Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 19
sambærilega menntun og ábyrgð og starfa hjá hinu opinbera. Takmarkaðar lausnir liggja í stofnanasamningum þar sem heil- brigðisstofnanir bera fyrir sig fjárskorti og að ekki fylgi fé þess - um samningum frá ríkinu. ærið verk er fyrir höndum, bæði félagsins og stjórnvalda, að vinna að bættum kjörum þessarar stóru kvennastéttar. reglulega birtast fréttir í fjölmiðlum af lokunum eða samdrætti á starfsemi heilbrigðisstofnana og heilbrigðisþjónustu vegna skorts á hjúkrunarfræðingum til starfa. Ef ekkert verður að gert er hætt við að enn muni bætast í þann hóp sem kýs að starfa við annað en hjúkrun og vandséð hvernig íslensk stjórnvöld ætla að reka íslenskt heilbrigðiskerfi án hjúkrunarfræðinga sem eru hryggjarstykkið í öllu kerfinu. Ljóst er að skortur á hjúkr- unarfræðingum verður ekki leystur á einni nóttu en á Íslandi eru menntaðir hjúkrunarfræðingar sem kjósa að starfa við annað vegna óásættanlegra launakjara og starfsumhverfis sem hægt væri að fá aftur til starfa ef allir leggjast á eitt. Opnar spurningar Eins og fram kom í inngangi þessarar greinar samanstóð könn- unin af tvenns konar spurningum; annars vegar fjölvalsspurn- ingum með nokkrum svarmöguleikum og hins vegar opnum spurningum þar sem hjúkrunarfræðingum gafst kostur á að tjá sig með eigin orðum. Það var ánægjulegt að sjá hversu mikil svörun var í þeim hluta. Mikilvægt er fyrir fíh að fá svona mikið af lýsandi svörum um starfið og mun félagið geta nýtt sér þau í áframhaldandi vinnu. hjúkrunarfræðingarnir voru spurðir hvað þeim þætti ann- ars vegar jákvætt og hins vegar neikvætt við starfið. Mynd 1 setur fram þá sex þætti í hvorum flokki fyrir sig sem komu oftast fram. upptalningin er ekki í röð eftir mikilvægi. jákvæðir þættir eru með grönnu letri og þeir neikvæðu eru feitletraðir. Þarna má sjá að eftir sem áður virðast hefðbundin gildi hjúkr- unar vera það sem hjúkrunarfræðingar telja jákvæðast varðandi starfið. Þeir neikvæðu þættir sem þeir telja upp koma heldur ekki á óvart. Í þessari upptalningu liggja mikil tækifæri og greinarhöfundar telja að hægt sé að vinna með alla neikvæðu þættina og breyta þeim ef allir aðilar koma að borðinu. hjúkr- unarfræðingar, stjórnvöld, stjórnendur heilbrigðisstofnana og menntastofnanir þurfa að vinna sameiginlega að því markmiði að bæta kjör, starfsánægju og starfsumhverfi hjúkrunarfræð - inga. Samantekt Þegar niðurstöður þessarar könnunar eru skoðaðar er greini- legt að rauður þráður liggur í gegnum þær allar. hjúkrun- arfræðingur sem er ungur, með stuttan starfsaldur og vinnur vaktavinnu, er almennt óánægðari en eldri hjúkrunarfræðingur sem hefur háan starfsaldur og vinnur dagvinnu. Þetta má túlka á ýmsa vegu en það er mat greinarhöfunda að hlúa þurfi að yngri kynslóðinni, þótt ekki megi gleyma þeim eldri. Vinna þarf markvisst innan heilbrigðisstofnana að því að greiða laun í samræmi við ábyrgð, hafa samsetningu mann - aflans réttan og huga að fjölda hjúkrunarfræðinga þannig að álag sé ekki úr hófi. Starfsumhverfi og aðbúnaður þarf að vera í lagi. Það að geta leitað til samstarfsfólks skiptir hjúkrunar - fræðinga miklu máli. Eins þurfa stjórnendur í hjúkrun að huga að því hvaða skilaboð þeir eru að senda hjúkrunar fræðingum þar sem greinilegt er að stuðning frá þeim og jákvæða endur- gjöf má stórbæta. umbætur á starfsánægju, starfsumhverfi, álagi og launum hjúkrunarfræðinga eru verkefni sem þurfa stöðugt að vera í gangi. Yngri kynslóð hjúkrunarfræðinga dregur skýrari mörk gagnvart vinnunni og telur hana launaða vinnu en ekki lífsstíl. Í raun má segja að mikið af niðurstöðum þessarar könnunar hafi verið þekktar fyrir. nú hafa þær verið staðfestar með óyggj- andi hætti og óhætt að segja að niðurstöðurnar endurspegli vel viðhorf stéttarinnar, enda 74,2% þátttaka í könnuninni. félagið mun nýta þessar niðurstöður vel í baráttunni fyrir bættum kjörum félagsmanna, ásamt skýrslunni um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga og skýrslu ríkisendurskoðunar. frá sjónarhóli hjúkrunarfræðinga tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 19 Fjölbreytileiki Laun Gera gagn Vinnuálag Láta gott af sér leiða Starfsumhverfi Mannleg samskipti Mannekla Starfa með fólki Neikvæð viðhorf Gefandi starf Erfið samskipti Mynd 1. jákvæðir og neikvæðir þættir varðandi það að starfa sem hjúkrunarfræðingur. höfundar eru formaður fíh, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs og sviðsstjóri fagsviðs fíh.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.