Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 67

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 67
Útdráttur Bakgrunnur og tilgangur rannsóknar: hjartasjúkdómar eru ein aðaldánarorsökin í heiminum, en sterk tengsl eru milli kransæðasjúk- dóma og óheilsusamlegs lífsstíls. flestir fá hjartasjúkdóm um sextugt eða seinna og það telst „ungt“ að fá hjartasjúkdóm um eða fyrir fimm- tugt. Lítið er vitað um reynslu „yngri“ Íslendinga af því að fá hjarta- áfall. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu hjúkr unar- fræð inga og annarra heilbrigðisstétta á þeirri lífsreynslu að fá hjarta- áfall „ungur“ svo að hægt sé að veita þessum sjúklingahóp viðeigandi hjúkrun og þjónustu. Aðferð: Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði var valin sem rannsóknar - aðferð og þátttakendur valdir með tilgangsúrtaki. Tekin voru samtals 19 einstaklingsviðtöl við 11 þátttakendur. Meðalaldur þátttakenda var 48 ár þegar þeir voru fyrst greindir með hjartaáfall og sex höfðu fengið fleiri en eitt áfall. Niðurstöður: Yfirþema rannsóknarinnar var endurskilgreining á lífi og sjálfi. að fá hjartaáfall svo ungir hafði neikvæð áhrif á sjálfsmynd þátttakenda. alls staðar, þar sem þeir komu, voru þeir yngstir og í mörgum tilvikum um 20 árum yngri en aðrir hjartasjúklingar. flestir fundu fyrir þunglyndi, kvíða og hræðslu í kjölfar áfallsins en fannst vanta fræðslu um þessar erfiðu tilfinningar. hjá nánast öllum varð vendipunktur eftir hjartaáfallið til heilbrigðari lífsstíls. fyrsta árið eftir hjartaáfallið litu þátttakendurnir á sig sem hjartasjúklinga, en þegar lengra leið frá því breyttist sjálfsmyndin aftur og fólk upplifði sig heil- brigt en þó með þennan „krankleika“. hjá tæplega helmingi þátttak- enda var hjartaáfallið vangreint sem einhver annar sjúkdómur vegna ungs aldurs þeirra og minna þekktra einkenna, en þreyta, slappleiki, veikindatilfinning, mæði og magaverkir voru einkenni sem flestir þátttakendur fundu fyrir við hjartaáfallið. fæstir fengu hefðbundin einkenni sem almenningur er mest fræddur um. Ályktun: að fá hjartaáfall „ungur“ hefur víðtæk áhrif á andlega líðan og þurfa hjúkrunarfræðingar að vera sérstaklega vakandi fyrir því með fræðslu og viðeigandi stuðningi. Þá er mikilvægt að hjúkrunar - fræðingar séu meðvitaðir um ólík einkenni hjartaáfalls og fræði al- menning um þau. Lykilhugtök: hjartaáfall, sjálfsmynd, ungur aldur, fyrirbærafræði, viðtöl. Inngangur hjartasjúkdómar eru ein aðaldánarorsökin í heiminum en talið er að 17,5 milljónir manna hafi látist úr hjarta- og æðasjúk- dómum árið 2012, en það voru 46,2 % af öllum dauðsföllum í heiminum það ár. hjartasjúkdómar eru einnig aðaldánarorsök fólks fyrir 70 ára aldur (WhO, 2014). Tíðni hjartaáfalls hjá 45 ára og yngri er 6–10% en allt að 20% hjá 55 ára og yngri (Mo- zaffarian o.fl., 2016; Shah, o.fl., 2016). nýgengi og dánartíðni vegna hjartaáfalla hefur lækkað á Íslandi en nýgengi krans - æðastíflu meðal fertugra og yngri hefur ekki lækkað eins mikið og hjá eldri aldurshópum (Björn jakob Magnússon o.fl., 2017). Vegna bættrar meðferðar við kransæðastíflu lifa sífellt fleiri ungir einstaklingar það af að fá hjartaáfall, lifa oft lengi með af- leiðingum hjartaáfallsins og þurfa að breyta lífsstíl sínum til að takast á við áhættuþætti hjartaáfalla (Björn jakob Magnússon o.fl., 2017). Þessi rannsókn fjallar um reynslu yngri einstaklinga af því að fá hjartaáfall en lítið er um rannsóknir á því sviði hér á landi. Orsakir kransæðasjúkdóma æðakölkun og blóðsegamyndun í kransæðum er algengasta orsök kransæðasjúkdóma (Shah o.fl., 2016; Tómas guðbjarts- son o.fl., 2014). Líkur á hjartaáföllum aukast með hækkandi aldri vegna aukinnar æðakölkunar og þess vegna eru hjarta- sjúkdómar fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks. Sterk tengsl tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 67 Birna gestsdóttir, heilbrigðisstofnun Suðurlands, Árún k. Sigurðardóttir, heilbrigðisvísindasviði háskólans á akureyri, Sigríður halldórsdóttir, heilbrigðisvísindasviði háskólans á akureyri Endurskilgreining á lífi og sjálfi: Reynsla yngra fólks af því að fá hjartaáfall Nýjungar: ungir hjartasjúklingar eru móttækilegir fyrir að breyta óheilsusamlegum lífsstíl strax eir hjartaáfallið sem mikilvægt er að nýta til fræðslu. Hagnýting: andleg vanlíðan í kjölfar hjartaáfallsins hjá þess - um ungu hjartasjúklingum var algeng en fræðslu um slíkt var o ábótavant. Þekking: Leggja þarf sérstakt mat á kvíða, þunglyndi og hræðslu og veita sérstaka hjúkrunarmeðferð sem sérsniðin er að hverjum einstaklingi þar sem tilfinningaleg viðbrögð hvers einstaklings eru einstök. Áhrif á störf hjúkunarfræðinga: rannsóknin dregur fram þau mörgu mismunandi líkamlegu einkenni sem þátttakendur fundu fyrir við hjartaáfallið sem mikilvægt er að fræða al - menn ing um. Hagnýting rannsóknarniðurstaðna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.