Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 49
þankastrik
tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 49
það sem við vitum er: að það eru ákveðnir hópar útsettari fyrir ofbeldi, til að mynda
konur af erlendum uppruna, konur sem að eru með langvinna líkamlega og andlega
sjúkdóma, fatlaðar konur, konur í fíkn. Það eru líka tímabil í lífi kvenna þar sem þær
eru í meiri áhættu fyrir ofbeldi, til að mynda þegar þær eru barnshafandi eða hafa
ákveðið að fara frá ofbeldismanni. En það sem að sjaldan er talað um er það eru konur
í ofbeldissamböndum sem vinna fulla vinnu, reka heimili með maka sínum og eru
ekki þessar týpísku staðalímyndir kvenna sem verða fyrir ofbeldi. Einnig hefur ofbeldi
aukist síðustu ár hjá yngri stúlkum í parasamböndum og það er alltaf jafn sláandi að
hitta 18–20 ára stelpur sem hafa verið í ofbeldissambandi í 2–3 ár með kærustum
sínum. Þetta er því miður að aukast og þarna þurfum við að opna augun og grípa inn í.
Heimilisofbeldi er dauðans alvara
hvert er ég að fara með þessum þankastriki mínu? jú við öll sem vinnum innan heil-
brigðisgeirans þurfum að fræðast og setja á okkur þessi „gleraugu“. að vera vakandi
fyrir einkennum þeirra sem að búa við ofbeldi. af hverju? Vegna þess að afleiðingar
ofbeldis hafa víðtæk áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Það að spyrja um heim-
ilisaðstæður, streituvalda í daglegu lífi og hreint og beint út í hvort að fólk verði fyrir
ofbeldi, getur hjálpað og bjargað lífi þeirra sem eiga í hlut. heimilis ofbeldi er dauðans
alvara. Tíu konur hafa dáið fyrir hendi maka á Íslandi á síðustu 30 árum. Það leita um
160 eintaklingar á bráðadeild Landspítala á ári hverju þar sem að komuástæða er
heimilisofbeldi. Það leituðu um 170 konur til kvennaathvarfsins árið 2016 til dvalar
þar og af þeim fóru 20% aftur heim til ofbeldismanns. Talið er að í dag búi 3000 börn
við ofbeldi á Íslandi. Þetta er eins og gefur að skilja því miður víðtækt vandamál og
við getum hjálpað. Bráðadeild Landspítala innleiddi nýtt verklag í móttöku eftir of-
beldi í nánu sambandi núna í febrúar og allir starfsmenn, læknar, hjúkrunarfræðingar,
sjúkraliðar, starfsmenn og ritarar hafa fengið þjálfun eða fá þjálfun í notkun verklags-
ins. Ég skora á ykkur hjúkrunarfræðingar að innleiða vitundarvakningu og verklag á
ykkar vinnustöðum. Sameinuð getum við vonandi einhvern tímann séð til sólar í
fækk un ofbeldismála.
Ég skora á karólínu andrésdóttur hjúkrunarfræðing og sjúkraflutningsmann við
heilsugæsluna á Egilsstöðum, að skrifa næsta þankastrik.
Tíu konur hafa dáið fyrir
hendi maka á Íslandi á síð -
ustu 30 árum. Það leita um
160 eintaklingar á bráðadeild
Land spítala á ári hverju þar
sem að komuástæða er heim-
ilisofbeldi.
Taupokar — gjörið svo vel!
Með þessu vortölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga fylgir
sumargjöf frá félaginu; margnota taupoki með merki félags-
ins.
Hjá Fíh er alltaf verið að leita leiða til að vera umhverfis-
vænni og draga úr sóun. Talsvert hefur verið dregið úr
notkun pappírs, á skrifstofunni er allt flokk að, ekki eru
notuð einnota kaffimál og nú verða bara notaðir margnota
taupokar við flest tækifæri.
Við vonum að pokarnir gagnist sem flestum, enda nota-
drjúgir og fallegir.
Þar sem pökkun á tímaritinu var umfangsmeiri en vana-
lega var leitað til fangelsins á Hólmsheiði til að sjá um hana.