Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 74
lingshæfða fræðslu (Svavarsdottir o.fl., 2016a). Í annarri eig-
indlegri rannsókn (n=19 heilbrigðisstarfsmenn) kom fram að
mikilvægt er að heilbrigðisstarfsmenn nái persónulegu sam-
bandi við hjartasjúklinga, átti sig á fræðsluþörfum þeirra, eigi
árangursríkar samræður við þá og veiti einstaklingshæfða
fræðslu (Svavarsdottir o.fl., 2016b). Það að ungu hjartasjúkling-
arnir í rannsókn okkar fundu fyrir kvíða og þunglyndi kemur
heim og saman við fyrri rannsóknir (Benyamini o.fl., 2013;
Lavie og Milani, 2006) og er vert að ítreka að þunglyndi meðal
ungra hjartasjúklinga hefur reynst vangreint og síður með -
höndlað en hjá eldri einstaklingum (Yammine og frazier, 2013).
fram kom reiði hjá þátttakendum, eins og í fyrri rannsóknum
(karl kristjánsson o.fl., 2007; Lavie og Milani, 2006), og sú reiði
tengdist því að vera búin að „missa heilsuna“ svo ung. Sumir
byrgðu inni tilfinningar sínar til að hræða ekki aðra um of og
aðrir vegna þess að enginn bauð upp á samræður um erfiðar
tilfinningar. Þá kom einnig fram sjálfsásökun þátttakanda yfir
að hafa ekki breytt lífsstíl sínum fyrr.
Breytingar á lífsstíl
flestallir þátttakendurnir fundu að þeir voru komnir á vendi-
punkt og tókust á við lífsstílsbreytingar strax við hjartaáfallið.
Það var sama hvaða lífsstílsbreytingu þeir þurftu að gera:
hjartaáfallið varð til þess að þeir hættu að reykja, fóru að hreyfa
sig, pössuðu mataræðið eða drógu úr streituþáttum. Þetta rímar
við rannsóknarniðurstöður junehag og félaga (2014). Það sem
er athyglisvert við okkar niðurstöður er að í flestum tilvikum
kom vendipunkturinn strax, en ekki þegar lengra leið frá áfall-
inu. Því má ætla að hjúkrunarfræðingar verði að nota tímann
vel rétt eftir hjartaáfallið til að fræða um lífsstílsbreytingar þar
sem einstaklingarnir virðast vera móttækilegastir fyrir breyt-
ingum þá. Í rannsókn Peterson og félaga (2010) (n=61) með
blandaðri aðferð náðu einungis 52% að breyta lífsstíl eftir
hjartaáfallið og niðurstöður úr megindlegri rannsókn Mosleh
og Darawad (2015) (n=254) sýndu líka að erfiðlega getur
gengið að breyta lífsstíl því eftir hjartaáfallið reyktu enn 30%
og einungis 34% hreyfðu sig eins og mælt var með.
Margþætt einkenni hjartaáfallsins
fæstir þátttakenda fengu brjóstverk en brjóstverkur er hefð -
bundið einkenni hjartaáfalls. Í ástralskri rannsókn Coventry og
félaga (2015) kom fram að af 382 sjúklingum, sem greindust
með hjartaáfall, voru 26% greindir án þess að hafa fengið brjóst-
verk. rannsókn kastner og Lemke (2013) sýndi að heilbrigðis-
starfsfólk hefur tilhneigingu til að einblína á hin klassísku
einkenni þegar sjúklingur kemur á bráðadeildir og horfi fram
hjá öðrum einkennum. Ástæðuna telja þeir að sjúklingarnir hafi
ekki einkennin sem heilbrigðisstarfsfólk reikni með að komi
fram við hjartaáfall og sjúkdómsgreini því ekki rétt. Brýnt er að
heilbrigðisstarfsfólk sem og almenningur sé vakandi fyrir minna
þekktum einkennum. Í eigindlegri rannsókn Svavarsdóttur og
félaga (2016a) vildu hjartasjúklingarnir 17 að heilbrigðisstarfs-
fólk fræddi þá um líkamleg og andleg einkenni sem þeir höfðu
reynt, en einnig um starfssemi hjartans og bentu á að not á fjöl-
breyttu fræðsluefni yki gagnsemi fræðsl unnar.
Styrkur og takmarkanir rannsóknarinnar
rannsóknin veitir nýja innsýn í reynslu yngri Íslendinga sem
hafa fengið hjartaáfall og sú innsýn getur bætt þjónustu við
þennan aldurshóp. auglýst var eftir þátttakendum. Sjónarmið
þeirra sem treystu sér ekki til að taka þátt í rannsókninni koma
því ekki fram. Varast ber að alhæfa út frá rannsóknarniður -
stöðum.
Réttmæti og áreiðanleiki
Beinar tilvitnanir í orð þátttakenda eru notaðar til að sýna fram
á að orð þátttakenda eru á bak við þemun en ekki hugur rann-
sakenda. Staðfesting frá öllum þátttakendum um að persónuleg
reynsla þeirra væri rétt túlkuð (þrep 7) eykur trúverðugleika
rannsóknarinnar og staðfesting frá tveimur þátttakendum um
að heildarreynslan að fá hjartaáfall svo ungur sé rétt túlkuð
(þrep 11) eykur jafnframt trúverðugleika hennar.
Heimildir
allsén, P., Brink, E., og Persson, L. O. (2008). Patient’s illness perceptions four
months after a myocardial infarction. Journal of Clinical Nursing, 17, 25–
33, doi: 10.1111/j.1365-2702.2007.02136.x.
alvarenga, M. E., og Byrne, D. (2016). Handbook of psychocardiology. Singa-
púr: Springer Science.
andersson, E. k., Borglin, g., og Willman, a. (2013). The experience of yo-
unger adults following myocardial infarction. Qualitative Health Research,
23(6), 762–772, doi: 10.1177/1049732313482049.
arnold, S. V., Smolderen, g. k., Buchanan, D. M., og Spertus, j. a. (2012).
Perceived stress in myocardial infarction: Long-term mortality and health
status outcomes. Journal of the American College of Cardiology, 60(18),
1756–1763, doi: 10.1016/j.jacc.2012.06.044.
Benyamini, Y., roziner, i., goldbourt, u., Drory, Y., og gerber, Y. (2013). De-
pression and anxiety following myocardial infarction and their inverse
associations with future health behaviors and quality of life. Annals of Be-
havioral Medicine, 46(3), 310–321, doi: 10.1007/s12160-013-9509-3.
Björn jakob Magnússon, uggi agnarsson, Þórarinn guðnason og guð -
mundur Þorgeirsson. (2017). Brátt hjartadrep á Íslandi í fertugum og yngri
2005–2009: Samanburður við tímabilið 1980–1984. Læknablaðið, 103(1),
11–15, doi: 10.17992/lbl.2017.01.115.
Chung, M. C., Berger, Z., og rudd, h. (2008). Coping with posttraumatic
stress disorder and comorbidity after myocardial infarction. Comprehen-
sive Psychiatry, 49(1), 55–64, doi: 10.1016/j.comppsych.2007.0.003.
Cohen, S. M. (2009). Concept analysis of adherence in the context of cardio-
vascular risk reduction. Nursing Forum, 44, 25–36, doi: 10.1111/j.1744-
6198.2009.00124.x.
Coventry, L. L., Bremner, a. P., Williams, T. a., Celenza, a., jacobs, i. g., og
finn, j. (2015). Charactieristics and outcomes of Mi patients with and
without chest pain: a cohort study. Heart, Lung and Circulation, 24(8),
796–805.
Dowling, M., og Cooney, a. (2012). research approaches related to phenom-
enology: negotiating a complex landscape. Nurse Researcher, 20(2), 21–
27, doi: 10.7748/nr2012.11.20.2.21.c9440.
fålun, n., fridlund, B., Schaufel, M. a., Schei, E., og norekvål, T. M. (2015).
Patients’ goals, resources, and barriers to future change: a qualitative study
of patient reflections at hospital discharge after myocardial infarction. Eu-
ropean Journal of Cardiovascular Nursing, 1–9, doi: 10.1177/14745
15115614712.
junehag, L., asplund, k., og Svedlund, M. (2014). Perceptions of illness, life -
style and support after an acute myocardial infarction. Scandinavian Jour-
nal of Caring Sciences, 28(2), 289–296, doi: 10.1111/scs.12058.
karl kristjánsson, Þórunn guðmundsdóttir og Magnús r. jónsson (2007).
algengi, greining og meðferð þunglyndis og kvíða sjúklinga í hjarta -
endurhæfingu. Læknablaðið, 93(12), 841–846.
birna gestsdóttir, árún k. sigurðardóttir og sigríður halldórsdóttir
74 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018