Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 32
Inngangur: Nýtt verklag — betri þjónusta
Árið 2013 var gerð könnun á hversu margir sjúklingar á Land spítalanum voru með
þrýstingssár (mynd 1). Í ljós kom að rúmlega 19% allra sjúklinga á spítalanum reynd-
ust með slík sár. augljóst var að eitthvað þurfti að taka til í þeim málum og því var
farið af stað með gæðaverkefni veturinn 2015 sem snéri að forvörnum gegn myndun
þrýstingssára. Stuðst var við hugmyndafræði LEan. Tilgangur verkefnisins var að
fækka þrýst ingssárum, efla öryggi sjúklinga og bæta þjónustuna. Smit sjúkdómadeildin
var valin sem prufudeild. Vinnuhópur var settur á laggirnar sem í voru tveir hjúkr-
unarfræðingar ásamt tveimur sjúkraliðum af deildinni. Mikill stuðningur og aðhald
fékkst af hópi verkefnastjóra, gæðastjóra, deildarstjóra og hjúkr unarfræðinga með
sérþekkingu á þrýstingssáravörnum.
Upphaf verkefnis
Byrjað var á því að kanna hve algeng þrýstingssár voru á deildinni áður en nokkru
yrði breytt. könnun var gerð á einum degi í febrúar 2015. allir legusjúklingar
samþykktu að taka þátt, alls tuttugu og tveir sjúklingar. Stuðst var við Braden-kvarða
til að meta einstaklinga í áhættuhópi. húðmat og áhættumat var gert á öllum legu -
sjúklingum og gögn sótt úr sjúkraskrá. Skoðað var sérstaklega hve margir voru með
virkt áhættumat, hvort einstaklingur var með greiningu varðandi þrýstingssár og hvort
eitthvað væri skráð varðandi húð, húðmat, snúninga og sár. kannað var hverjir voru
með snúningsskrá og hvernig hún var útfyllt. Einnig var gerð athugun á gæðum
rúmdýna hjá öllum sjúklingunum.
Niðurstöður úr fyrstu könnuninni
Meðalaldur sjúklinganna var 70 ár. konur voru 8 en karlar 14 talsins. kom í ljós að 6
af 22 sjúklingum voru með þrýstingssár, eða 27%. Tveir þeirra reyndust vera með tvö
sár. Eingöngu 2 af þessum 6 sjúklingum voru með hjúkrunargreiningu tengda
þrýstingssárum en í staðinn voru þar notaðar ýmsar aðrar greiningar eins og veikluð
húð, vefjaskaði, -sár og fyrirbygging fylgikvilla rúmlegu. Sárum, sem sáust, var skipt
í flokka miðað við flokkun þrýstingssára og kom í ljós að þetta var blanda af öllum
flokkum en áberandi var þó að af 8 sárum voru 3 þeirra í flokki 4 sem eru dýpstu
sárin. algengasti staðurinn var hælar og spjaldhryggur. rúmlega 45% allra legusjúkl -
inga reyndust í hættu á að fá þrýstingssár en eingöngu 59% höfðu virkt áhættumat
daginn sem könnunin var gerð. Einnig kom í ljós að dýnurnar voru eldgamlar og
sumar hverjar alveg ónýtar (mynd 2). Enginn var með snúningsskrá. niðurstöðurnar
komu starfsfólki deildarinnar verulega á óvart og þá sérstaklega hve algeng sárin voru.
Í raun varð þetta enn meiri hvatning fyrir starfsfólkið til að gera betur, finna lausnir
og vinna að samræmdu verklagi.
Nýtt verklag
Verklagi deildarinnar var breytt á ýmsan máta. Þegar athugað var hvort stuðst hefði
verið við snúningsskrá kom í ljós að ákveðin skrá hafði verið notuð en hún fannst
ekki á deildinni þegar könnunin var gerð. grunur lék á að henni hefði verið hent þegar
deildin lenti í mósafaraldri árið áður og gleymst að taka hana upp aftur. Ákveðið var
32 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018
Þrýstingssáravarnir á smitsjúkdómadeild
Berglind Guðrún Chu og Jóna Margrét Guðmundsdóttir
Mynd 2. Ónýt dýna.
Mynd 1. Þrýstingssár á hælum. (Ljósmynd
Guðbjörg Pálsdóttir.)