Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 48
48 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 „Má maður bara ekki neitt lengur“ … glymur inn á kaffistofu á vinnustaðnum. „Maður þorir varla að horfa á kvenfólk án þess að fá stimpil um áreitni.“ „Metoo“ umræðan hefur verið á allra vörum síðustu mánuði og hefur skapað alls konar óöryggi og vangaveltur hjá sumum en verið frelsandi og valdeflandi fyrir aðra. Skömmin er að færast frá þolanda yfir á geranda, þar sem að hún átti og á alltaf að vera. Það átti aldrei og á ekki að fylgja því skömm að verða fyrir broti í hvaða mynd sem að það kann að vera og það ætti ekki að fylgja því skömm að leita sér aðstoðar eftir ofbeldi eða áreitni, þó að það hafi verið þannig í aldanna rás. Í dag sjáum við sem að vinnum með þolendum ofbeldis að skömmin er í meira mæli að færast frá þolendum yfir á gerendur og einstaklingar eru jafnvel búnir að skila skömminni áður en þeir leita til okkar. Þetta er ofsalega jákvæð þróun og gerir það að verkum að fólk leitar sér fyrr aðstoðar, þiggur frekar þá aðstoð sem að er í boði og nær góðum líkamlegum og andlegum bata. Við sem að vinnum með þolendum höfum fundið fyrir áhrifum „metoo“ bylting- arinnar, komum hefur fjölgað vegna ofbeldisbrota á neyðarmóttöku og sömu sögu segja samstarfsaðilar okkar t.d. hjá lögreglunni, barnavernd, í Bjarkarhlíð sem að er þolendamiðstöð ofbeldis og hjá þjónustumiðstöðvum reykjavíkurborgar. Við fögnum því að komum fjölgi, vegna þess að við trúum að þolendur ofbeldis séu frekar í dag en áður að stíga fram og leita sér aðstoðar eins áður er nefnt. fólk er að koma fyrr eftir brot og það er upplýstara um úrræði. Það sem að er líka góð þróun er að konur (í meirihluta þolenda) eru að viðurkenna kynferðislegt ofbeldi innan hjónabands - ins/parasambandsins. Þessi hópur hefur verið að leita meira til okkar og fögnum við því, því þetta er hópur sem að við vitum að hefur verið falinn í langan tíma. Það hefur mikið verið rætt um afleiðingar kynferðisofbeldis og úrbætur gerðar í takt við það sem að er frábært en ennþá er einhver hula þakin heimilisofbeldismálum því að þau eru ennþá mjög falin. Þar getum við sem heilbrigðisstarfsfólk stigið inn í. Verum öll meðvituð um ofbeldi og afleiðingar Þó að átak hafi verið gert í heimilisofbeldismálum hjá lögreglu (Að halda glugganum opnum) og hjá reykjavíkurborg (Saman gegn ofbeldi) þá er ærið verkefni fyrir höndum og þar tel ég að við heilbrigðisstarfsfólk getum haft mikið að segja. En hvað vitum við í dag? Erum við sem vinnum í heilbrigðiskerfinu öll meðvituð um ofbeldi, afleiðingar og úrræði? Ég veit að ég var það ekki áður en ég fór að vinna við þennan málaflokk og ég er alltaf að læra. Það er því miður ekki mikið kennt um ofbeldi og afleiðingar í hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands, enn sem komið er. En Þankastrik Komum fjölgar á Neyðarmóttöku vegna áhrifa „metoo“ umræðunnar Hrönn Stefánsdóttir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóra Neyðarmót - töku nauðgana. Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt er varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta allað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitt - hvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvað eina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.