Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 79

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 79
Aðferð Rannsóknarsnið rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn. Þátttakendur Þátttakendur í rannsóknarinni voru hjúkrunarfræðingar á landsbyggðinni, sem í starfi sínu taka á móti og sinna að minnsta kosti tíu bráðveikum eða slösuðum sjúklingum á mánuði. Stofnanir sem viðkomandi hjúkrunarfræðingar störfuðu við eru: heilbrigðisstofnun austurlands, heilbrigðisstofnun Suður- lands, heilbrigðisstofnun Suðurnesja, heilbrigðisstofnun Vestur - lands, heilbrigðisstofnun Vestfjarða, heilbrigðisstofnun norður - lands og Sjúkrahús akureyrar. að fengnu leyfi forstjóra við - komandi heilbrigðisstofnana var haft samband við hjúkrunar- framkvæmdastjóra þeirra varðandi aðstoð við val á hjúkr- unarfræðingum sem uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku. Þeir, í samráði við deildarstjóra eða yfirhjúkrunarfræðing hverrar stofnunar, gáfu upp fjölda hjúkrunarfræðinga sem uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar og var mat þeirra að 87 hjúkrunar - fræðingar gerðu það. Mælitæki Mælitæki rannsóknarinnar er spurningalisti sem inniheldur mælitæki sem metur hæfni hjúkrunarfræðinga og kallast á ensku nurse Competence Scale (nCS) (Meretoja, isoaho o.fl, 2004). heiti mælitækisins hefur ekki verið íslenskað en íslenska útgáfan kallast iS-nCS (Dóra Björnsdóttir, 2015). Í því eru 73 spurningar sem snúa að atriðum sem lúta að hæfni og flokkast spurningarnar í sjö hæfniþætti sem eru umönnunarhlutverk, kennslu- og leiðbeinandahlutverk, greiningarhlutverk, stjórnun í aðstæðum, hjúkrunaríhlutanir, trygging gæða og starfshlut- verk. Þættirnir taka mið af hugmyndafræðilegum ramma Ben- ner (2001) um hvernig hæfni hjúkrunarfræðinga breytist frá því að þeir eru nýgræðingar í hjúkrun þar til þeir hafa hlotið mikla reynslu og eru í raun orðnir að sérfræðingum (Benner, 2001). frekari lýsingu á þáttunum sjö er að finna í töflu 1. Mælitækið skiptist í tvo hluta. annar hlutinn (a) mælir hæfni þátttakanda. Þegar þeim hluta er svarað er hver spurning metin fyrir sig með sjónkvarða frá 0–10, þar sem 0 er mjög lítil hæfni og 10 mjög mikil. Merkt er strik á tíu sentimetra línu, þar sem viðkomandi metur hæfni sína sem síðan er mælt með reglustiku fyrir úrvinnslu. Léleg hæfni miðast við 0–2,5 á sjón- kvarða, nokkuð góð hæfni miðast við >2,5–5,0 á sjónkvarða, góð hæfni miðast við >5,0–7,5 á sjónkvarða og mjög góð hæfni >7,5–10 á sjónkvarða. hinn hlutinn (B) mælir hversu oft þátt- takandi framkvæmir það atriði sem spurt er um í hverri spurn- ingu. notaður er fjögurra þrepa Likertskali. Möguleikarnir eru: 1=mjög sjaldan, 2=öðru hverju, 3=mjög oft og 0=á ekki við (Meretoja, isoaho o.fl., 2004). nCS var þýtt á íslensku árið 2014 (iS-nCS) og hafði rann- sóknarhópur stærri rannsóknarinnar umsjón með þeirri þýð - ingu. Listinn var forprófaður á bráðamóttöku Landspítala sem hluti af meistaraverkefni Dóru Björnsdóttur (2015) og má lesa um framkvæmd þýðingarinnar og forprófun listans þar. Áreiðanleiki hæfniþátta (Cronbachs alfa) í þessari rannsókn var á bilinu 0,76–0,95 (sjá töflu 1) og er það sambærilegt við niðurstöður rannsóknar á hjúkrunarfræðingum á bráðamót- töku Landspítala (Dóra Björnsdóttir, 2015). Spurningalistinn innihélt einnig spurningar um starfsaldur í hjúkrun í árum, starfshlutfall (valkostir: 20–39%, 40–59%, 60–69%, 70–79%, 80–100%), viðbótarnám að loknu prófi í hjúkrunarfræði (já/nei) og jafnframt spurt hvort viðkomandi hefði lokið eftirtöldum sérhæfðum námskeiðum (svarmögu- leikar já/nei): Sérhæfð endurlífgun i, Sérhæfð endurlífgun ii, Meðhöndlun og flutningur slasaðra og Sérhæfð endurlífgun barna. námskeiðin standa yfir í tvo daga og þeim lýkur með skriflegum og verklegu prófum, fyrir utan Sérhæfða endur- lífgun i sem er eins dags próflaust námskeið. Þau eru ætluð hjúkrunarfræðingum, læknum og sjúkraflutningamönnum. ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 79 Tafla 1. Hæfniþættir mælitækisins Nurse Competence Scale* Hæfniþættir Lýsing á efni hvers þáttar Áreiðanleiki hvers þáttar (Cronbachs alfa) umönnunarhlutverk aðstoða sjúklinga við að takast á við aðstæður með einstaklingsmiðaðri hjúkrun byggðri á 7 spurningar siðfræðilegum gildum. 0,76 kennslu- og leiðbeinandahlutverk koma auga á fræðsluþarfir sjúklinga og fjölskyldna þeirra með það að markmiði að stuðla 16 spurningar að sjálfsumönnun. Leiðbeina samstarfsfólki. 0,95 greiningarhlutverk 7 spurningar koma auga á og greina ástand sjúklinga í tíma. 0,80 Stjórnun í aðstæðum koma auga á breytilegt ástand og forgangsraða starfinu á viðeigandi og sveigjanlegan hátt. 8 spurningar Stuðla að samfellu í hjúkrun sjúklinga. 0,84 hjúkrunaríhlutanir Taka ákvarðanir og skipuleggja umönnun sjúklinga samkvæmt klínísku ástandi þeirra. 10 spurningar ráðfæra sig við samstarfsfólk. 0,90 Trygging gæða 6 spurningar Meta árangur. Stuðla að frekari úrbótum við umönnun. 0,87 Starfshlutverk koma fram við samstarfsfólk sitt af virðingu. Vera ábyrgur og sjálfstæður í störfum. 19 spurningar Bera ábyrgð á eigin faglegri starfsþróun. 0,92 * Dæmi um spurningar má sjá í töflu 3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.