Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 56
rannsókn health Council of Canada (bls. 13, 2012) en þar flokkuðust skjólstæðingar að meirihluta í efri flokka MaPLe (health Council of Canada, 2012). Það er umhugsunarvert að í þessari rannsókn fengu þeir sem bjuggu á akranesi og voru í MaPLe-flokki 5 meiri þjón- ustu frá heimahjúkrun (dag- og kvöldþjónustu) en þeir sem bjuggu á Sauðárkróki þó að matstækið gæfi til kynna að þeir hefðu svipaðar þarfir. Þetta gæti bent til þess að skjólstæðingum í mestri þörf á Sauðárkróki sé ekki veitt nægileg þjónusta en rannsóknir hafa sýnt að það er mikilvægt að veita viðeigandi heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu til að koma í veg fyrir ótímabæra stofnanavistun (gruneir o.fl., 2013). Einnig var um helmingur skjólstæðinga á báðum stöðum kominn með minnisskerðingu en rannsóknir hafa bent til að einstaklingar, sem dvelja heima og eru með heilabilun, hafa fjölþættar þarfir fyrir þjónustu, s.s. uppvinnslu og stuðning út af sínum sjúk- dómi, almenna læknisaðstoð, öruggt umhverfi, aðstoð við al- mennar daglegar athafnir og aðgengi að uppbyggilegu félags - starfi (johnston o.fl., 2011). Í þessu tilliti eru hjúkrunarfræð - ingar í heimahjúkrun í kjöraðstæðum til að meta þarfir skjól - stæðinga og sjá til þess að þjónustan sé í samræmi við þarfir (Yamagishi og kusumi, 2016). niðurstöður sýndu að fleiri þjónustuúrræði voru á akranesi þar sem heimahjúkrun veitir kvöldþjónustu og félagsleg heimaþjónusta veitir kvöld- og helgarþjónustu, þessi þjónusta var ekki veitt á Sauðárkróki. hér hefur það hugsanlega áhrif að þjónustusvæði heimahjúkrunar á Sauðárkróki er margfalt víð - feðmara en á akranesi og því bæði tímafrekara og dýrara að veita þjónustu þegar um langan veg er að fara. rannsóknir hafa einmitt sýnt að einstaklingar, sem búa í dreifbýli, fái mun minni heimaþjónustu en þeir sem búa í þéttbýli og það veldur miklu álagi á aðstandendur (Mcauley o.fl., 2009; Ehrlicha o.fl., 2017). Ekki er veitt kvöldþjónusta heimahjúkrunar á Sauðárkróki en hún er veitt á akranesi að mestu leyti skjólstæðingum í MaPLe 3, 4 og 5. Skjólstæðingar á akranesi og á Sauðárkróki, sem flokkast í MaPLe 1 og 2 hafa einungis dagþjónustu. Skjól - stæðingar í MaPLe-flokkum 3, 4 og 5 hafa vaxandi þörf fyrir þjónustu og þeir sem eru í flokkum 4 og 5 hafa jafnvel þörf fyrir varanlega vistun (Sörbye o.fl., 2009). Bent hefur verið á að á Ís- landi sé hlutfallslega meiri þjónusta veitt skjólstæðingum með litla skerðingu á færni miðað við skjólstæðinga með mikla skerðingu á færni (Sigurdardottir o.fl., 2011) og að ósamræmi geti verið í veittri heimaþjónustu miðað við heilsufar og færni skjólstæðinganna (Carpenter o.fl., 2004). Vísbendingar um fjölgun aldraðra einstaklinga í heimaþjónustu með verri and- lega, líkamlega og félagslega líðan (Berta o.fl., 2013) gerir það enn mikilvægara að þeir sem eru í mestri þörf gangi fyrir við þjónustu því heimahjúkrun er til þess fallin að koma í veg fyrir eða seinka stofnanavistun (gruneir o.fl., 2013; Yang o.fl., 2016). athyglisvert er að mun fleiri skjólstæðingar á akranesi fundu til einmanaleika, eða 47,5% skjólstæðinga á móti 9,5% á Sauðárkróki. Þetta háa hlutfall þeirra sem eru einmana á akra- nesi er ekki í samræmi við rannsókn sem sýndi að einmanaleiki var mun minni hjá þjóðum í norður-Evrópu eða 6,5% heldur en í Suður-Evrópu þar sem einmanaleiki mældist 25,4% (fok- kema o.fl., 2012). Þá er það einnig umhugsunarvert að á akra- nesi, sem er nálægt höfuðborginni þar sem gott aðgengi er að heilbrigðisþjónustu, er meira um einmanaleika en á Sauðár- króki. Þetta samrýmist því ekki rannsóknum sem bent hafa til að meira geti verið um einmanaleika hjá öldruðum langveikum sem hafa ekki gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu vegna búsetu í dreifbýli heldur en þeirra sem búa í þéttbýli (Wedgeworth o.fl., 2016). hins vegar þurfa fleiri skjólstæðingar á akranesi aðstoð við almennar daglegar athafnir, eins og salernisnotkun, salern- isferðir og bað, ásamt því að hafa verri hreyfigetu, heldur en á Sauðárkróki. Þetta ásamt miklum einmanaleika skjólstæðinga á akranesi er í samræmi við niðurstöður rannsókna sem sýna að aldraðir með lífshættulelga langvinna sjúkdóma, færnis- kerðingu og skort á félagslegum stuðningi, eiga frekar á hættu að andleg og tilfinningaleg líðan þeirra versni heldur en hinir (Bölenius o.fl., 2017). hjúkrunarfræðingar ættu að breyta hjúkr unarmeðferð hjá einmana langveikum skjólstæðingum sínum og þannig reyna að bæta líðan þeirra (Shankar o.fl., 2017; Wang o.fl., 2013). Í ljósi framagreindra niðurstaðna og þess að fleiri skjól - stæðingar á akranesi höfðu dregið úr félagslegri þátttöku og um helmingur skjólstæðinga á báðum stöðum voru einir meira en átta klukkustundir á dag er mikilvægt að hafa í huga hvaða afleiðingar slíkt getur haft. rannsóknir hafa sýnt að félagslega einangraðir einstaklingar eiga frekar á hættu en aðrir að fá hjartasjúkdóma, bólgusjúkdóma vegna streitu og minnisskerð - ingu. Viðleitni til þess að draga úr félagslegri einangrun og ein- manaleika er því mikilvæg fyrir velferð skjólstæðinganna (Step toe o.fl., 2012). Einnig þarf að hafa í huga að það getur verið gagnlegt að nota virka meðferð til að stjórna streitu og efla hugarstarfsemi til að auka félagslega færni og draga úr streitu (Meltzer o.fl., 2012). Þegar horft er til heilsueflingar hjá eldri borgurum verður þó að hafa í huga að sumum öldruðum finnst minni félagsleg tengsl ekki vera einangrun. Þeir finna því ekki til einmanaleika og halda sinni líkamlegu og andlegu heilsu þó að öðrum þyki minni félagsleg tengsl vera einangrun og finna til einmanaleika sem veldur verri líkamlegri og and- legri heilsu. Því þurfa stjórnendur að skipuleggja þjónustuna í samráði við skjólstæðinga til að þjónustan komi sem best til móts við persónulegar þarfir hvers og eins (Dempsey og norm- and, 2016). Styrkur rannsóknarinnar felst í því að allir skjólstæðingar heimahjúkrunar, sem þáðu þjónustu á ákveðnum tímabilum á báðum stöðum, voru metnir, þ.e.a.s. allt þýðið á hvorum stað. Þetta eykur gildi rannsóknarinnar (field, bls. 35, 2009). Einnig er interrai-hC-matstækið gagnreynt og áreiðanlegt matstæki (hirdes o.fl., 2008) og hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar, sem framkvæmdu matið, höfðu fengið kennslu og þjálfun í notkun mætstækisins hjá ingibjörgu hjaltadóttur, sérfræðingi í öldr- unarhjúkrun. Veikleikar rannsóknarinnar eru lítið þýði og þar sem verið er að bera saman MaPLe-flokka, sem eru fimm tals- ins, er mikil dreifing einstaklinga og þar með erfitt að fá fram marktækan mun. Á móti kemur að niðurstöður eru lýsandi fyrir heilsufar, færni og þjónustuþörf þessara skjólstæðinga. Einnig má líta á það sem veikleika rannsóknarinnar að ekki var skoðaður þáttur aðstandenda og nærumhverfis í þjónustu við skjólstæðinga þar sem stytt matstæki hefur ekki þær breytur ingibjörg hjaltadóttir og hallveig skúladóttir 56 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.