (Benyamini o.fl., 2013; Chung o.fl., 2008; junehag o.fl., 2014; Lavie og Milani, 2006). Í rannsókn á algengi kvíða og þunglyndis í hjartaendurhæfingu, sem gerð var á reykjalundi á árunum 2005–2006, kom fram að kvíði, reiði og óvild var algengari hjá yngri hjartasjúklingum (karl kristjáns- son o.fl., 2007). notaður var kvíða- og þunglyndiskvarðinn haDS. af 224 sjúklingum, sem boðin var þátttaka í rannsókn- inni, tóku 200 (89,3%) þátt, 151 karl og 49 konur. algengi þunglyndis greint í viðtölum við innlögn var 18,5% en 9,5% samkvæmt niðurstöðum úr haDS. klínísk greining á kvíða var 28% við innskrift en 11% samkvæmt haDS. Ályktun rannsak- enda var að betra væri að nota innskriftarviðtal læknis eða hjúkrunarfræðings en haDS til að meta kvíða og þunglyndi hjartasjúklinga. Vitað er að andleg vanlíðan, einkum þunglyndi og kvíði, getur minnkað líkur á að einstaklingar með hjarta- sjúkdóm takist á við lífsstílsbreytingar og þeir hafa verri lang- tímahorfur heldur en þeir sem finna ekki fyrir kvíða, þunglyndi og reiði (Benyamini o.fl., 2013; Perk o.fl., 2012). Því var mikil- vægt að rannsaka líðan þeirra í kjölfar hjartaáfalls til að öðlast betri skilning á reynslu yngra fólks af að fá hjartaáfall. Samanburður á yngri og eldri hjartasjúklingum nokkuð hefur verið um erlendar rannsóknir þar sem reynsla yngri og eldri hjartasjúklinga af hjartaáfalli hefur verið borin saman. rannsóknarniðurstöður benda til að andleg vanlíðan sé algengari hjá yngri hjartasjúklingum en þeim eldri. Salm- inen-Tuomaala og samstarfsmenn (2012) notuðu grundaða kenningu í rannsókn með 28 einstaklingum (32–82 ára) sem fengið höfðu sitt fyrsta hjartaáfall og lágu á tveimur finnskum sjúkrahúsum. Yfirþemað var „mikilvægi þess að ná aftur stjórn á aðstæðum sínum“ en þátttakendum fannst það ógn að missa stjórnina, bæði líkamlega og andlega. Í bandarískri rannsókn Lavie og Milani (2006) var reynsla 104 ungra hjartasjúklinga, sem fengið höfðu hjartaáfall (meðalaldur um 48 ára), borin saman við reynslu 260 eldri hjartasjúklinga (meðalaldur um 75 ára). Yngra fólkið reyndist kvíðnara, þunglyndara og reiðara/ fjandsamlegra eftir hjartaáfallið en það eldra. Í bandarískri samanburðarrannsókn Yammine og frazier (2013) var aldurs- skiptingin fyrir karlmenn 50 ár og 55 ár fyrir konur (n=1140). Yngri einstaklingarnir í rannsókninni glímdu frekar við offitu, hreyfingarleysi og reykingar heldur en hinir eldri, en áttu hins vegar síður við vandamál eins og sykursýki, háþrýsting eða há gildi blóðfitu að stríða. ættgengi hjartasjúkdóma var svipað í báðum hópunum, 75%. fyrir hjartaáfallið voru 39% þátttak- enda í yngri hópnum þunglyndir en 26% þeirra sem voru í eldri hópnum. Ályktun rannsakenda var að þunglyndi ungra hjarta- sjúklinga (>50 ára) sé vangreint og síður meðhöndlað en hjá þeim sem eldri eru. Tilgangur rannsóknar og rannsóknarspurning Vitað er að munur er á yngri og eldri hjartasjúklingum en engar íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar á reynslu yngri hjarta- sjúklinga af því að fá hjartaáfall. Því var tilgangur rannsóknar- innar að efla þekkingu og dýpka skilning á lífsreynslu yngra fólks af því að fá hjartaáfall og rannsóknarspurningin var: hver er reynsla yngra fólks af því að fá hjartaáfall? birna gestsdóttir, árún k. sigurðardóttir og sigríður halldórsdóttir 68 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.