Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 33
að taka upp nýja snúningsskrá sem var útbúin af sárahjúkrun- arfræðingunum. Á hana er skráð hve oft sjúklingi er snúið, hvernig honum er snúið, hvort hann þiggur vökva sem honum er boðinn eða afþakkar, hvort húð er hrein og þurr eða raki við húð. Einnig er skráð húðmat sem hópurinn ákvað að skyldi fara fram tvisvar á sólarhring, einu sinni á morgunvaktinni og einu sinni á kvöldvaktinni. Mælt var með að skoða sérstaklega spjaldhrygg, rasskinnar og hæla en einnig hægt að skrá aðra staðsetningu. Skráning á þrýstingssárunum miðaðist við flokk - un þrýstingssára (mynd 3). Á skrána er svo hægt að merkja við í hvaða áhættuflokki við komandi sjúklingur er skv. Braden- kvarða. Sjúkraþjálfara deildarinnar var boðið að taka þátt í þessu með deildinni og skrá athugasemdir og ráðleggingar varðandi hreyfingu sjúklings. Skráin nær yfir einn sólarhring og er endurnýjuð á næturvöktunum. Þá var ítrekað að öll skráning yrði færð inn í sjúkraskrá viðkomandi en litið var á þessa skrá meira sem áminningu en skráningareyðublað. Verklag um þrýstingssáravarnir var skipulagt með hliðsjón af klínískum leiðbeiningum Landspítala um slíkar varnir frá árinu 2008 (sjá mynd 4) og skráð á blað sem flæðirit. flæðiritið var hengt inn á línherbergi þar sem lín og allur sáralagerinn var geymdur svo það væri í augnsýn allra, óháð því hvort fólk var við tölvu eður ei. Í verklaginu var minnt á áhættumatið sem leiddi til þess að fólk lenti í áhættuhóp eða ekki. Því næst var minnt á að nota tvær hjúkrunargreiningar: „þrýstingssár“ og „hætta á þrýstingssári“. Stungið var upp á nokkrum meðferðar- úrræðum og verkþáttum, t.d. að setja upp snúningsskrá, nota þrýstingsdreifandi dýnu, sinna næringu, verkjum, húðmeðferð og að gæta þess að sjúklingar liggi ekki á lyftarasegli. Ákveðið var að hafa apríl sama ár sem þemamánuð fyrir samskipti milli hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Í tengslum við það voru hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar hvattir til að funda í byrjun hverrar vaktar og eftir þörfum og að á þeim fundi væri lögð áhersla á fimm meginþemu. Þemun voru: Lífs- markamælingar, aðhlynning, næring, hreyfing og að sjálfsögðu snúningur. Ákveðið var að ástand allra rúmdýna yrði metið við útskrift sjúklinga því þá er hvort sem er tekið af rúmunum. Ónýtum dýnum átti að fleygja. fljótlega kom í ljós að ástandið var mjög slæmt. Dýnurnar voru mjög gamlar, stundum rifnar og oftar en ekki komin dæld þar sem bakhlutinn hvílir. Í kjöl - farið var farið af stað með dýnuverkefni Landspítala þar sem keyptar voru nýjar dýnur í öll rúm en þær komu ekki inn á spít- alann fyrr en í maí 2016, eða ári síðar. fleira var gert, t.d. var dagsáætlun deildarinnar breytt. Dags - áætlun er hjálpartæki með upplýsingum um alla sjúklinga deild- arinnar, ástæðu innlagnar, íhluti, helstu rannsóknir og fyrirmæli um meðferð. Ákveðið var að búa til aukareiti til að merkja hvort sjúklingur var með snúningsskrá eða sár og einnig aukareit varðandi hreyfigetu viðkomandi. Þannig varð augljósara ef fólk þurfti snúning og var með sár eða roða svæði. Stuttu fyrir þessa nýju innleiðingu höfðu verið keyptar tússtöflur fyrir alla sjúk- linga deildarinnar. Tússtaflan var staðsett við hvert rúmstæði og á hana var t.d. skráður læknir, hjúkrunarfræðingur og sjúkra - lið inn sem sinnti sjúklingnum hverja vakt, lífsmörk, göngu- ferðir, sýklalyfjatímar og ýmislegt annað. Datt vinnuhópnum í hug að hægt væri að nota þessa töflu til að minna á snúninga þannig að það væri enn þá meira áberandi hverjir þyrftu að láta snúa sér. Tússtöflunotkunin hefur hins vegar ekki fest í sessi. þrýstingssáravarnir á smitsjúkdómadeild tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 33 Mynd 4. Nýtt verklag á A7. Mynd 3. Endurgerð snúningsskrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.