Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 4
kæru lesendur! forsíðu þessa tölublaðs prýðir ljósmynd Margrétar kristjánsdóttur af sólsetri við neyðarsjúkrahús rauða krossins í Bangladesh. hún fangar fegurð augnabliksins við aðstæður og þrengingar sem almennt eru okkur huldar, en hjúkrunarfræðingum er fátt sem viðkemur mannlegri velferð óviðkomandi. Í krafti þekkingar og með fag- mennsku, umhyggju og virðingu að leiðarljósi stígum við inn í aðstæður til að hjúkra, auka lífsgæði og gera tilveru skjólstæðinga okkar eins góða og mögulegt er. Stundum eru hvorki þarfir skjólstæðinganna augljósar né heldur mest viðeigandi hjúkrunin. En líkt og Margrét sér fegurðina í kvöldroðanum búum við yfir færni til að nema orðin sem ekki eru sögð, áföllin sem líkaminn tjáir og þjáninguna sem hvílir í augnatillitinu. Þetta er mikilvægur færniþáttur í hraðri heilbrigðisþjónustu nútímans. Þar leika hjúkr- unarfræðingar lykilhlutverk og með yfirsýn og hugrekki leitum við allra leiða til að gera þjónustu við skjólstæðinga þá bestu sem völ er á. Tímarit hjúkrunarfræðinga er mikilvægur vettvangur umræðu um leiðir að bestu mögulegu hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustu auk alls annars sem viðkemur hjúkrun, bæði fræðin og starfið, og í þessu fyrsta tölublaði ársins 2018 kennir ýmissa grasa. Við fræðumst um sjúkrarúm og þrýstingssáravarnir á smitsjúkdómadeild; lyfjavinna og lyfjaöryggi hjúkrunarfræðinga er til umfjöllunar, auk hæfniviðmiða í bráðahjúkrun á Landspítala. gerð er grein fyrir niðurstöðum könnunar á starfsumhverfi og álagi í starfi hjúkrunarfræðinga, sem var fyrst kynnt á fjölsóttu málþingi fíh þann 28. febrúar sl. Við kynnumst rannsóknaráherslum dr. rannveigar jónasdóttur nýdoktors í hjúkr- unarfræði og tveir nýir fræðslubæklingar eru kynntir. annars vegar um heilabilun og hins vegar um örugga dvöl á sjúkrahúsi. Einnig eru viðtöl við hjúkrunarfræðinga um starfið þeirra og nýjungar í hjúkrunarfræði. fimm ritrýndar greinar birtast í blaðinu, sem er ekki aðeins fengur fyrir höfunda, heldur einnig fræðigreinina í heild sinni. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem tóku þátt í vinnslu blaðsins á einn eða annan hátt fyrir frábært samstarf. Þá sérstaklega vil ég þakka hildi Björgu hafstein sem ásamt helgu Ólafs ritstjóra á veg og vanda af ritstjórn þessa tölublaðs. hver sem starfsvettvangur hjúkrunarfræðinga er eigum við það sameiginlegt að búa yfir löngun til að auka farsæld fólks. Til að vera fær um það þurfum við að byrja á því að annast um okkur sjálf. Ég vil því óska lesendum Tímarits hjúkrunarfræðinga gleðilegs sumars með einlægri ósk um að sumardagarnir megi vera ykkur endurnær- ing og vettvangur hlýrra minninga og fagurra augnablika. 4 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, formaður rit- nefndar Tímarits hjúkrunarfræðinga. Frá ritnefnd Tímarit hjúkrunarfræðinga er mikilvægur vettvangur umræðu um hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustu, bæði fræðin og starfið TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Suðurlandsbraut 22, 108 reykjavík Sími 540 6405 netfang ritstjori@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: helga Ólafs / hildur Björg hafstein. Ritnefnd: aðalbjörg Stefanía helgadóttir, Ásta oroddsen, Dóróthea Bergs, Margrét hrönn Svavarsdóttir, Sigríður halldórsdóttir, Þorgerður ragnars- dóttir, Þórdís katrín Þorsteinsdóttir. Forsíðumynd: Margrét kristjánsdóttir. Ljós myndir: herdís Lilja jónsdóttir o.fl. Yfirlestur og próförk: ragnar hauksson og ingunn Sædal. Auglýsingar: Margrét rafnsdóttir og Markaðs- menn ehf. Hönnun og umbrot: Egill Baldursson ehf. Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu ritstjori@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu- og fræði- greina er að finna á vefsíðu tímaritsins. iSSn 2298-7053
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.