Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 40
Þeir sem vinna með einstaklingum sem greinst hafa með heilabilun og aðstandendum þeirra finna mikið fyrir því hversu mikilvægt það er að hafa gott fræðsluefni fyrir aðstandendur en hingað til hefur það verið af skornum skammti. Bæklingurinn er unninn á vegum fagráðs í öldrunar- hjúkrun á flæðisviði Landspítala. Landspítali gefur bæklinginn út og prentun fer fram hjá Fjölritun á Kleppi. Höfundar bæklingsins: anna jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, útskriftardeild aldraðra L-2 gerður Sæmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, öldrunarlækningadeild L-4 guðlaug guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, dag- og göngudeild L-1 höfundar söfnuðu saman efni frá mörgum erlendum og innlendum aðilum sem hafa sérhæft sig í málefnum alzheimers-sjúklinga, eins og alzheimers-samtökum á öllum norðurlöndunum, Bretlandi og almennt í Evrópu. Einnig byggðu höfundar á áratugalangri reynslu sinni af vinnu bæði með einstak- lingum með heilabilun svo og aðstandendum þeirra. Þegar einhver innan fjölskyldu greinist með heilabilun leiðir það oft til breytinga á daglegu lífi. Það er ekki auðvelt að annast einstakling með heilabilun en ýmislegt má læra af reynslu annarra sem eru í svipaðri stöðu og af fagfólki. Í þessum bæklingi eru hagnýtar upplýsingar fyrir umönnunaraðila hvort sem um er að ræða aðstand- endur eða fagfólk. Hvað er heilabilun? Með aldrinum er eðlilegt að breytingar verði á minni. Margt getur haft áhrif á minni, t.d. álag, depurð, kvíði og truflun á einbeitingu. Minnistruflanir ganga oft yfir en þær geta líka verið merki um sjúkdóm á upphafsstigi. heilabilun (dementia) verður vegna breytinga í heila sem valda skerðingu á hugsun og vitrænni getu. Þess vegna þarf ein- staklingur með heilabilun að meira eða minna leyti að reiða sig á aðra. Orsakir heila- bilunar geta verið margar, svo sem ýmsir sjúkdómar, heilaáföll og slys. Þunglyndi, einkum hjá eldra fólki, getur lýst sér með svipuðum einkennum. Einkenni hrörnunarsjúkdóma ágerast eftir því sem á líður. Einstaklingsbundið er hversu hratt það gerist og hvaða einkenni koma fram. Sjúkdómarnir eru ólæknandi en meðferð miðar að því að draga úr einkennum og hægja á sjúkdómsferlinu. Þekking á sjúkdómnum auðveldar aðstandendum: • að skilja betur þann sem er með heilabilun • að fá yfirsýn yfir hvað hægt er að gera • að skilja þörfina fyrir faglega hjálp • að takast á við nýtt hlutverk sem aðstandandi • að draga úr álagi og streitu • að eiga góð samskipti innan fjölskyldu. 40 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 Fræðslubæklingur fyrir aðstandendur einstaklinga með heilabilun Forsíða bæklingsins. Höfundar fræðslubæklingsins Anna Jóns- dóttir, Gerður Sæmundsdóttir og Guðlaug Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.