Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 89
sókninni hvort þau hefðu fengið slíkar greiningar fyrir áfallið.
Lögð var áhersla á að velja þátttakendur sem höfðu orðið fyrir
mismörgum og mismunandi tegundum áfalla og til að minnka
líkur á einsleitni voru valdir þátttakendur af báðum kynjum og
á átján ára aldursbili. Þátttakenda var aflað í samstarfi við sér -
fræðinga, hjá Starfsendurhæfingu norðurlands (fjórir þátttak-
endur), Virk Starfsendurhæfingarsjóði (fjórir) og meðal kollega
(fjórir), samtals 12 þátttakendur.
Annað þrepið var „að vera kyrr“ og ígrunda. Þessi kyrrð og
ígrundun var endurtekin alla rannsóknina.
Þriðja þrepið fól í sér ítarleg viðtöl við þátttakendur. aðal -
viðtalsspurningin var: hver er reynsla þín af því að verða fyrir
sálrænu áfalli? af persónulegum áhrifum þeirrar upplifunar?
af leiðum til aukins þroska í kjölfar áfallsins? aðalrannsakand-
inn tók öll viðtölin. Tekin voru viðtöl við tólf þátttakendur, sjö
konur og fimm karla, sem uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku. Í
Van couver-skólanum er lögð áhersla á að taka einhver seinni
viðtöl til að kafa betur ofan í efnið með hjálp þeirra þátttakenda
sem virðast hafa dýpri skilning á fyrirbærinu. Í þessu tilviki voru
seinni viðtöl tekin við tvo þátttakendur. Þannig urðu viðtölin
samtals 14 við 12 þátttakendur. Þátttakendur voru á aldrinum
34–52 ára og höfðu öll verið óvinnufær eða með skerta starfs-
getu eftir áfallið í lengri eða skemmri tíma af líkam legum og/eða
andlegum heilsufarsástæðum. Í viðtölunum studdist aðalrann-
sakandi við viðtalsramma sem hannaður var af rannsakendum
út frá lestri á rannsóknarniðurstöðum og eigin áhuga á veg-
ferðinni frá niðurbroti vegna áfalls til meiri þroska í kjölfar þess.
Lengd viðtala var 23–81 mínúta, að meðaltali um klukkustund.
aðalrannsakandi leitaðist við að spyrja opinna spurninga og
hvetja þátttakendur til að tjá sig frjálslega, reyna að staðfesta ný
þemu í viðtalinu sjálfu og skoða enn frekar einstök atriði sem
upp komu í viðtalinu. gagnasöfnun var stöðvuð þegar mettun
var náð og engar nýjar upplýsingar komu fram.
Þrep 4–6. Eftir að viðtölin höfðu verið skráð og afrituð voru
útprentuð viðtöl (e. transcripts) greind með þemagreiningu í
meginþemu og undirþemu. kóðar voru dregnir út úr afrit-
unum (e. deconstruction). Þeim var síðan raðað í þemu (e. re-
construction), t.d. „vegferðin í kjölfar áfallsins“, og „keðju -
verkun áfalla á vegferðinni“. niðurstöðunum fyrir hvern þátt-
takanda var raðað saman í greiningarlíkan fyrir hvert og eitt
þátttakendanna.
Í þrepi 7 fékk aðalrannsakandi staðfestingu í hverju tilviki á
greiningarlíkani viðkomandi þátttakanda og endurtók þessa
aðferð fyrir þau öll. Þetta er einn helsti styrkleiki Vancouver-
skólans vegna þess að túlkun rannsakandans varðandi hvern
þátttakanda er þar með sannreyndur af viðkomandi þátttak-
anda sjálfum.
Þrep 8. Eftir upphafsstarf aðalrannsakanda tóku báðir rann-
sakendur þátt í að greina rannsóknargögnin og ræddu niður -
stöður. allar mögulegar útfærslur voru skoðaðar sjálfstætt og
saman og eftir mikla umfjöllun voru settar fram niðurstöður
um reynslu af áfalli og meiri þroska í kjölfar þess.
Þrep 9. fyrsti höfundur framkvæmdi þrep níu og tryggði að
niðurstöðurnar væru byggðar á rannsóknargögnunum með því
að endurlesa öll útprentuð viðtöl og bera þau saman við niður -
stöðurnar.
Þrep 10 snérist um að velja heiti sem lýsti niðurstöðunum í
örstuttu máli. „Eins og að fara niður svarta brekku og koma svo
upp græna hlíðina“, var talið lýsandi fyrir þá reynslu þátttak-
enda að verða fyrir áfalli og upplifa meiri þroska í kjölfar þess.
Í þrepi 11 voru niðurstöðurnar sannreyndar með öllum
þátt takendum nema einum og í þrepi 12 voru niðurstöður
rannsóknarinnar skrifaðar upp.
Í öllu rannsóknarferlinu var vitrænu vinnuferli Vancouver-
skólans fylgt (sjá mynd 1) og endurtekið farið í gegnum til-
teknavitræna þætti: að vera kyrr, ígrunda, koma auga á, velja,
túlka, raða saman og sannreyna (Sigríður halldórsdóttir, 2013).
Rannsóknarsiðfræði
Þær þrjár höfuðreglur í rannsóknarsiðfræði sem hafðar voru
að leiðarljósi í rannsókninni voru sjálfræði, skaðleysi og vel-
gjörðir (Sigurður kristinsson, 2013). Vísindasiðanefnd veitti
leyfi sitt fyrir framkvæmd rannsóknarinnar (VSn-15-102).
hver þátttakandi fékk kynningarbréf þar sem viðkomandi var
upplýstur um tilgang rannsóknar, rannsóknaraðferð og þátt-
töku hans óskað. Þeim var kynntur réttur þeirra varðandi þátt-
töku af fúsum og frjálsum vilja og úrsögn úr rannsókninni
hvenær sem þau vildu, ásamt nafnleynd og algerum trúnaði.
útprentuð, ópersónugreinanleg gögn voru geymd í læstum
skáp á tryggum stað. Þátttakendur undirrituðu samþykkis yfir -
lýsingu eftir bæði skriflega og munnlega kynningu. Mögulegt
var að þátttaka í þessari rannsókn ylli þátttakendum andlegri
vanlíðan þar sem verið var að rifja upp erfið tímabil í lífi þeirra.
Því hafði aðalrannsakandi aftur samband símleiðis við hvert
þeirra sjö til tíu dögum eftir viðtal til að kanna líðan. hverjum
þátttakanda stóð til boða sálræn handleiðsla fagmanns sér að
kostnaðarlausu teldu þau sig þurfa á því að halda eftir viðtölin.
Ekkert þeirra nýtti sér slíka handleiðslu.
ritrýnd grein scientific paper
tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 89
!
3. að
koma
auga á
4. að velja
5. að
túlka
6. að raða
saman
7. að
sannreyna
1. að vera
kyrr
2. að
ígrunda
Mynd 1. Vitrænn vinnuferill Vancouver-skólans í fyrirbærafræði
(Sigríður halldórsdóttir, 2013, bls. 285).