Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 79
Aðferð
Rannsóknarsnið
rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn.
Þátttakendur
Þátttakendur í rannsóknarinni voru hjúkrunarfræðingar á
landsbyggðinni, sem í starfi sínu taka á móti og sinna að
minnsta kosti tíu bráðveikum eða slösuðum sjúklingum á
mánuði.
Stofnanir sem viðkomandi hjúkrunarfræðingar störfuðu við
eru: heilbrigðisstofnun austurlands, heilbrigðisstofnun Suður-
lands, heilbrigðisstofnun Suðurnesja, heilbrigðisstofnun Vestur -
lands, heilbrigðisstofnun Vestfjarða, heilbrigðisstofnun norður -
lands og Sjúkrahús akureyrar. að fengnu leyfi forstjóra við -
komandi heilbrigðisstofnana var haft samband við hjúkrunar-
framkvæmdastjóra þeirra varðandi aðstoð við val á hjúkr-
unarfræðingum sem uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku. Þeir, í
samráði við deildarstjóra eða yfirhjúkrunarfræðing hverrar
stofnunar, gáfu upp fjölda hjúkrunarfræðinga sem uppfylltu
skilyrði rannsóknarinnar og var mat þeirra að 87 hjúkrunar -
fræðingar gerðu það.
Mælitæki
Mælitæki rannsóknarinnar er spurningalisti sem inniheldur
mælitæki sem metur hæfni hjúkrunarfræðinga og kallast á
ensku nurse Competence Scale (nCS) (Meretoja, isoaho o.fl,
2004). heiti mælitækisins hefur ekki verið íslenskað en íslenska
útgáfan kallast iS-nCS (Dóra Björnsdóttir, 2015). Í því eru 73
spurningar sem snúa að atriðum sem lúta að hæfni og flokkast
spurningarnar í sjö hæfniþætti sem eru umönnunarhlutverk,
kennslu- og leiðbeinandahlutverk, greiningarhlutverk, stjórnun
í aðstæðum, hjúkrunaríhlutanir, trygging gæða og starfshlut-
verk. Þættirnir taka mið af hugmyndafræðilegum ramma Ben-
ner (2001) um hvernig hæfni hjúkrunarfræðinga breytist frá
því að þeir eru nýgræðingar í hjúkrun þar til þeir hafa hlotið
mikla reynslu og eru í raun orðnir að sérfræðingum (Benner,
2001). frekari lýsingu á þáttunum sjö er að finna í töflu 1.
Mælitækið skiptist í tvo hluta. annar hlutinn (a) mælir
hæfni þátttakanda. Þegar þeim hluta er svarað er hver spurning
metin fyrir sig með sjónkvarða frá 0–10, þar sem 0 er mjög lítil
hæfni og 10 mjög mikil. Merkt er strik á tíu sentimetra línu,
þar sem viðkomandi metur hæfni sína sem síðan er mælt með
reglustiku fyrir úrvinnslu. Léleg hæfni miðast við 0–2,5 á sjón-
kvarða, nokkuð góð hæfni miðast við >2,5–5,0 á sjónkvarða,
góð hæfni miðast við >5,0–7,5 á sjónkvarða og mjög góð hæfni
>7,5–10 á sjónkvarða. hinn hlutinn (B) mælir hversu oft þátt-
takandi framkvæmir það atriði sem spurt er um í hverri spurn-
ingu. notaður er fjögurra þrepa Likertskali. Möguleikarnir eru:
1=mjög sjaldan, 2=öðru hverju, 3=mjög oft og 0=á ekki við
(Meretoja, isoaho o.fl., 2004).
nCS var þýtt á íslensku árið 2014 (iS-nCS) og hafði rann-
sóknarhópur stærri rannsóknarinnar umsjón með þeirri þýð -
ingu. Listinn var forprófaður á bráðamóttöku Landspítala sem
hluti af meistaraverkefni Dóru Björnsdóttur (2015) og má lesa
um framkvæmd þýðingarinnar og forprófun listans þar.
Áreiðanleiki hæfniþátta (Cronbachs alfa) í þessari rannsókn
var á bilinu 0,76–0,95 (sjá töflu 1) og er það sambærilegt við
niðurstöður rannsóknar á hjúkrunarfræðingum á bráðamót-
töku Landspítala (Dóra Björnsdóttir, 2015).
Spurningalistinn innihélt einnig spurningar um starfsaldur
í hjúkrun í árum, starfshlutfall (valkostir: 20–39%, 40–59%,
60–69%, 70–79%, 80–100%), viðbótarnám að loknu prófi í
hjúkrunarfræði (já/nei) og jafnframt spurt hvort viðkomandi
hefði lokið eftirtöldum sérhæfðum námskeiðum (svarmögu-
leikar já/nei): Sérhæfð endurlífgun i, Sérhæfð endurlífgun ii,
Meðhöndlun og flutningur slasaðra og Sérhæfð endurlífgun
barna. námskeiðin standa yfir í tvo daga og þeim lýkur með
skriflegum og verklegu prófum, fyrir utan Sérhæfða endur-
lífgun i sem er eins dags próflaust námskeið. Þau eru ætluð
hjúkrunarfræðingum, læknum og sjúkraflutningamönnum.
ritrýnd grein scientific paper
tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 79
Tafla 1. Hæfniþættir mælitækisins Nurse Competence Scale*
Hæfniþættir Lýsing á efni hvers þáttar Áreiðanleiki hvers þáttar
(Cronbachs alfa)
umönnunarhlutverk aðstoða sjúklinga við að takast á við aðstæður með einstaklingsmiðaðri hjúkrun byggðri á
7 spurningar siðfræðilegum gildum. 0,76
kennslu- og leiðbeinandahlutverk koma auga á fræðsluþarfir sjúklinga og fjölskyldna þeirra með það að markmiði að stuðla
16 spurningar að sjálfsumönnun. Leiðbeina samstarfsfólki. 0,95
greiningarhlutverk 7 spurningar koma auga á og greina ástand sjúklinga í tíma. 0,80
Stjórnun í aðstæðum koma auga á breytilegt ástand og forgangsraða starfinu á viðeigandi og sveigjanlegan hátt.
8 spurningar Stuðla að samfellu í hjúkrun sjúklinga. 0,84
hjúkrunaríhlutanir Taka ákvarðanir og skipuleggja umönnun sjúklinga samkvæmt klínísku ástandi þeirra.
10 spurningar ráðfæra sig við samstarfsfólk. 0,90
Trygging gæða 6 spurningar Meta árangur. Stuðla að frekari úrbótum við umönnun. 0,87
Starfshlutverk koma fram við samstarfsfólk sitt af virðingu. Vera ábyrgur og sjálfstæður í störfum.
19 spurningar Bera ábyrgð á eigin faglegri starfsþróun. 0,92
* Dæmi um spurningar má sjá í töflu 3.